Datt rektor HÍ á höfuðið; á að hundraðfalda dráp langreyða? Ole Anton Bieltvedt skrifar 25. janúar 2019 07:00 Nýlega sendi Hagfræðistofnun Háskóla Íslands frá sér skýrslu um „Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“. Nú samdi rektor auðvitað ekki þessa skýslu sjálfur, en hann verður, sem æðsti maður stofnunarinnar, að bera endanlega ábyrgð á því, sem frá stofnuninni fer í hennar nafni. Helzta niðurstaða og tillaga höfunda skýrslunnar virðist vera, að fækka skuli langreyðum um 40%, en það muni auka verðmæti íslenzks fiskafla um á annan tug milljarða á ári. Skv. upplýsingum Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings Hafrannsóknarstofnunar, munu vera 40.000 langreyðar á svæðinu um Ísland. Þessi tillaga þýðir því, að drepa skuli 16.000 langreyðar, væntanlega helzt í hvelli. Í fyrra mátti Hvalur hf veiða 209 langreyðar, en fyrirtækinu tókst ekki að veiða nema 144 dýr. Frá 2009-2018 hefði Hvalur mátt veiða um 2.000 dýr, en tókst ekki að veiða nema 843. Miðað við afkastagetu Hvals hf 2018, tæki það fyrirtækið því 111 ár að veiða 16.000 dýr! Auðvitað á spurningin í fyrirsögn ekki síður við um höfunda skýrslunnar, en blessaðan rektorinn. Kannske vilja þeir skapa nýtt Rauðahaf við Ísland? Síðasta vitneskja um meint afrán hvala og þátt þeirra í lífríki sjávar virðist líka hafa farið algjörlega fram hjá skýrsluhöfundum, en þeir liggja helzt í því, að lista upp og tína til alls konar eldgamlar og úreltar upplýsingar og talnaverk. 2017 var haldið málþing í Öskju um „Hlutverk hvala í lífríkinu“. Þar kynntu þeir Gísli Víkingsson og Joe Roman, rannsóknarprófessor, niðurstöður umfangsmikilla rannsókna sinna á hlutverki og þætti hvala í lífríkinu. Þann 27. apríl 2017 birti Fréttablaðið frétt af málþinginu undir þessari fyrirsögn: „Hvalurinn gefur mun meira en hann tekur“. Inngangur fréttarinnar var: „Unnið er með þá kenningu að sterkir hvalastofnar styðji við vistkerfið og byggi undir stofna smádýra og fiska. Gengur þvert á kenninguna um að nauðsynlegt sé að veiða hval til að stöðva afrán þeirra á nytjastofnum“. Að öðru leyti hlýtur matið á hvalveiðum að byggjast á þessum 4 spurningum: (1) Samræmast þær nútímalegum sjónarmiðum um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd? (2) Hver er efnahagslegur ávinningur af þeim? (3) Hverjir eru efnhagslegir ókostir veiðanna? (4) Hvaða áhrif hafa þær á ímynd og orðspor Íslendinga á alþjóðavettvangi? Skýrsluhöfundar koma ekki mikið inn á þessar lykil-spurningar, en á bls. 41 virðast höfundar telja það gott mál, að, skv. veiðiskýrslum frá 2014, hafi 84% langreyðanna, sem þá voru veiddar, drepist samstundis, og, að aðeins 8 mínútur hafi þurft að meðaltali til að drepa hin 16% dýranna. Í lífverum talið - útfært á langreyðaveiðar 2018 – þýðir þetta, að minnst 23 dýr hafi þá þurft að ganga í gegnum skelfilegt dauðastríð, en þessi 23 dýr hefur þurft að skjóta tvisvar, og mun endurhleðsla skutulbyssu taka 6-8 mínútur. Þurfa dýrin þá að berjast um með skutul fyrsta skotsins í holdinu - en hann breytist í stálkló, sem rífur og tætir innyfli, líffæri og hold - minnst þann tíma. Vart er þetta dýra- eða umhverfisvænt. Skýrsluhöfundar viðurkenna á bls. 16: „Veiðarnar stóðu ekki undir sér rekstrarárin 2014-2017“. Enda engin furða, þar sem allar helztu þjóðir heims eru aðilar að CITES-samkomulaginu, sem bannar verzlun með afurðir langreyða og sömuleiðis flutning á þeim í lögsögu þeirra. Efnahagslegur ávinningur er því skýrlega ekki til staðar. Steypireyður og langreyður eru stærstu spendýr veraldar. Þetta eru háþróuð dýr, sem verða allt að 100 ára. Talið er meira að segja, að Grænlandshvalurinn geti orið 200 ára, en hann mun hafa sigrast á krabbameini. Grænlandshvalur, sem fæddist, þegar Napóleon var að herja á nágranna sína, gæti því enn verið á lífi. Þúsundir og milljónir manna um allan heim dá og elska þessi einstöku dýr, enda fóru fleiri en öll íslenzka þjóðin í friðsamlegar hvalaskoðanir hér í fyrra. Augljóst er, að langreyðaveiðar Íslendinga fara illa í allt þetta fólk, og er sjálfgefið, að hvalveiðarnar draga úr velvild til Íslands og vilja milljóna manna til að kaupa íslenzkar vörur og/eða sækja Ísland heim. Skýrsluhöfundar nefna líka sjálfir dæmi þess, að leiðandi verzlanakeðjur, eins og Aldi, hafi hætt að selja íslenzkar afurðir, vegna hvalveiðanna, og, að Guðmundir í Brimi hafi skýrt frá því í fyrrahaust, að vandi hafi komið upp í hans fyrirtækjum við sölu erlendis , vegna hvalveiðanna. Efnahagslegir ókostir veiðanna eru því augljósir. Skýrsluhöfundar benda á, að ferðamannastraumur til landsins hafi aukizt, þrátt fyrir hvalveiðar. Á þetta að sanna, að hvalveiðar hafi ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna. Þetta er algjör hundalógik. Spurningin er ekki, hvort ferðamannastraumur hafi aukizt, heldur, hver áhrif hvalveiðarnar hafi á hann. Ekki höfðu höfundar samráð við Samtök ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu eða Hvalaskoðunarsamtökin um þessa grunn-spurningu. Allir, sem til þekkja - ofangreind samtök meðtalin - sjá margvísleg merki þess, að ferðamannastaumurinn hefði getað aukist miklu meira, en orðið er, ef Íslendingar hefðu látið af hvalveiðum. Í nýlegri greiningu Google, lendir Ísland í þriðja sæti yfir draumastaði netverja, næst á eftir Ítalíu og París, væntanlega einkum vegna einstakrar og að miklu leyti óspilltrar náttúru og dýralífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nýlega sendi Hagfræðistofnun Háskóla Íslands frá sér skýrslu um „Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“. Nú samdi rektor auðvitað ekki þessa skýslu sjálfur, en hann verður, sem æðsti maður stofnunarinnar, að bera endanlega ábyrgð á því, sem frá stofnuninni fer í hennar nafni. Helzta niðurstaða og tillaga höfunda skýrslunnar virðist vera, að fækka skuli langreyðum um 40%, en það muni auka verðmæti íslenzks fiskafla um á annan tug milljarða á ári. Skv. upplýsingum Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings Hafrannsóknarstofnunar, munu vera 40.000 langreyðar á svæðinu um Ísland. Þessi tillaga þýðir því, að drepa skuli 16.000 langreyðar, væntanlega helzt í hvelli. Í fyrra mátti Hvalur hf veiða 209 langreyðar, en fyrirtækinu tókst ekki að veiða nema 144 dýr. Frá 2009-2018 hefði Hvalur mátt veiða um 2.000 dýr, en tókst ekki að veiða nema 843. Miðað við afkastagetu Hvals hf 2018, tæki það fyrirtækið því 111 ár að veiða 16.000 dýr! Auðvitað á spurningin í fyrirsögn ekki síður við um höfunda skýrslunnar, en blessaðan rektorinn. Kannske vilja þeir skapa nýtt Rauðahaf við Ísland? Síðasta vitneskja um meint afrán hvala og þátt þeirra í lífríki sjávar virðist líka hafa farið algjörlega fram hjá skýrsluhöfundum, en þeir liggja helzt í því, að lista upp og tína til alls konar eldgamlar og úreltar upplýsingar og talnaverk. 2017 var haldið málþing í Öskju um „Hlutverk hvala í lífríkinu“. Þar kynntu þeir Gísli Víkingsson og Joe Roman, rannsóknarprófessor, niðurstöður umfangsmikilla rannsókna sinna á hlutverki og þætti hvala í lífríkinu. Þann 27. apríl 2017 birti Fréttablaðið frétt af málþinginu undir þessari fyrirsögn: „Hvalurinn gefur mun meira en hann tekur“. Inngangur fréttarinnar var: „Unnið er með þá kenningu að sterkir hvalastofnar styðji við vistkerfið og byggi undir stofna smádýra og fiska. Gengur þvert á kenninguna um að nauðsynlegt sé að veiða hval til að stöðva afrán þeirra á nytjastofnum“. Að öðru leyti hlýtur matið á hvalveiðum að byggjast á þessum 4 spurningum: (1) Samræmast þær nútímalegum sjónarmiðum um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd? (2) Hver er efnahagslegur ávinningur af þeim? (3) Hverjir eru efnhagslegir ókostir veiðanna? (4) Hvaða áhrif hafa þær á ímynd og orðspor Íslendinga á alþjóðavettvangi? Skýrsluhöfundar koma ekki mikið inn á þessar lykil-spurningar, en á bls. 41 virðast höfundar telja það gott mál, að, skv. veiðiskýrslum frá 2014, hafi 84% langreyðanna, sem þá voru veiddar, drepist samstundis, og, að aðeins 8 mínútur hafi þurft að meðaltali til að drepa hin 16% dýranna. Í lífverum talið - útfært á langreyðaveiðar 2018 – þýðir þetta, að minnst 23 dýr hafi þá þurft að ganga í gegnum skelfilegt dauðastríð, en þessi 23 dýr hefur þurft að skjóta tvisvar, og mun endurhleðsla skutulbyssu taka 6-8 mínútur. Þurfa dýrin þá að berjast um með skutul fyrsta skotsins í holdinu - en hann breytist í stálkló, sem rífur og tætir innyfli, líffæri og hold - minnst þann tíma. Vart er þetta dýra- eða umhverfisvænt. Skýrsluhöfundar viðurkenna á bls. 16: „Veiðarnar stóðu ekki undir sér rekstrarárin 2014-2017“. Enda engin furða, þar sem allar helztu þjóðir heims eru aðilar að CITES-samkomulaginu, sem bannar verzlun með afurðir langreyða og sömuleiðis flutning á þeim í lögsögu þeirra. Efnahagslegur ávinningur er því skýrlega ekki til staðar. Steypireyður og langreyður eru stærstu spendýr veraldar. Þetta eru háþróuð dýr, sem verða allt að 100 ára. Talið er meira að segja, að Grænlandshvalurinn geti orið 200 ára, en hann mun hafa sigrast á krabbameini. Grænlandshvalur, sem fæddist, þegar Napóleon var að herja á nágranna sína, gæti því enn verið á lífi. Þúsundir og milljónir manna um allan heim dá og elska þessi einstöku dýr, enda fóru fleiri en öll íslenzka þjóðin í friðsamlegar hvalaskoðanir hér í fyrra. Augljóst er, að langreyðaveiðar Íslendinga fara illa í allt þetta fólk, og er sjálfgefið, að hvalveiðarnar draga úr velvild til Íslands og vilja milljóna manna til að kaupa íslenzkar vörur og/eða sækja Ísland heim. Skýrsluhöfundar nefna líka sjálfir dæmi þess, að leiðandi verzlanakeðjur, eins og Aldi, hafi hætt að selja íslenzkar afurðir, vegna hvalveiðanna, og, að Guðmundir í Brimi hafi skýrt frá því í fyrrahaust, að vandi hafi komið upp í hans fyrirtækjum við sölu erlendis , vegna hvalveiðanna. Efnahagslegir ókostir veiðanna eru því augljósir. Skýrsluhöfundar benda á, að ferðamannastraumur til landsins hafi aukizt, þrátt fyrir hvalveiðar. Á þetta að sanna, að hvalveiðar hafi ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna. Þetta er algjör hundalógik. Spurningin er ekki, hvort ferðamannastraumur hafi aukizt, heldur, hver áhrif hvalveiðarnar hafi á hann. Ekki höfðu höfundar samráð við Samtök ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu eða Hvalaskoðunarsamtökin um þessa grunn-spurningu. Allir, sem til þekkja - ofangreind samtök meðtalin - sjá margvísleg merki þess, að ferðamannastaumurinn hefði getað aukist miklu meira, en orðið er, ef Íslendingar hefðu látið af hvalveiðum. Í nýlegri greiningu Google, lendir Ísland í þriðja sæti yfir draumastaði netverja, næst á eftir Ítalíu og París, væntanlega einkum vegna einstakrar og að miklu leyti óspilltrar náttúru og dýralífs.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun