Uppstoppaður Hrútshaus í jólagjöf Magnús Hlynur Hreiðarsson. skrifar 9. desember 2018 20:15 Einn færasti uppstoppari landsins hefur vart undan að stoppa upp fallega hausa að vel hyrndum hrútum, þó hún sé sérhæfð í að stoppa upp fugla. Tófur og minkar eru líka í uppáhaldi hjá uppstopparanum. Bílskúr við Miðtún á Selfossi er vinnustaður Brynju Davíðsdóttur, hamskera eða uppstoppara eins og oftast er talað um. Á hillunum má sjá fullt af fallegum dýrum sem hún hefur stoppað upp og marga hrútshausa en þeir eru aðal vinnan hjá Brynju þessa dagana, enda líklegt að einhverjir fái innpakkaðan hrútshaus eða fugl í jólagjöf. Brynja lærði uppstoppun í Skotlandi. „Ég er hér að vinna önd og svo ég hef verið að finna hrútshausa undanfarnar vikur og það er fullt af fuglum sem bíða mín í uppstoppun fyrir jól“, segir Brynja. En út á hvað gengur vinnan hennar? „Frá minni hálfu gengur þetta út á náttúrufræðslu, það hefur alltaf snúist um það að fólk, og sérstaklega börn fái að umgangast og hafa nálægt sér þessa hluti sem þau geta þá spekúlerað í og hugsað þá um lífríkið og það sem er í kringum og það sem við þurfum að hugsa vel um. Það hefur alltaf verið hugsunin á bak við þetta hjá mér“. Brynja horfist hér í augun við Prúð en hann var ákaflega gæfur og skemmtilegur hrútur.Brynja er sérhæfð í að stoppa upp fugla enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna þegar fuglar eru annars vegar, hún vann til dæmis önnur og þriðju verðlaun á Evrópumeistaramóti sem haldið var í Salzburgh í febrúar á þessu ári fyrir heiðlóuunga og sandlóu. En aftur af hrútunum, hvað getur Brynja sagt okkur um þennan fallega hrútshaus? „Hann hét Prúður þessi og það var leitað til mín áður en hann var felldur og ég spurð hvort ég gæti stoppað hann upp. Þetta var mikill dálætishrútur á bænum, geðslagið var alveg sérstakt og það var mikið kjassað við hann. Ég vona að eigendurnir fyrirgefi mér að koma með hann hér í fréttirnar en þau báðu mig sérstaklega að hafa hann með ljúft augnaráð þannig að karakterinn skilað sér“, segir Brynja. Brynja hefur sérhæft sig í að stoppa fugla og hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir þá vinnu í gegnum árin. Hér eru nokkrir af fuglunum hennar.Magnús Hlynur Dýr Landbúnaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Einn færasti uppstoppari landsins hefur vart undan að stoppa upp fallega hausa að vel hyrndum hrútum, þó hún sé sérhæfð í að stoppa upp fugla. Tófur og minkar eru líka í uppáhaldi hjá uppstopparanum. Bílskúr við Miðtún á Selfossi er vinnustaður Brynju Davíðsdóttur, hamskera eða uppstoppara eins og oftast er talað um. Á hillunum má sjá fullt af fallegum dýrum sem hún hefur stoppað upp og marga hrútshausa en þeir eru aðal vinnan hjá Brynju þessa dagana, enda líklegt að einhverjir fái innpakkaðan hrútshaus eða fugl í jólagjöf. Brynja lærði uppstoppun í Skotlandi. „Ég er hér að vinna önd og svo ég hef verið að finna hrútshausa undanfarnar vikur og það er fullt af fuglum sem bíða mín í uppstoppun fyrir jól“, segir Brynja. En út á hvað gengur vinnan hennar? „Frá minni hálfu gengur þetta út á náttúrufræðslu, það hefur alltaf snúist um það að fólk, og sérstaklega börn fái að umgangast og hafa nálægt sér þessa hluti sem þau geta þá spekúlerað í og hugsað þá um lífríkið og það sem er í kringum og það sem við þurfum að hugsa vel um. Það hefur alltaf verið hugsunin á bak við þetta hjá mér“. Brynja horfist hér í augun við Prúð en hann var ákaflega gæfur og skemmtilegur hrútur.Brynja er sérhæfð í að stoppa upp fugla enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna þegar fuglar eru annars vegar, hún vann til dæmis önnur og þriðju verðlaun á Evrópumeistaramóti sem haldið var í Salzburgh í febrúar á þessu ári fyrir heiðlóuunga og sandlóu. En aftur af hrútunum, hvað getur Brynja sagt okkur um þennan fallega hrútshaus? „Hann hét Prúður þessi og það var leitað til mín áður en hann var felldur og ég spurð hvort ég gæti stoppað hann upp. Þetta var mikill dálætishrútur á bænum, geðslagið var alveg sérstakt og það var mikið kjassað við hann. Ég vona að eigendurnir fyrirgefi mér að koma með hann hér í fréttirnar en þau báðu mig sérstaklega að hafa hann með ljúft augnaráð þannig að karakterinn skilað sér“, segir Brynja. Brynja hefur sérhæft sig í að stoppa fugla og hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir þá vinnu í gegnum árin. Hér eru nokkrir af fuglunum hennar.Magnús Hlynur
Dýr Landbúnaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira