Streita er kamelljón Hildur Eir Bolladóttir skrifar 13. desember 2018 07:00 Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar hugvekju um streitu: Streita er kamelljón, það sem við oft teljum vera streitu er ekki endilega streita og það sem við sjáum ekki sem streitu er einmitt oft versta streitan. Okkur hættir til í umræðunni að einfalda hluti, sama um hvað ræðir. Þannig höfum við í gegnum tíðina tengt streitu og kulnun fyrst og síðast við of mikið vinnuálag, það þýðir að þegar fólk finnur til ofþreytu í þjóðfélagi vinnudýrkunar eins og á Íslandi, þorir það síður að hafa orð á líðan sinni af ótta við að vera kannski ekki treyst fyrir verkefnum eða jafnvel ekki ráðið til annarra starfa. Við búum í litlu samfélagi sem gerir orðspor okkar mjög hávært. Ef ég tala bara út frá sjálfri mér sem gegni nokkuð krefjandi starfi þar sem ég þarf að gefa mikið af sjálfri mér og setja einbeitingu og orku í aðrar manneskjur hvern einasta dag myndi ég hiklaust segja að sú streita sem ég hef persónulega upplifað helst í gegnum árin sé tilfinningaleg streita en ekki streita tengd of miklu vinnuálagi. Auðvitað var maður oft undir álagi í upphafi vega þegar allt var nýtt og framandi í prestsskapnum en með aukinni reynslu hafa verkin reynst manni léttari. Þess vegna segi ég það, vegna þess að ég þekki streitu eins og eflaust allir gera, að sú streita sem hefði kannski helst getað leitt mig til kulnunar er streita tengd til dæmis eigin heilsu, samskiptum innan stórfjölskyldu, hjónabandi, áfengisneyslu og djúpstæðum ótta við að vera ekki nóg. Ótta við að vera ekki nógu klár, ekki nógu gefandi, ekki nógu framúrskarandi manneskja, ekki nógu góð manneskja. Þess vegna vil ég benda á hættuna við það að einfalda orsakir streitu vegna þess að þær eru svo margþættar og oft djúpstæðar og þess vegna er svo mikilvægt að leita eftir góðu samtali, góðum spegli til að skoða hvað það er sem veldur okkur raunverulega streitu og er jafnvel á góðri leið með að gera okkur örmagna. Farðu fallega með þig því eftir þinn dag kemur aldrei neinn eins og þú inn í þetta líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar hugvekju um streitu: Streita er kamelljón, það sem við oft teljum vera streitu er ekki endilega streita og það sem við sjáum ekki sem streitu er einmitt oft versta streitan. Okkur hættir til í umræðunni að einfalda hluti, sama um hvað ræðir. Þannig höfum við í gegnum tíðina tengt streitu og kulnun fyrst og síðast við of mikið vinnuálag, það þýðir að þegar fólk finnur til ofþreytu í þjóðfélagi vinnudýrkunar eins og á Íslandi, þorir það síður að hafa orð á líðan sinni af ótta við að vera kannski ekki treyst fyrir verkefnum eða jafnvel ekki ráðið til annarra starfa. Við búum í litlu samfélagi sem gerir orðspor okkar mjög hávært. Ef ég tala bara út frá sjálfri mér sem gegni nokkuð krefjandi starfi þar sem ég þarf að gefa mikið af sjálfri mér og setja einbeitingu og orku í aðrar manneskjur hvern einasta dag myndi ég hiklaust segja að sú streita sem ég hef persónulega upplifað helst í gegnum árin sé tilfinningaleg streita en ekki streita tengd of miklu vinnuálagi. Auðvitað var maður oft undir álagi í upphafi vega þegar allt var nýtt og framandi í prestsskapnum en með aukinni reynslu hafa verkin reynst manni léttari. Þess vegna segi ég það, vegna þess að ég þekki streitu eins og eflaust allir gera, að sú streita sem hefði kannski helst getað leitt mig til kulnunar er streita tengd til dæmis eigin heilsu, samskiptum innan stórfjölskyldu, hjónabandi, áfengisneyslu og djúpstæðum ótta við að vera ekki nóg. Ótta við að vera ekki nógu klár, ekki nógu gefandi, ekki nógu framúrskarandi manneskja, ekki nógu góð manneskja. Þess vegna vil ég benda á hættuna við það að einfalda orsakir streitu vegna þess að þær eru svo margþættar og oft djúpstæðar og þess vegna er svo mikilvægt að leita eftir góðu samtali, góðum spegli til að skoða hvað það er sem veldur okkur raunverulega streitu og er jafnvel á góðri leið með að gera okkur örmagna. Farðu fallega með þig því eftir þinn dag kemur aldrei neinn eins og þú inn í þetta líf.
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar