Trump er víða Hörður Ægisson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Fjármálamarkaðir hafa ekki farið varhluta af yfirstandandi kjaraviðræðum. Fjárfestar eru búnir að verðleggja flesta eignaflokka á markaði í samræmi við svartsýnustu spár. Það kemur ekki til að ástæðulausu. Kröfur stærstu verkalýðsfélaganna, ásamt sífellt herskárri yfirlýsingum, gefa ekki tilefni til bjartsýni um að sátt náist á vinnumarkaði. Íslensk heimili bera kostnaðinn af þessu óvissuástandi sem hefur átt stóran þátt í veikingu krónunnar. Verðbólguvæntingar hafa verið á uppleið og vextir innlánsstofnana því hækkað skarpt á skömmum tíma. Heimilin óttast, eðlilega, að tímabil verðstöðugleika sé nú á enda og hafa í stórum stíl brugðist við með því að skuldbreyta verðtryggðum lánum sínum yfir í óverðtryggð. Þjóðarbúið í heild stendur á sterkum grunni en staðan í hagkerfinu er samt brothætt. Þetta birtist hvað skýrast í væntingum stjórnenda sem hafa þróast hratt til hins verra á fáum mánuðum og hafa nú sjaldan mælst lægri. Fréttir af gjaldþrotum rótgróinna fyrirtækja og miklar fjöldauppsagnir á nýliðnu ári, þær flestu frá 2009, eru vísbending um það sem koma skal. Launakostnaður fyrirtækja, mældur í evrum, hefur aukist um tugi prósenta frá 2015 á meðan hækkunin í okkar helstu samkeppnisríkjum nemur örfáum prósentum. Þetta er ekki sjálfbær staða og eitthvað hlýtur að gefa eftir. Staðreyndin er sú, ólíkt þeim blekkingum sem er haldið á lofti af þeim sem vilja rugla umræðuna, að verðmætaaukning undanfarinna ára hefur að stórum hluta farið til launþega, minna til atvinnurekenda. Hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins er enda hvergi hærra en á Íslandi á meðal OECD-ríkjanna. Ef íslenska samningslíkanið væri í líkingu við hið norræna þá myndu kjaraviðræður taka mið af þessum efnahagslega veruleika. Áhersla yrði lögð á að verja þann mikla árangur sem áunnist hefur, með áherslu á stöðugleika og þannig skapa forsendur fyrir lægri vöxtum, og að semja um hóflegar launahækkanir. Svo er hins vegar ekki. Kröfugerð verkalýðsfélaganna – sem felur í sér, svo fátt eitt sé nefnt, tugprósenta launahækkanir, styttri vinnuviku án launaskerðingar, afnám verðtryggingar og breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans – er með þeim hætti að ómögulegt er að sjá hvernig hún getur verið grundvöllur að viðræðum um raunhæfa kjarasamninga. Við aðrar aðstæður, þar sem í forystu stéttarfélaganna væri fólk með skynbragð á samningatækni og samhengi hlutanna, væri við því að búast að báðir aðilar við samningaborðið myndu gefa eftir af kröfum sínum. Raunveruleikinn er annar. Ekki er hægt að skilja yfirlýsingar VR og Eflingar öðruvísi en að flestar kröfur þeirra séu ófrávíkjanlegar. Það er aðeins tímaspursmál hvenær stéttarfélögin slíta þeim viðræðum sem nú eru á borði sáttasemjara og fara fram á verkfallsheimild. Sú niðurstaða hefur legið lengi fyrir. Formenn félaganna skeyta ekkert um efnahagslegar staðreyndir heldur spila á tilfinningar fólks. Trump er nefnilega víða. Leiðarljósið er ekki endilega að ná samningum heldur er markmiðið sem slíkt stéttastríð. Þá koma digrir sjóðir Eflingar og VR – samtals um 24 milljarðar – að góðum notum til að standa undir verkföllum og átökum í pólitískum tilgangi. Eru félagsmenn VR, sem telja um 30 þúsund og eru að meðaltali með um 700 þúsund í heildarlaun, reiðubúnir að fylgja formanni sínum í fráleitar verkfallsaðgerðir? Um það má vonandi efast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjármálamarkaðir hafa ekki farið varhluta af yfirstandandi kjaraviðræðum. Fjárfestar eru búnir að verðleggja flesta eignaflokka á markaði í samræmi við svartsýnustu spár. Það kemur ekki til að ástæðulausu. Kröfur stærstu verkalýðsfélaganna, ásamt sífellt herskárri yfirlýsingum, gefa ekki tilefni til bjartsýni um að sátt náist á vinnumarkaði. Íslensk heimili bera kostnaðinn af þessu óvissuástandi sem hefur átt stóran þátt í veikingu krónunnar. Verðbólguvæntingar hafa verið á uppleið og vextir innlánsstofnana því hækkað skarpt á skömmum tíma. Heimilin óttast, eðlilega, að tímabil verðstöðugleika sé nú á enda og hafa í stórum stíl brugðist við með því að skuldbreyta verðtryggðum lánum sínum yfir í óverðtryggð. Þjóðarbúið í heild stendur á sterkum grunni en staðan í hagkerfinu er samt brothætt. Þetta birtist hvað skýrast í væntingum stjórnenda sem hafa þróast hratt til hins verra á fáum mánuðum og hafa nú sjaldan mælst lægri. Fréttir af gjaldþrotum rótgróinna fyrirtækja og miklar fjöldauppsagnir á nýliðnu ári, þær flestu frá 2009, eru vísbending um það sem koma skal. Launakostnaður fyrirtækja, mældur í evrum, hefur aukist um tugi prósenta frá 2015 á meðan hækkunin í okkar helstu samkeppnisríkjum nemur örfáum prósentum. Þetta er ekki sjálfbær staða og eitthvað hlýtur að gefa eftir. Staðreyndin er sú, ólíkt þeim blekkingum sem er haldið á lofti af þeim sem vilja rugla umræðuna, að verðmætaaukning undanfarinna ára hefur að stórum hluta farið til launþega, minna til atvinnurekenda. Hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins er enda hvergi hærra en á Íslandi á meðal OECD-ríkjanna. Ef íslenska samningslíkanið væri í líkingu við hið norræna þá myndu kjaraviðræður taka mið af þessum efnahagslega veruleika. Áhersla yrði lögð á að verja þann mikla árangur sem áunnist hefur, með áherslu á stöðugleika og þannig skapa forsendur fyrir lægri vöxtum, og að semja um hóflegar launahækkanir. Svo er hins vegar ekki. Kröfugerð verkalýðsfélaganna – sem felur í sér, svo fátt eitt sé nefnt, tugprósenta launahækkanir, styttri vinnuviku án launaskerðingar, afnám verðtryggingar og breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans – er með þeim hætti að ómögulegt er að sjá hvernig hún getur verið grundvöllur að viðræðum um raunhæfa kjarasamninga. Við aðrar aðstæður, þar sem í forystu stéttarfélaganna væri fólk með skynbragð á samningatækni og samhengi hlutanna, væri við því að búast að báðir aðilar við samningaborðið myndu gefa eftir af kröfum sínum. Raunveruleikinn er annar. Ekki er hægt að skilja yfirlýsingar VR og Eflingar öðruvísi en að flestar kröfur þeirra séu ófrávíkjanlegar. Það er aðeins tímaspursmál hvenær stéttarfélögin slíta þeim viðræðum sem nú eru á borði sáttasemjara og fara fram á verkfallsheimild. Sú niðurstaða hefur legið lengi fyrir. Formenn félaganna skeyta ekkert um efnahagslegar staðreyndir heldur spila á tilfinningar fólks. Trump er nefnilega víða. Leiðarljósið er ekki endilega að ná samningum heldur er markmiðið sem slíkt stéttastríð. Þá koma digrir sjóðir Eflingar og VR – samtals um 24 milljarðar – að góðum notum til að standa undir verkföllum og átökum í pólitískum tilgangi. Eru félagsmenn VR, sem telja um 30 þúsund og eru að meðaltali með um 700 þúsund í heildarlaun, reiðubúnir að fylgja formanni sínum í fráleitar verkfallsaðgerðir? Um það má vonandi efast.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun