Ferfættur prófessor í tannlækningum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. desember 2018 20:00 GRAYSON Hundur er eini hundurinn sem starfar á tannlæknadeild í Bandaríkjunum. Í tannlæknadeildinni í Háskólanum í Norður Karólínu má finna nokkuð óhefðbundinn starfsmann. Hundurinn GRAYSON mætir þar til starfa á hverjum degi til að aðstoða mennska kollega sína. „Hún er aðstoðarhundur fyrir krakka sem fara til tannlæknis,“ segir Sigurður Rúnar Sæmundsson, prófessor í og stjórnandi sérnáms í barantannlækningum, „Hugsunin þegar okkur datt þetta í hug var að taka stressið pínulítið úr og verða slakari við að fara til tannlæknis og að minningin að fara til tannlæknis sé góð af því að þetta er tannlæknastofan með hundinn.“ GRAYSON var ráðinn með ráðningasamningi sem prófessor við deildina en Sigurður Rúnar segir að hún sé eini hundurinn sem starfi á tannlæknastofu í bandaríkjunum og líklega sú eina í heiminum. Þetta þekkist þó á spítölum víða í Bandaríkjunum. „Þetta er notað nokkuð á spítölum hérna úti fyrir börn og fullorðna sem eru að ganga í gegnum erfiða hluti inni á spítölunum og hugmyndin var afhverju ekki að nota svipaða tækni á tannlæknastofunni.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Sigurð í heild sinni. GRAYSON hlaut þjálfun hjá fanga í fangelsi í Vestur-Virginíu og síðar hjá samtökunum Paws4People sem sérhæfa sig í að þjálfa hunda sem aðstoða fólk. Til dæmis blindrahunda og kvíðahunda. GRAYSON er margt til lista lagt. Hún getur til dæmis kveikt ljósin, opnað og lokað dyrum og ísskápum. Sigurður Rúnar segir þetta gefast afar vel og að börnin njóti þess ap heimsækja GRAYSON. Sigurður Rúnar og GRAYSON að störfumMynd/University of North Carolina„Þetta hefur virkað alveg súper vel,“ segir hann. „Allir krakkar eru alveg súper ánægðir með þetta. einstaka krakkar eru hrædd við hunda eða varkár gagnvart þeim. Þá sleppum við bara að hafa hundinn eða, af því að þetta er svo vel upp alinn hundur, að þau ná að takast á við sinn ótta við hunda.“ Það eru ekki bara krakkarnir sem umgangast GRAYSON en margir fullorðnir biðja um það einnig. Hann mælir með því að fleiri tannlæknastofur skoði þann möguleika að ráða hunda á stofuna. „Þetta er gagnlegt fyrir börnin sem eru að fara til tannlæknis og fullorðna líka,“ segir Sigurður. „Þetta er í raun og veru alger sólskyn inn á tannlæknastofuna alla. Allir eru svo miklu glaðari og ánægðari fyrir vikið“ Bandaríkin Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Í tannlæknadeildinni í Háskólanum í Norður Karólínu má finna nokkuð óhefðbundinn starfsmann. Hundurinn GRAYSON mætir þar til starfa á hverjum degi til að aðstoða mennska kollega sína. „Hún er aðstoðarhundur fyrir krakka sem fara til tannlæknis,“ segir Sigurður Rúnar Sæmundsson, prófessor í og stjórnandi sérnáms í barantannlækningum, „Hugsunin þegar okkur datt þetta í hug var að taka stressið pínulítið úr og verða slakari við að fara til tannlæknis og að minningin að fara til tannlæknis sé góð af því að þetta er tannlæknastofan með hundinn.“ GRAYSON var ráðinn með ráðningasamningi sem prófessor við deildina en Sigurður Rúnar segir að hún sé eini hundurinn sem starfi á tannlæknastofu í bandaríkjunum og líklega sú eina í heiminum. Þetta þekkist þó á spítölum víða í Bandaríkjunum. „Þetta er notað nokkuð á spítölum hérna úti fyrir börn og fullorðna sem eru að ganga í gegnum erfiða hluti inni á spítölunum og hugmyndin var afhverju ekki að nota svipaða tækni á tannlæknastofunni.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Sigurð í heild sinni. GRAYSON hlaut þjálfun hjá fanga í fangelsi í Vestur-Virginíu og síðar hjá samtökunum Paws4People sem sérhæfa sig í að þjálfa hunda sem aðstoða fólk. Til dæmis blindrahunda og kvíðahunda. GRAYSON er margt til lista lagt. Hún getur til dæmis kveikt ljósin, opnað og lokað dyrum og ísskápum. Sigurður Rúnar segir þetta gefast afar vel og að börnin njóti þess ap heimsækja GRAYSON. Sigurður Rúnar og GRAYSON að störfumMynd/University of North Carolina„Þetta hefur virkað alveg súper vel,“ segir hann. „Allir krakkar eru alveg súper ánægðir með þetta. einstaka krakkar eru hrædd við hunda eða varkár gagnvart þeim. Þá sleppum við bara að hafa hundinn eða, af því að þetta er svo vel upp alinn hundur, að þau ná að takast á við sinn ótta við hunda.“ Það eru ekki bara krakkarnir sem umgangast GRAYSON en margir fullorðnir biðja um það einnig. Hann mælir með því að fleiri tannlæknastofur skoði þann möguleika að ráða hunda á stofuna. „Þetta er gagnlegt fyrir börnin sem eru að fara til tannlæknis og fullorðna líka,“ segir Sigurður. „Þetta er í raun og veru alger sólskyn inn á tannlæknastofuna alla. Allir eru svo miklu glaðari og ánægðari fyrir vikið“
Bandaríkin Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira