Ofbýður framkoma í garð Dags Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 18:43 Jón Gnarr furðar sig á umræðunni í kringum Braggamálið. Vísir/Stefán Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. Í færslunni segir Jón að það sé algengt að opinberar framkvæmdir fari fram úr áætlun og hann sjái ekki tilganginn í því að ráðast að Degi vegna þess. „Ég spyr mig daglega hver sé eiginlega tilgangurinn með svona upphlaupi eða aðför eða hvern andskotann maður á að kalla svona. Daglega birtast nú fyrirsagnir, í hreinlega öllum fjölmiðlum, að einhver segi að honum finnist að Dagur eigi að segja af sér út af þessu,“ skrifar Jón í færslunni og bætir við það sé löngu ljóst að allt þetta fólk eigi sér enga ósk heitari en að hann segi af sér. Hann segir framúrkeyslu framkvæmda ekki vera vegna spillingar eða vanhæfni, það sé einfaldlega kerfislægur vandi vegna lélegs regluverk sem bjóði upp á slíkt „klúður“. Það sé því ekki við Dag persónulega að sakast. Gagnrýnir tvískinnung Vigdísar Þá skýtur Jón föstum skotum að Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins sem krafðist afsagnar borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni nú á dögunum. Hann bendir á að hún hafi ekki enn svarað því hvort formaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þrír aðrir samflokksmenn hennar ættu að segja af sér vegna upptakanna á Klaustur bar. „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í hvað henni finnst? Hún er t.d. ekki enn búin að svara því hvort formaðurinn hennar og þrír aðrir meðlimir flokks hennar eigi að segja af sér þingmennsku út af yfirgengilegu fylleríis-rugli.“„Enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá“ Jón segist ekki hafa lesið skýrsluna en hann þekki kerfið af eigin raun og flesta þá sem starfa innan þess. Hvorki Dagur né Hrólfur séu vondir, spilltir eða heimskir heldur sé kerfið einfaldlega svona uppbyggt og þeir sem skilji það ekki hafi annað hvort ekki kynnt sér málið eða hreinlega þykjist ekki skilja til þess að koma sínu á framfæri. „Munum það að það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá. Það má hafa allskonar við þetta allt að athuga en það réttlætir ekki miskunnarleysi,“ skrifar Jón og á þar við ummæli vegna veikinda borgarstjóra sem þurfti að fara í veikindaleyfi vegna alvarlegrar sýkingar í kviðarholi.Í kjölfar sýkingarinnar greindist Dagur með fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Fréttablaðið/Anton BrinkJón segir helstu ástæðuna fyrir því að Dagur hafi ekki getað svarað fyrir málið sé vegna sjúkdómsins. Hann sé nýkominn úr veikindaleyfi og furðar sig á því að í fyrsta viðtali Dags eftir veikindaleyfi var ekki minnst á umrædd veikindi. „Í korters löngu Kastljós viðtali, sem er fyrsta viðtalið við borgarstjóra í langan tíma er ekki vikið einu orði að veikindum hans. Á öllum sviðum samfélagsins er það þetta sem skiptir mestu máli og ef fólk er að ganga í gegnum veikindi þá á það rétt á stuðningi og umhyggju annarra.“ Jón segir ekkert réttlæta það að láta eins og veikt fólk sé ekki veikt, sama þó það starfi í stjórnmálum. Þá segir hann „landlægan ruddaskap“ og „villimennsku“ vera helstu ástæðuna fyrir því að fólk sé tregt til að skipta sér af stjórnmálum, og að eina fólkið sem virðist þrífast þar séu „fárveikir alkóhólistar“. „Annars óska ég öllum gleðilegra jóla og vona að við getum fengið heilbrigðari stjórnmál og aðeins uppbyggilegri umræðu á nýju ári,“ skrifar Jón að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. Í færslunni segir Jón að það sé algengt að opinberar framkvæmdir fari fram úr áætlun og hann sjái ekki tilganginn í því að ráðast að Degi vegna þess. „Ég spyr mig daglega hver sé eiginlega tilgangurinn með svona upphlaupi eða aðför eða hvern andskotann maður á að kalla svona. Daglega birtast nú fyrirsagnir, í hreinlega öllum fjölmiðlum, að einhver segi að honum finnist að Dagur eigi að segja af sér út af þessu,“ skrifar Jón í færslunni og bætir við það sé löngu ljóst að allt þetta fólk eigi sér enga ósk heitari en að hann segi af sér. Hann segir framúrkeyslu framkvæmda ekki vera vegna spillingar eða vanhæfni, það sé einfaldlega kerfislægur vandi vegna lélegs regluverk sem bjóði upp á slíkt „klúður“. Það sé því ekki við Dag persónulega að sakast. Gagnrýnir tvískinnung Vigdísar Þá skýtur Jón föstum skotum að Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins sem krafðist afsagnar borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni nú á dögunum. Hann bendir á að hún hafi ekki enn svarað því hvort formaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þrír aðrir samflokksmenn hennar ættu að segja af sér vegna upptakanna á Klaustur bar. „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í hvað henni finnst? Hún er t.d. ekki enn búin að svara því hvort formaðurinn hennar og þrír aðrir meðlimir flokks hennar eigi að segja af sér þingmennsku út af yfirgengilegu fylleríis-rugli.“„Enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá“ Jón segist ekki hafa lesið skýrsluna en hann þekki kerfið af eigin raun og flesta þá sem starfa innan þess. Hvorki Dagur né Hrólfur séu vondir, spilltir eða heimskir heldur sé kerfið einfaldlega svona uppbyggt og þeir sem skilji það ekki hafi annað hvort ekki kynnt sér málið eða hreinlega þykjist ekki skilja til þess að koma sínu á framfæri. „Munum það að það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá. Það má hafa allskonar við þetta allt að athuga en það réttlætir ekki miskunnarleysi,“ skrifar Jón og á þar við ummæli vegna veikinda borgarstjóra sem þurfti að fara í veikindaleyfi vegna alvarlegrar sýkingar í kviðarholi.Í kjölfar sýkingarinnar greindist Dagur með fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Fréttablaðið/Anton BrinkJón segir helstu ástæðuna fyrir því að Dagur hafi ekki getað svarað fyrir málið sé vegna sjúkdómsins. Hann sé nýkominn úr veikindaleyfi og furðar sig á því að í fyrsta viðtali Dags eftir veikindaleyfi var ekki minnst á umrædd veikindi. „Í korters löngu Kastljós viðtali, sem er fyrsta viðtalið við borgarstjóra í langan tíma er ekki vikið einu orði að veikindum hans. Á öllum sviðum samfélagsins er það þetta sem skiptir mestu máli og ef fólk er að ganga í gegnum veikindi þá á það rétt á stuðningi og umhyggju annarra.“ Jón segir ekkert réttlæta það að láta eins og veikt fólk sé ekki veikt, sama þó það starfi í stjórnmálum. Þá segir hann „landlægan ruddaskap“ og „villimennsku“ vera helstu ástæðuna fyrir því að fólk sé tregt til að skipta sér af stjórnmálum, og að eina fólkið sem virðist þrífast þar séu „fárveikir alkóhólistar“. „Annars óska ég öllum gleðilegra jóla og vona að við getum fengið heilbrigðari stjórnmál og aðeins uppbyggilegri umræðu á nýju ári,“ skrifar Jón að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira