Eiga allir að grauta í öllu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. mars 2019 13:07 Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita. Fáum dettur í hug að láta þessa hópa fara gera eitthvað allt annað en þeir eru menntaðir til. En í skólakerfinu virðist hins vegar vera í lagi að allir séu að grautast í öllu á öllum skólastigum. Þannig mátti túlka það sem mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sagði á opnum fundi með kennurum í nóvember síðastliðnum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í kjölfar fundarins bárust Félagi framhaldsskólakennara ályktanir frá kennurum í 13 framhaldskólum landsins, þar sem varað er sterklega við þessum hugmyndum.Skyndilega í samráðsgátt Í nóvember var hugmyndin á byrjunarreit, en nú er hún hins vegar orðin að frumvarpi sem er komið inn í samráðsgátt stjórnvalda, þrátt fyrir formlega tilkynningu um að málinu yrði frestað til hausts. Á að keyra málið í gegn á þessu þingi og af hverju er þessi flýtir? Á sama fundi sagði Lilja að sérhæfing innan skólakerfsins myndi haldast innan framhaldsskólans, þar sem margir kennarar eru með BA eða MA próf í sinni kennslugrein og hafa svo bætt við sig kennsluréttindum. Gott og vel, sérhæfing er góð, glutrum henni ekki niður. Af framsögu Lilju mátti líka skilja að frumvarpið væri tilkomið að stærstum hluta vegna þess að hún hefur áhyggjur af stöðu grunnskólanna, þar sem hún sagði að væri fyrirsjáanlegur kennaraskortur. En starfsumhverfi framhaldsskóla væri gott um þessar mundir. Vel má vera að það hafi batnað og þar eiga launahækkanir fyrst og fremst stærstan hlut.Grunnskólavandamál? En fyrst kennaravandinn er svona brýnn í grunn- og leikskóla, hvers vegna þá ekki að grípa til sérstakra aðgerða, eins og betri launa og starfsskilyrða, sem beinast fyrst og fremst að þessum skólastigum? Það væri miklu eðlilegra skref til að glíma við vanda skólakerfisins, frekar en að keyra í gegn ný lög um eitt leyfisbréf sem engin þörf á. Fyrir allar stéttir skipta almenn kjör mestu máli, að vinnan sé metin að verðleikum, að fóllki finnist það vera að gera gagn og að það njóti virðingar fyrir störf sín. Væri ekki nær að vinna að því?Leyfisbréf engin töfralausn Eitt leyfisbréf á línuna er ekki sú töfralausn sem við þurfum til að leysa vandamál menntakerfsins. Lausnin felst í að bæta almenn launakjör grunn- og leikskólakennara, þannig að þeir verði ánægðari með kjör sín og þar með ánægðari í sínu starfi. Og að ungt fólk sjái sér hag í og vilji leggja kennarastarfið fyrir sig, því það er bæði lifandi og skemmtilegt. Þá verður enginn kennaraskortur. Brýnna er að huga að menntun kennara, vettvangsnámi þeirra og nýliðun í stéttinni til þess að bæta menntakerfið á Íslandi. Það er gott eins og er, en getur að sjálfsögðu orðið enn betra. Og að því skulum við stefna.Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita. Fáum dettur í hug að láta þessa hópa fara gera eitthvað allt annað en þeir eru menntaðir til. En í skólakerfinu virðist hins vegar vera í lagi að allir séu að grautast í öllu á öllum skólastigum. Þannig mátti túlka það sem mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sagði á opnum fundi með kennurum í nóvember síðastliðnum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í kjölfar fundarins bárust Félagi framhaldsskólakennara ályktanir frá kennurum í 13 framhaldskólum landsins, þar sem varað er sterklega við þessum hugmyndum.Skyndilega í samráðsgátt Í nóvember var hugmyndin á byrjunarreit, en nú er hún hins vegar orðin að frumvarpi sem er komið inn í samráðsgátt stjórnvalda, þrátt fyrir formlega tilkynningu um að málinu yrði frestað til hausts. Á að keyra málið í gegn á þessu þingi og af hverju er þessi flýtir? Á sama fundi sagði Lilja að sérhæfing innan skólakerfsins myndi haldast innan framhaldsskólans, þar sem margir kennarar eru með BA eða MA próf í sinni kennslugrein og hafa svo bætt við sig kennsluréttindum. Gott og vel, sérhæfing er góð, glutrum henni ekki niður. Af framsögu Lilju mátti líka skilja að frumvarpið væri tilkomið að stærstum hluta vegna þess að hún hefur áhyggjur af stöðu grunnskólanna, þar sem hún sagði að væri fyrirsjáanlegur kennaraskortur. En starfsumhverfi framhaldsskóla væri gott um þessar mundir. Vel má vera að það hafi batnað og þar eiga launahækkanir fyrst og fremst stærstan hlut.Grunnskólavandamál? En fyrst kennaravandinn er svona brýnn í grunn- og leikskóla, hvers vegna þá ekki að grípa til sérstakra aðgerða, eins og betri launa og starfsskilyrða, sem beinast fyrst og fremst að þessum skólastigum? Það væri miklu eðlilegra skref til að glíma við vanda skólakerfisins, frekar en að keyra í gegn ný lög um eitt leyfisbréf sem engin þörf á. Fyrir allar stéttir skipta almenn kjör mestu máli, að vinnan sé metin að verðleikum, að fóllki finnist það vera að gera gagn og að það njóti virðingar fyrir störf sín. Væri ekki nær að vinna að því?Leyfisbréf engin töfralausn Eitt leyfisbréf á línuna er ekki sú töfralausn sem við þurfum til að leysa vandamál menntakerfsins. Lausnin felst í að bæta almenn launakjör grunn- og leikskólakennara, þannig að þeir verði ánægðari með kjör sín og þar með ánægðari í sínu starfi. Og að ungt fólk sjái sér hag í og vilji leggja kennarastarfið fyrir sig, því það er bæði lifandi og skemmtilegt. Þá verður enginn kennaraskortur. Brýnna er að huga að menntun kennara, vettvangsnámi þeirra og nýliðun í stéttinni til þess að bæta menntakerfið á Íslandi. Það er gott eins og er, en getur að sjálfsögðu orðið enn betra. Og að því skulum við stefna.Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun