Að taka afstöðu með náttúrunni Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 15. janúar 2019 07:00 Í grein í Fréttablaðinu sem birtist þann 9. janúar eftir Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfismálaráðherra fer hann yfir þau málefni sem að hans mati eru efst á baugi á nýju ári. Nefnir hann þar sérstaklega friðlýsingar, stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og gegn plastmengun. Þetta eru þörf og góð mál og almenn sátt er um þau, þó mörgum þyki meira sagt en gert. Það sem vekur athygli er að umhverfismálaráðherra sér ekki ástæðu til þess að nefna stærstu ógnina sem nú steðjar að íslenskri náttúru og lífríki hennar: stóriðjulaxeldi í opnum sjókvíum með frjóan norskan lax. Þögn og afstöðuleysi ráðherrans til sjókvíaeldis er hrópandi, líkist afneitun eða flótta. Sjókvíaeldið hefur stóraukist á undanförnum árum og áætlanir um risaaukningu í undirbúningi. Erfðanefnd landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að eldi á frjóum laxi í sjókvíum geti valdið óafturkræfum breytingum á erfðasamsetningu íslenskra laxastofna og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa. Þrátt fyrir fögur fyrirheit, þá verða mannleg mistök og sjókvíarnar þola illa íslenskar aðstæður, eldislax sleppur og gengur upp í laxveiðiár nær og fjær frá kvíunum og veldur erfðablöndun við íslenskan villtan lax. Þá hefur eiturefnum verið sleppt í kvíarnar til að drepa lúsina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir viðkvæmt lífríki fjarðanna. Svar sjókvíaeldisins er að horfast ekki í augu við þau umhverfisvandamál sem eldinu fylgja heldur halda blákalt fram að eldið sé umhverfisvænt. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi og nær allar breytingarnar miða að því að auðvelda starfsemi og vöxt laxeldis í opnum sjókvíum. Í lögunum er dregið úr bæði kröfum til eldisins og vægi vísindalegrar ráðgjafar og áhættumats Hafrannsóknastofnunar. Laxeldi í opnum sjókvíum er gömul og úrelt aðferð og hefur valdið miklum skaða á skömmum tíma eins og reynslan staðfestir alls staðar þar sem það er stundað. Erlendis hafa þegar verið þróaðar nýjar og umhverfisvænni aðferðir, en á sama tíma erum við á Íslandi að festa úreltar aðferðir í sessi og draga úr nauðsynlegu aðhaldi. Lög um fiskeldi þarf að endurskoða frá grunni og marka þá stefnu að hérlendis verði umhverfisvænt landeldi eða eldi í lokuðum kvíum með geldan lax. Miklar vonir voru bundnar við nýjan umhverfisráðherra sem kallaður var til þjónustu í ríkisstjórn úr samtökum náttúruverndar, þar sem hann hafði orð á sér fyrir málafylgju í þágu umhverfis og náttúruverndar. Afstaða og framganga Guðmundar Inga umhverfisráðherra varðandi opna sjókvíaeldið er því prófsteinn á trúverðugleika hans eða hvort pólitísku eftirmælin verði að á hans vakt hafi villta laxastofninum verið fórnað fyrir norskt fiskeldi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu sem birtist þann 9. janúar eftir Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfismálaráðherra fer hann yfir þau málefni sem að hans mati eru efst á baugi á nýju ári. Nefnir hann þar sérstaklega friðlýsingar, stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og gegn plastmengun. Þetta eru þörf og góð mál og almenn sátt er um þau, þó mörgum þyki meira sagt en gert. Það sem vekur athygli er að umhverfismálaráðherra sér ekki ástæðu til þess að nefna stærstu ógnina sem nú steðjar að íslenskri náttúru og lífríki hennar: stóriðjulaxeldi í opnum sjókvíum með frjóan norskan lax. Þögn og afstöðuleysi ráðherrans til sjókvíaeldis er hrópandi, líkist afneitun eða flótta. Sjókvíaeldið hefur stóraukist á undanförnum árum og áætlanir um risaaukningu í undirbúningi. Erfðanefnd landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að eldi á frjóum laxi í sjókvíum geti valdið óafturkræfum breytingum á erfðasamsetningu íslenskra laxastofna og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa. Þrátt fyrir fögur fyrirheit, þá verða mannleg mistök og sjókvíarnar þola illa íslenskar aðstæður, eldislax sleppur og gengur upp í laxveiðiár nær og fjær frá kvíunum og veldur erfðablöndun við íslenskan villtan lax. Þá hefur eiturefnum verið sleppt í kvíarnar til að drepa lúsina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir viðkvæmt lífríki fjarðanna. Svar sjókvíaeldisins er að horfast ekki í augu við þau umhverfisvandamál sem eldinu fylgja heldur halda blákalt fram að eldið sé umhverfisvænt. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi og nær allar breytingarnar miða að því að auðvelda starfsemi og vöxt laxeldis í opnum sjókvíum. Í lögunum er dregið úr bæði kröfum til eldisins og vægi vísindalegrar ráðgjafar og áhættumats Hafrannsóknastofnunar. Laxeldi í opnum sjókvíum er gömul og úrelt aðferð og hefur valdið miklum skaða á skömmum tíma eins og reynslan staðfestir alls staðar þar sem það er stundað. Erlendis hafa þegar verið þróaðar nýjar og umhverfisvænni aðferðir, en á sama tíma erum við á Íslandi að festa úreltar aðferðir í sessi og draga úr nauðsynlegu aðhaldi. Lög um fiskeldi þarf að endurskoða frá grunni og marka þá stefnu að hérlendis verði umhverfisvænt landeldi eða eldi í lokuðum kvíum með geldan lax. Miklar vonir voru bundnar við nýjan umhverfisráðherra sem kallaður var til þjónustu í ríkisstjórn úr samtökum náttúruverndar, þar sem hann hafði orð á sér fyrir málafylgju í þágu umhverfis og náttúruverndar. Afstaða og framganga Guðmundar Inga umhverfisráðherra varðandi opna sjókvíaeldið er því prófsteinn á trúverðugleika hans eða hvort pólitísku eftirmælin verði að á hans vakt hafi villta laxastofninum verið fórnað fyrir norskt fiskeldi á Íslandi.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun