Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 08:41 Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir framan braggann umdeilda að Nauthólsvegi 100. Vísir/vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti borgarstjórnar, segir að meirihlutinn í borgarstjórn hafi beðið innri endurskoðun borgarinnar um að reyna að endurheimta tölvupósta á milli aðila tengdum braggamálinu en innri endurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að póstunum hefði verið eytt. Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. Komið hefur fram að tölvupóstum á fimm ára tímabili á milli aðila sem tengjast braggamálinu, verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar, hafi verið eytt. Ekki hefur þó verið hægt að staðfesta að á meðal hinna eyddu tölvupósta hafi verið tölvupóstar varðandi framkvæmdir að Nauthólsvegi 100, að því er segir í minnisblaði innri endurskoðanda um málið. Tölvupóstarnir hafa verið nokkuð til umræðu en í síðasta mánuði óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til að mynda eftir svörum um það hver samskipti Hrólfs Jónssonar fyrrverandi skrifstofustjóra Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og Dags B. Borgarstjóra hefðu verið í tengslum við framkvæmdir við braggann.Gæti verið tæknilega erfitt Dóra Björt áréttaði að ákveðnar reglur gildi um tölvupósta sem sendir eru af starfsmönnum borgarinnar. Þannig eigi að „skjala“ mikilvæg gögn úr tölvupóstunum en einnig séu reglur í gildi um að eyða þurfi reglulega póstum til að forða því að pósthólfið fyllist. Þá hafi ekki komið fram í skýrslu innri endurskoðunar að marga tölvupósta vanti. Þar sem póstum hafi verið eytt yfir lengra tímabil en áður var haldið sé slíkt þó öllu líklegra en ella. „Þá fór ég strax í það, og við allir oddvitar meirihlutans í það, að við sendum tölvupóst til innri endurskoðunar og báðum þá hreinlega um að halda utan um það að reyna að endurheimta þessa tölvupósta þannig að það er verið að skoða möguleikann til þess,“ sagði Dóra Björt. „Það gæti auðvitað verið tæknilega erfitt en það er verið að skoða það. Og okkar vilji er alveg hundrað prósent í því að það gæti verið gott að gera það, til þess að hafa þetta alveg á hreinu.“ Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04 Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59 Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti borgarstjórnar, segir að meirihlutinn í borgarstjórn hafi beðið innri endurskoðun borgarinnar um að reyna að endurheimta tölvupósta á milli aðila tengdum braggamálinu en innri endurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að póstunum hefði verið eytt. Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. Komið hefur fram að tölvupóstum á fimm ára tímabili á milli aðila sem tengjast braggamálinu, verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar, hafi verið eytt. Ekki hefur þó verið hægt að staðfesta að á meðal hinna eyddu tölvupósta hafi verið tölvupóstar varðandi framkvæmdir að Nauthólsvegi 100, að því er segir í minnisblaði innri endurskoðanda um málið. Tölvupóstarnir hafa verið nokkuð til umræðu en í síðasta mánuði óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til að mynda eftir svörum um það hver samskipti Hrólfs Jónssonar fyrrverandi skrifstofustjóra Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og Dags B. Borgarstjóra hefðu verið í tengslum við framkvæmdir við braggann.Gæti verið tæknilega erfitt Dóra Björt áréttaði að ákveðnar reglur gildi um tölvupósta sem sendir eru af starfsmönnum borgarinnar. Þannig eigi að „skjala“ mikilvæg gögn úr tölvupóstunum en einnig séu reglur í gildi um að eyða þurfi reglulega póstum til að forða því að pósthólfið fyllist. Þá hafi ekki komið fram í skýrslu innri endurskoðunar að marga tölvupósta vanti. Þar sem póstum hafi verið eytt yfir lengra tímabil en áður var haldið sé slíkt þó öllu líklegra en ella. „Þá fór ég strax í það, og við allir oddvitar meirihlutans í það, að við sendum tölvupóst til innri endurskoðunar og báðum þá hreinlega um að halda utan um það að reyna að endurheimta þessa tölvupósta þannig að það er verið að skoða möguleikann til þess,“ sagði Dóra Björt. „Það gæti auðvitað verið tæknilega erfitt en það er verið að skoða það. Og okkar vilji er alveg hundrað prósent í því að það gæti verið gott að gera það, til þess að hafa þetta alveg á hreinu.“
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04 Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59 Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04
Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59
Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00