Stúdentar mega ekki hafa það gott Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 07:00 Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. Meginmarkmið okkar með því verkefni var að efla stúdenta í hagsmunabaráttu sem varðar okkur öll, hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, tengja stúdenta saman á vettvangi þar sem hægt er að rökræða málefni og forgangsraða þeim. Allt er þetta í þágu stúdenta með það að leiðarljósi að bæta háskólann og umhverfi okkar. Með þessu vonaðist Stúdentaráð sömuleiðis til að standa fyrir aðgengilegri hagsmunabaráttu. Verkefnið Ódýrara að lifa sem námsmaður var sigur úr býtum og næst kom Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur. Þessi tvö málefni tengjast óneitanlega, þar sem takmörkuð framfærsla lánasjóðsins og skerðing frítekjumarksins hefur áhrif á lífsgæði okkar og því viljum við umhverfi þar sem er ódýrara að vera námsmaður, til dæmis með sérstökum afsláttum fyrir stúdenta. Stúdentaráð lagði því af stað í mikla undirbúningsvinnu. Ákveðið var að einblína á úthlutunarreglur Lánasjóðsins, þar sem þeim er breytt árlega og við höfum þar raunverulegt tækifæri til áhrifa. Leitast var eftir samstarfi við Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) þar sem þetta er málefni sem snertir alla stúdenta Íslands. Herferðin er því farin fyrir hönd allra stúdenta Íslands undir formerkjum LÍS. Herferðin sem fer nú af stað snýst um að hækka frítekjumarkið, sem myndi valda minni skerðingu á framfærslu námsmanna, og því að framfærslan hækki. Þetta eru gífurlegir hagsmunir stúdenta sem eru að veði hér, þar sem raunverulegur fjárhagslegur stuðningur gerir stúdentum kleift að eyða tíma í lærdóm og menntun. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru lán, sem stúdentar þurfa að borga til baka. Það mætti halda að miðað við uppbyggingu sjóðsins að stúdentar megi ekki hafa það gott. Stúdentar mega ekki fá lán sem myndi raunverulega framfleyta þeim. Lán, sem er borgað til baka. Stúdentar þurfa að velja á milli þess að læra eða lifa. Það er kominn tími til breytinga. Fyrir hönd Stúdentaráðs, Elísabet Brynjarsdóttir Forseti StúdentaráðsÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. Meginmarkmið okkar með því verkefni var að efla stúdenta í hagsmunabaráttu sem varðar okkur öll, hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, tengja stúdenta saman á vettvangi þar sem hægt er að rökræða málefni og forgangsraða þeim. Allt er þetta í þágu stúdenta með það að leiðarljósi að bæta háskólann og umhverfi okkar. Með þessu vonaðist Stúdentaráð sömuleiðis til að standa fyrir aðgengilegri hagsmunabaráttu. Verkefnið Ódýrara að lifa sem námsmaður var sigur úr býtum og næst kom Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur. Þessi tvö málefni tengjast óneitanlega, þar sem takmörkuð framfærsla lánasjóðsins og skerðing frítekjumarksins hefur áhrif á lífsgæði okkar og því viljum við umhverfi þar sem er ódýrara að vera námsmaður, til dæmis með sérstökum afsláttum fyrir stúdenta. Stúdentaráð lagði því af stað í mikla undirbúningsvinnu. Ákveðið var að einblína á úthlutunarreglur Lánasjóðsins, þar sem þeim er breytt árlega og við höfum þar raunverulegt tækifæri til áhrifa. Leitast var eftir samstarfi við Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) þar sem þetta er málefni sem snertir alla stúdenta Íslands. Herferðin er því farin fyrir hönd allra stúdenta Íslands undir formerkjum LÍS. Herferðin sem fer nú af stað snýst um að hækka frítekjumarkið, sem myndi valda minni skerðingu á framfærslu námsmanna, og því að framfærslan hækki. Þetta eru gífurlegir hagsmunir stúdenta sem eru að veði hér, þar sem raunverulegur fjárhagslegur stuðningur gerir stúdentum kleift að eyða tíma í lærdóm og menntun. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru lán, sem stúdentar þurfa að borga til baka. Það mætti halda að miðað við uppbyggingu sjóðsins að stúdentar megi ekki hafa það gott. Stúdentar mega ekki fá lán sem myndi raunverulega framfleyta þeim. Lán, sem er borgað til baka. Stúdentar þurfa að velja á milli þess að læra eða lifa. Það er kominn tími til breytinga. Fyrir hönd Stúdentaráðs, Elísabet Brynjarsdóttir Forseti StúdentaráðsÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun