Getur heimsbyggðin hindrað kjarnorkustríð? Sveinn Kristinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Nú eru 74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Heimsbyggðin stendur öll frammi fyrir áframhaldandi hættu og líkum á því að slíkum vopnum verði beitt aftur. Afleiðingar af beitingu slíkra gereyðingarvopna yrðu geigvænlegar. Milljónir manna myndu týna lífi sínu og þeim sem lifðu slíka þolraun af eru búin óljós örlög. Sagan sýnir nefnilega að þeir sem lifa af þurfa að glíma við margvíslegar og alvarlegar afleiðingar geislunar og mengunar af völdum kjarnorkusprengjunnar. Það er raunar þyngra en tárum taki að okkur sem þessa jörð byggjum hafi ekki enn tekist að haga málum þannig að kjarnorkuvopnin og sú skelfilega ógn sem af þeim stafar heyri sögunni til.Bönnum gereyðingarvopn Við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Fyrsta skref í þessari vegferð er að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Hann er nú er til umfjöllunar á Alþingi. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og ógnina af þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn kveður á um algjört bann við hvers kyns notkun kjarnorkuvopna í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna. Frá árinu 1945 hefur hreyfingin vakið athygli á alvarlegum afleiðingum notkunar slíkra vopna. Sú afstaða er ekki aðeins byggð á þeim hörmungum sem vitað er að notkun kjarnorkuvopna leiðir af sér, heldur einnig þeirri staðreynd að hvorki Rauði krossinn né nokkur annar aðili væri fær um að veita eftirlifendum raunverulega aðstoð. Er það bæði vegna geislunar og þeirrar miklu eyðileggingar sem af hlytist að nær engin leið væri til að aðstoða þá sem fyrir sprengjunni yrðu. Rauði krossinn varð vitni að notkun kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí árið 1945 og eyðileggingarkrafti þeirra. Tugþúsundir manna létust á augabragði og aðrar tugþúsundir létust af völdum þeirra árum og áratugum síðar. Enn í dag, 74 árum síðar, sinnir japanski Rauði krossinn fórnarlömbum sprengjanna. Mörg þeirra voru ekki fædd þegar sprengjurnar féllu, en geislun af þeirra völdum veldur enn alvarlegum sjúkdómum líkt og krabbameini og margvíslegum öðrum skaða. Það er því er ljóst að afleiðingar kjarnorkusprengjanna teygja anga sína marga áratugi fram í tímann frá hinum hræðilegu atburðum.Stjórnvöld taki af skarið Kjarnorkuvopn eru í andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög sem eru lög er gilda í hernaði. Í ár verða Genfarsamningarnir fjórir frá 1949 sjötíu ára. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari voru ríki heims sammála um að endurtaka aldrei þann hildarleik sem stríðið var. Sem merki um þá samstöðu voru ríki heims aðeins um fjóra mánuði að samþykkja lokaútgáfu Genfarsamninganna. Hvað þarf til þess að ríki heimsins sammælist öll um algjört bann við kjarnorkuvopnum? Vonandi þurfum við ekki að horfa aftur upp á notkun og eyðingarmátt kjarnorkuvopna til þess að ríki heimsins vakni og leggi loks til algjört bann við þeim – því þá er það orðið um seinan. Svarið er einfalt. Ríkisstjórnir og ráðamenn sem vilja forða heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði hafa aðeins einn raunverulegan valmöguleika – og hann er að banna algjörlega framleiðslu og notkun þessara hræðilegu vopna. Nú hafa íslensk stjórnvöld kjörið tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og stuðla þannig að kjarnorkuvopnalausum og öruggari heimi. Það geta þau með því að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú eru 74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Heimsbyggðin stendur öll frammi fyrir áframhaldandi hættu og líkum á því að slíkum vopnum verði beitt aftur. Afleiðingar af beitingu slíkra gereyðingarvopna yrðu geigvænlegar. Milljónir manna myndu týna lífi sínu og þeim sem lifðu slíka þolraun af eru búin óljós örlög. Sagan sýnir nefnilega að þeir sem lifa af þurfa að glíma við margvíslegar og alvarlegar afleiðingar geislunar og mengunar af völdum kjarnorkusprengjunnar. Það er raunar þyngra en tárum taki að okkur sem þessa jörð byggjum hafi ekki enn tekist að haga málum þannig að kjarnorkuvopnin og sú skelfilega ógn sem af þeim stafar heyri sögunni til.Bönnum gereyðingarvopn Við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Fyrsta skref í þessari vegferð er að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Hann er nú er til umfjöllunar á Alþingi. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og ógnina af þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn kveður á um algjört bann við hvers kyns notkun kjarnorkuvopna í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna. Frá árinu 1945 hefur hreyfingin vakið athygli á alvarlegum afleiðingum notkunar slíkra vopna. Sú afstaða er ekki aðeins byggð á þeim hörmungum sem vitað er að notkun kjarnorkuvopna leiðir af sér, heldur einnig þeirri staðreynd að hvorki Rauði krossinn né nokkur annar aðili væri fær um að veita eftirlifendum raunverulega aðstoð. Er það bæði vegna geislunar og þeirrar miklu eyðileggingar sem af hlytist að nær engin leið væri til að aðstoða þá sem fyrir sprengjunni yrðu. Rauði krossinn varð vitni að notkun kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí árið 1945 og eyðileggingarkrafti þeirra. Tugþúsundir manna létust á augabragði og aðrar tugþúsundir létust af völdum þeirra árum og áratugum síðar. Enn í dag, 74 árum síðar, sinnir japanski Rauði krossinn fórnarlömbum sprengjanna. Mörg þeirra voru ekki fædd þegar sprengjurnar féllu, en geislun af þeirra völdum veldur enn alvarlegum sjúkdómum líkt og krabbameini og margvíslegum öðrum skaða. Það er því er ljóst að afleiðingar kjarnorkusprengjanna teygja anga sína marga áratugi fram í tímann frá hinum hræðilegu atburðum.Stjórnvöld taki af skarið Kjarnorkuvopn eru í andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög sem eru lög er gilda í hernaði. Í ár verða Genfarsamningarnir fjórir frá 1949 sjötíu ára. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari voru ríki heims sammála um að endurtaka aldrei þann hildarleik sem stríðið var. Sem merki um þá samstöðu voru ríki heims aðeins um fjóra mánuði að samþykkja lokaútgáfu Genfarsamninganna. Hvað þarf til þess að ríki heimsins sammælist öll um algjört bann við kjarnorkuvopnum? Vonandi þurfum við ekki að horfa aftur upp á notkun og eyðingarmátt kjarnorkuvopna til þess að ríki heimsins vakni og leggi loks til algjört bann við þeim – því þá er það orðið um seinan. Svarið er einfalt. Ríkisstjórnir og ráðamenn sem vilja forða heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði hafa aðeins einn raunverulegan valmöguleika – og hann er að banna algjörlega framleiðslu og notkun þessara hræðilegu vopna. Nú hafa íslensk stjórnvöld kjörið tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og stuðla þannig að kjarnorkuvopnalausum og öruggari heimi. Það geta þau með því að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun