Óð út í tveggja gráðu sjó til að bjarga björgunarhundi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2018 14:00 Björk og Tinna eru báðar virkar í björgunarsveit. Mynd/Björk Ingvarsdóttir Óhætt er að segja að reynsla Bjarkar Ingvarsdóttur úr björgunarsveitum hafi komið sér vel þegar tveggja ára tíkin hennar Tinna lenti óvænt í hremmingum skammt undan ströndum Hólmavíkur í gær. Björk hefur átt labrador tíkina Tinnu síðan í mars og ætluðu þær stölllur í örstuttan göngutúr seinni part dags í gær. „Tinna er mjög virk týpa og framkvæmir svolítið áður en hún hugsar,“ segir Björk í samtali við Vísi. Tinna hafi þannig hlaupið beinustu leið út í sjó og synt á eftir fuglum sem flugu í burtu. Þegar hún var á leið í land sér hún netahring sem flýtur í yfirborðinu og er fastur í botninn.Mynd/Björk Ingvarsdóttir„Hún sér þetta og syndir á fleygiferð að þessu og svo sé ég þegar hún er komin með þetta í munninn og er að synda af stað þá er hún með hann upp í sér og hann hvolfir yfir hana. Hún er föst með hringinn í munninum og aftur fyrir eyru, svona eins og hestur með beisli.“ Björk segist þó ekki hafa séð strax að Tinna hafi verið föst. „Ég reyni að kalla á hana og hún kemur náttúrulega ekkert. Ég veit að hún er ofsalega þrjósk og ákveðin, sérstaklega þegar kemur að því að sækja eitthvað þannig ég bíð þangað til hún verður þreytt og sleppir þessu.“Ætlaði ekki að gefast upp Tinna hafði verið um tíu mínútur ofan í þegar Tinna veður á eftir henni. Þangað til hafði mikill gusugangur verið í Tinnu en þá hætti það. Þá hafi Björk áttað sig á því að ekki væri allt með felldu. „Þá ákveð ég að fara þarna út í, er samt að reyna að kalla á hana, athuga hvort hún vilji ekki slappa þessu. Svo þegar ég er komin svolítið nær þá sé ég að hún hefði aldrei getað losað sig. Þá er þetta alveg fast í munninum og aftur fyrir hnakkann. Ég fer að vaða svona upp að handarkrikum svo náði ég aðeins spyrnu í botninn þegar ég var að ná þessu upp af hausnum á henni. Svo missi ég jafnvægið og þá þarf að synda til baka.“ Tinna hafi þó ekki verið tilbúin að gefast upp alveg strax og þegar hún losnaði ætlaði hún rakleiðis að hringnum aftur til að reyna að ná honum í land. „Ég þurfti hálfpartinn að reka hana upp úr. Svo var hún rosa þreytt og er enn þá. Það er búið að fara mjög lítið fyrir henni, þetta tók svolítið á hana.“Hugsaði sig ekki tvisvar um Systir Bjarkar sendi myndband af frækinni björgun hennar á ritstjórn Vísis og þá hefur myndbandinu einnig verið deilt á hópnum Hundasamfélaginu sem er afar virkt samfélag hundaeigenda á Íslandi. Björk segist þó ekki hafa haft mikinn tíma til að spá í viðbrögðum sem myndbandið hefur fengið enda móðir ungra tvíbura, fyrir utan að henni fannst alveg sjálfsagt að vaða út í eftir Tinnu þrátt fyrir að sjórinn hafi verið tveggja gráðu heitur. „Ég hugsaði mig ekkert tvisvar um að bjarga henni ég ætlaði ekki að horfa á hana drukkna þarna fyrir framan mig,“ segir Björk. „Ég fann alveg að þetta var kalt en þegar ég sneri við þá var bara orðið hlýtt. En ég hefði ekki verið til í að vera neitt lengur þarna.“ Hún segist þó meðvituð um hætturnar sem fylgi því að vaða sjó í desember. „Ég bara gerði þetta og það var ekkert mál þannig. Það er ákveðin áhætta sem maður tekur að vaða út í sjó og synda á þessum árstíma. Átta mig á því, er sjálf í björgunarsveit,“ segir hún. „Ég hugsaði kannski ekki mjög mikið og kannski ekki nógu mikið heldur því maður getur ofkælst ansi fljótt en þetta slapp rosa vel og mér fannst ég allavega aldrei vera í neinni hættu, ekki jafn mikilli hættu og hún.“Tinna er þreytt eftir átök gærdagsins en annars hress, að sögn Bjarkar.Mynd/Björk IngvarsdóttirEfnilegur björgunarhundur Björk tekur virkan þátt í starfi björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík og svo vill til að Tinna er sjálf í björgunarsveit og er að stíga sín fyrstu skref sem björgunarhundur. Björk er menntaður hundaþjálfari og rekur ásamt vinkonu sinni hundaskólann Trygg og hefur áður verið með hunda í björgunarsveit. „Hún er mjög efnileg í því, sýnir mjög flotta takta.“ „Ég var með hana í sumar í víðvagnsleit og svo ætla ég að byrja, ef það kemur einhvern tímann einhver snjór þá ætlum við að æfa okkur í snjóflóðaleitum. En hún er nýbyrjuð.“ Björk segir að Tinna virðist vera hin brattasta, þó hún sé þreytt eftir átökin. „Hún verður örugglega bara orðin mjög góð seinni partinn.“ Dýr Strandabyggð Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Óhætt er að segja að reynsla Bjarkar Ingvarsdóttur úr björgunarsveitum hafi komið sér vel þegar tveggja ára tíkin hennar Tinna lenti óvænt í hremmingum skammt undan ströndum Hólmavíkur í gær. Björk hefur átt labrador tíkina Tinnu síðan í mars og ætluðu þær stölllur í örstuttan göngutúr seinni part dags í gær. „Tinna er mjög virk týpa og framkvæmir svolítið áður en hún hugsar,“ segir Björk í samtali við Vísi. Tinna hafi þannig hlaupið beinustu leið út í sjó og synt á eftir fuglum sem flugu í burtu. Þegar hún var á leið í land sér hún netahring sem flýtur í yfirborðinu og er fastur í botninn.Mynd/Björk Ingvarsdóttir„Hún sér þetta og syndir á fleygiferð að þessu og svo sé ég þegar hún er komin með þetta í munninn og er að synda af stað þá er hún með hann upp í sér og hann hvolfir yfir hana. Hún er föst með hringinn í munninum og aftur fyrir eyru, svona eins og hestur með beisli.“ Björk segist þó ekki hafa séð strax að Tinna hafi verið föst. „Ég reyni að kalla á hana og hún kemur náttúrulega ekkert. Ég veit að hún er ofsalega þrjósk og ákveðin, sérstaklega þegar kemur að því að sækja eitthvað þannig ég bíð þangað til hún verður þreytt og sleppir þessu.“Ætlaði ekki að gefast upp Tinna hafði verið um tíu mínútur ofan í þegar Tinna veður á eftir henni. Þangað til hafði mikill gusugangur verið í Tinnu en þá hætti það. Þá hafi Björk áttað sig á því að ekki væri allt með felldu. „Þá ákveð ég að fara þarna út í, er samt að reyna að kalla á hana, athuga hvort hún vilji ekki slappa þessu. Svo þegar ég er komin svolítið nær þá sé ég að hún hefði aldrei getað losað sig. Þá er þetta alveg fast í munninum og aftur fyrir hnakkann. Ég fer að vaða svona upp að handarkrikum svo náði ég aðeins spyrnu í botninn þegar ég var að ná þessu upp af hausnum á henni. Svo missi ég jafnvægið og þá þarf að synda til baka.“ Tinna hafi þó ekki verið tilbúin að gefast upp alveg strax og þegar hún losnaði ætlaði hún rakleiðis að hringnum aftur til að reyna að ná honum í land. „Ég þurfti hálfpartinn að reka hana upp úr. Svo var hún rosa þreytt og er enn þá. Það er búið að fara mjög lítið fyrir henni, þetta tók svolítið á hana.“Hugsaði sig ekki tvisvar um Systir Bjarkar sendi myndband af frækinni björgun hennar á ritstjórn Vísis og þá hefur myndbandinu einnig verið deilt á hópnum Hundasamfélaginu sem er afar virkt samfélag hundaeigenda á Íslandi. Björk segist þó ekki hafa haft mikinn tíma til að spá í viðbrögðum sem myndbandið hefur fengið enda móðir ungra tvíbura, fyrir utan að henni fannst alveg sjálfsagt að vaða út í eftir Tinnu þrátt fyrir að sjórinn hafi verið tveggja gráðu heitur. „Ég hugsaði mig ekkert tvisvar um að bjarga henni ég ætlaði ekki að horfa á hana drukkna þarna fyrir framan mig,“ segir Björk. „Ég fann alveg að þetta var kalt en þegar ég sneri við þá var bara orðið hlýtt. En ég hefði ekki verið til í að vera neitt lengur þarna.“ Hún segist þó meðvituð um hætturnar sem fylgi því að vaða sjó í desember. „Ég bara gerði þetta og það var ekkert mál þannig. Það er ákveðin áhætta sem maður tekur að vaða út í sjó og synda á þessum árstíma. Átta mig á því, er sjálf í björgunarsveit,“ segir hún. „Ég hugsaði kannski ekki mjög mikið og kannski ekki nógu mikið heldur því maður getur ofkælst ansi fljótt en þetta slapp rosa vel og mér fannst ég allavega aldrei vera í neinni hættu, ekki jafn mikilli hættu og hún.“Tinna er þreytt eftir átök gærdagsins en annars hress, að sögn Bjarkar.Mynd/Björk IngvarsdóttirEfnilegur björgunarhundur Björk tekur virkan þátt í starfi björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík og svo vill til að Tinna er sjálf í björgunarsveit og er að stíga sín fyrstu skref sem björgunarhundur. Björk er menntaður hundaþjálfari og rekur ásamt vinkonu sinni hundaskólann Trygg og hefur áður verið með hunda í björgunarsveit. „Hún er mjög efnileg í því, sýnir mjög flotta takta.“ „Ég var með hana í sumar í víðvagnsleit og svo ætla ég að byrja, ef það kemur einhvern tímann einhver snjór þá ætlum við að æfa okkur í snjóflóðaleitum. En hún er nýbyrjuð.“ Björk segir að Tinna virðist vera hin brattasta, þó hún sé þreytt eftir átökin. „Hún verður örugglega bara orðin mjög góð seinni partinn.“
Dýr Strandabyggð Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira