Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. apríl 2019 19:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. Skarðið sem WOW air skilur eftir sig hefur minnkað eftir að önnur flugfélög hafa aukið sitt framboð. Nú virðist vanta um 200 þúsund ferðamenn í sumar sem annars hefðu komið. Fall WOW air var til umræðu á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Ferðamálaráðherra segir að skarðið sem félagið skildi eftir sig í ferðaþjónustunni sé þegar farið að minnka. „Það eru Wizz air, Icelandair og Trasavia sem nú þegar hafa bara á einni viku minnkað þetta, þannig að brotthvarfið er að fara úr 300 þúsund ferðamönnum um það bil til landsins, og í 200 þúsund. Þannig ég myndi nú segja að þetta væri bjartari mynd en margir gerðu ráð fyrir," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamálastofa birti í dag samantekt um einkenni ferðamanna sem komu til landsins með WOW air annars vegar og Icelandair hins vegar, til þess að draga skýrari mynd af áhrifunum. Þar kemur fram að yngri ferðamenn hafa komið með WOW air. Á síðasta ári voru 60% farþega félagsins undir 34 ára aldri en hlutfallið er 46% hjá Icelandair. Ferðamynstur þeirra um landið var svipað og þeir nýttu sér svipaða afþreyingu, þó marktækt færri WOW ferðamenn hafi farið í skoðunarferðir. WOW farþegarnir hafa þó dvalið hér skemur, munurinn er að meðaltali ein gistinótt í einstaka mánuðum. Þá gista þeir síður á hótelum og eyða minna. Meðalútgjöld WOW farþega voru um 189 þúsund krónur samanborið við 233 þúsund krónur hjá Icelandair farþegum. Einna mestu munar um minni eyðslu á veitingastöðum og kaffihúsum. Ráðherra segir Isavia vinna að því að fylla enn fremur í skarð WOW air. „Það getur alveg komið til að eitthvað fleira sé hægt að gera til að sækja það sem við misstum við fall WOW," segir Þórdís.Eins og hvað? „Þessi samtöl við flugfélög til dæmis. Og við höfum þegar séð töluvert meira framboð heldur en var fyrir viku síðan. Þannig að þetta er að skila árangri og þetta er að gerast á einungis viku. Þannig við höldum bara áfram á sömu leið og höldum þessum samtölum áfram," segir Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. Skarðið sem WOW air skilur eftir sig hefur minnkað eftir að önnur flugfélög hafa aukið sitt framboð. Nú virðist vanta um 200 þúsund ferðamenn í sumar sem annars hefðu komið. Fall WOW air var til umræðu á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Ferðamálaráðherra segir að skarðið sem félagið skildi eftir sig í ferðaþjónustunni sé þegar farið að minnka. „Það eru Wizz air, Icelandair og Trasavia sem nú þegar hafa bara á einni viku minnkað þetta, þannig að brotthvarfið er að fara úr 300 þúsund ferðamönnum um það bil til landsins, og í 200 þúsund. Þannig ég myndi nú segja að þetta væri bjartari mynd en margir gerðu ráð fyrir," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamálastofa birti í dag samantekt um einkenni ferðamanna sem komu til landsins með WOW air annars vegar og Icelandair hins vegar, til þess að draga skýrari mynd af áhrifunum. Þar kemur fram að yngri ferðamenn hafa komið með WOW air. Á síðasta ári voru 60% farþega félagsins undir 34 ára aldri en hlutfallið er 46% hjá Icelandair. Ferðamynstur þeirra um landið var svipað og þeir nýttu sér svipaða afþreyingu, þó marktækt færri WOW ferðamenn hafi farið í skoðunarferðir. WOW farþegarnir hafa þó dvalið hér skemur, munurinn er að meðaltali ein gistinótt í einstaka mánuðum. Þá gista þeir síður á hótelum og eyða minna. Meðalútgjöld WOW farþega voru um 189 þúsund krónur samanborið við 233 þúsund krónur hjá Icelandair farþegum. Einna mestu munar um minni eyðslu á veitingastöðum og kaffihúsum. Ráðherra segir Isavia vinna að því að fylla enn fremur í skarð WOW air. „Það getur alveg komið til að eitthvað fleira sé hægt að gera til að sækja það sem við misstum við fall WOW," segir Þórdís.Eins og hvað? „Þessi samtöl við flugfélög til dæmis. Og við höfum þegar séð töluvert meira framboð heldur en var fyrir viku síðan. Þannig að þetta er að skila árangri og þetta er að gerast á einungis viku. Þannig við höldum bara áfram á sömu leið og höldum þessum samtölum áfram," segir Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira