Hjálpum heimilislausum Vörður Leví Traustason skrifar 11. desember 2018 08:00 Heimilislausum og utangarðsfólki hefur fjölgað um 95% á höfuðborgarsvæðinu frá 2012. Ástandið sem hefur ríkt í málefnum þeirra hefur verið skelfilegt. Á sínum tíma var á vegum Hjálpræðishersins opið dagsetur fyrir utangarðsfólk á Eyjaslóð. Rekstri þess var hætt í lok ágúst 2015 þegar leigusamningi var sagt upp og húsnæðið var tekið til annarra nota. Í dag er Kaffistofa Samhjálpar opin á daginn fyrir einstaklinga sem búa við fátækt til að seðja hungur sitt og í Vin á Hverfisgötu hafa einstaklingar sótt sem treysta sér til að fara að húsreglum. Næturskýli Reykjavíkurborgar eru lokuð milli 10 og 17 og ekki nægilega mörg gistipláss til að mæta þörf yfir nóttina. Reykjavíkurborg hefur kynnt tillögur til að bregðast við þessari stöðu. Ætlunin er að staðsetja 25 smáhýsi fyrir heimilislausa víðs vegar í borginni og láta Félagsbústaði hafa meiri fjármuni til að byggja fleiri leiguíbúðir. Auk þess er ætlunin að koma á fót nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík, sk. neyslurými í samstarfi við Rauða krossinn og ríkið. Allt skiptir máli til að takast á við þennan mikla vanda en meira verður að koma til. Fyrr á árinu voru samþykktar tillögur Velferðarvaktarinnar um bættar aðstæður utangarðsfólks. Þar var talið mikilvægast að koma upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk sem verði opin allan daginn. Þar væri snyrtiaðstaða og sturtur, matur, fataúthlutun, hvíldaraðstaða, virkni og launuð verkefni, félagsráðgjöf og heilbrigðisþjónusta. Æskilegt væri að dagdvöl yrði ekki langt frá Gistiskýlinu og Konukoti. Velferðarvaktin lagði einnig áherslu á að bæta aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Koma þyrfti á fót fleiri áfangaheimilum þar sem stutt yrði við utangarðsfólk. Einnig þyrfti að tryggja aðgengi að öruggu húsnæði til lengri tíma. Útvega þyrfti atvinnutækifæri þ.e. lágþröskuldsvinnu (low threshold work) sem gæti hentað utangarðsfólki. Að lokum væri mikilvægt að stofnaður yrði formlegur starfshópur af heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem unnið yrði að ofangreindum aðgerðum í samstarfi við frjáls félagasamtök sem sinna málefnum utangarðsfólks. Veturinn er genginn í garð, Esjan hvítnar og norðanáttin blæs ísköldum vindstrengjum yfir borgina. Mikill kvíði er meðal fólks sem veit ekki hvar sinn næsti næturstaður verður. Nú verða allir að vera tilbúnir til að vinna saman að lausn þessa brýna vanda og lýsir Samhjálp sig tilbúna til samstarfs við alla þá sem vilja gera betur og hætta að horfa í aðra átt þegar þeir mæta hinum mikla vanda sem utangarðsfólk á við að etja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Heimilislausum og utangarðsfólki hefur fjölgað um 95% á höfuðborgarsvæðinu frá 2012. Ástandið sem hefur ríkt í málefnum þeirra hefur verið skelfilegt. Á sínum tíma var á vegum Hjálpræðishersins opið dagsetur fyrir utangarðsfólk á Eyjaslóð. Rekstri þess var hætt í lok ágúst 2015 þegar leigusamningi var sagt upp og húsnæðið var tekið til annarra nota. Í dag er Kaffistofa Samhjálpar opin á daginn fyrir einstaklinga sem búa við fátækt til að seðja hungur sitt og í Vin á Hverfisgötu hafa einstaklingar sótt sem treysta sér til að fara að húsreglum. Næturskýli Reykjavíkurborgar eru lokuð milli 10 og 17 og ekki nægilega mörg gistipláss til að mæta þörf yfir nóttina. Reykjavíkurborg hefur kynnt tillögur til að bregðast við þessari stöðu. Ætlunin er að staðsetja 25 smáhýsi fyrir heimilislausa víðs vegar í borginni og láta Félagsbústaði hafa meiri fjármuni til að byggja fleiri leiguíbúðir. Auk þess er ætlunin að koma á fót nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík, sk. neyslurými í samstarfi við Rauða krossinn og ríkið. Allt skiptir máli til að takast á við þennan mikla vanda en meira verður að koma til. Fyrr á árinu voru samþykktar tillögur Velferðarvaktarinnar um bættar aðstæður utangarðsfólks. Þar var talið mikilvægast að koma upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk sem verði opin allan daginn. Þar væri snyrtiaðstaða og sturtur, matur, fataúthlutun, hvíldaraðstaða, virkni og launuð verkefni, félagsráðgjöf og heilbrigðisþjónusta. Æskilegt væri að dagdvöl yrði ekki langt frá Gistiskýlinu og Konukoti. Velferðarvaktin lagði einnig áherslu á að bæta aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Koma þyrfti á fót fleiri áfangaheimilum þar sem stutt yrði við utangarðsfólk. Einnig þyrfti að tryggja aðgengi að öruggu húsnæði til lengri tíma. Útvega þyrfti atvinnutækifæri þ.e. lágþröskuldsvinnu (low threshold work) sem gæti hentað utangarðsfólki. Að lokum væri mikilvægt að stofnaður yrði formlegur starfshópur af heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem unnið yrði að ofangreindum aðgerðum í samstarfi við frjáls félagasamtök sem sinna málefnum utangarðsfólks. Veturinn er genginn í garð, Esjan hvítnar og norðanáttin blæs ísköldum vindstrengjum yfir borgina. Mikill kvíði er meðal fólks sem veit ekki hvar sinn næsti næturstaður verður. Nú verða allir að vera tilbúnir til að vinna saman að lausn þessa brýna vanda og lýsir Samhjálp sig tilbúna til samstarfs við alla þá sem vilja gera betur og hætta að horfa í aðra átt þegar þeir mæta hinum mikla vanda sem utangarðsfólk á við að etja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar