Fullt tilefni til að endurskoða reglur Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 HRFÍ vill breytingar á reglum um einangrun gæludýra. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ), um nýja skýrslu um áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í byrjun vikunnar en það var Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur, sem vann áhættumatið. Þar segir meðal annars að skynsamlegt væri að endurskoða reglur á Íslandi með hliðsjón af reglum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það séu einangruð lönd líkt og Ísland þar sem gildi strangar reglur um innflutning gæludýra. Þar er gerð krafa um tíu daga einangrun en hérlendis er tíminn fjórar vikur. Herdís bendir á að í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sé gerður greinarmunur á því hvaðan dýrin séu að koma. Þannig væri hægt að hafa reglurnar hér slakari við innflutning frá svæðum eins og Norður-Evrópu þar sem ekki sé talin mikil hætta á smiti. „Það var líka boðað að nú yrðu hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu og við ætlumst til þess að sú yfirlýsing standi og þetta loforð sé efnt.“ HRFÍ sendi atvinnuvegaráðuneytinu bréf í gær þar sem ósk um samráð er ítrekuð. Þar er einnig tekið undir það sjónarmið sem fram kemur í skýrslu Willeberg, að víðtækt samráð við hagsmunaaðila í tengslum við reglur sem miða að því að takmarka áhættu við innflutning á dýrum muni leiða til betra og skilvirkara regluverks. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ), um nýja skýrslu um áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í byrjun vikunnar en það var Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur, sem vann áhættumatið. Þar segir meðal annars að skynsamlegt væri að endurskoða reglur á Íslandi með hliðsjón af reglum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það séu einangruð lönd líkt og Ísland þar sem gildi strangar reglur um innflutning gæludýra. Þar er gerð krafa um tíu daga einangrun en hérlendis er tíminn fjórar vikur. Herdís bendir á að í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sé gerður greinarmunur á því hvaðan dýrin séu að koma. Þannig væri hægt að hafa reglurnar hér slakari við innflutning frá svæðum eins og Norður-Evrópu þar sem ekki sé talin mikil hætta á smiti. „Það var líka boðað að nú yrðu hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu og við ætlumst til þess að sú yfirlýsing standi og þetta loforð sé efnt.“ HRFÍ sendi atvinnuvegaráðuneytinu bréf í gær þar sem ósk um samráð er ítrekuð. Þar er einnig tekið undir það sjónarmið sem fram kemur í skýrslu Willeberg, að víðtækt samráð við hagsmunaaðila í tengslum við reglur sem miða að því að takmarka áhættu við innflutning á dýrum muni leiða til betra og skilvirkara regluverks.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira