Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2019 10:36 Valmundur segir atvikið áfall fyrir sjómannastéttina alla, sjómenn eru miður sín vegna málsins. fbl/anton brink „Þetta horfir illa við mér. Ég var á sjó í 33 ár og hef aldrei séð svona ógeð. Auðvitað erum við að drepa fisk alla daga, en við erum ekki að gera það að gamni okkar,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjómenn sem Vísir hefur rætt við vegna máls sem hefur vakið upp mikla reiði, sem er myndbandsbrot sem sýnir hvar sjómaður sker sporð af hákarli áður en honum er sleppt aftur í hafið, eru miður sín vegna málsins. Valmundur hefur sem aðrir fylgst með málinu og umræðunni á netinu. „Já, það er gríðarleg reiði. Ég gafst upp í gær að lesa, eða þegar ég sá í hvað stefndi. Það eru allir brjálaðir. Og sjómenn miður sín. Já, ég get sagt það, hef heyrt í nokkrum sem eru ekki par ánægðir með þetta." Valmundur tekur undir með sjómönnum sem Vísir hefur rætt við sem óttast að þetta mál stórskaði ímynd stéttarinnar. Hann segist ekki hissa á þeim viðbrögðum. „En, ég get fullyrt það að þetta er ekki stundað. Það er ekki þannig. Þetta er áfall fyrir sjómannastéttina, ég held ég geti alveg sagt það.Við viljum ekki fá það orð á okkur að við séum að drepa dýr að gamni okkar. Við erum atvinnumenn í fiskveiðum og drepum ekki okkur til gamans.“Svæsið dýraníð Sjómönnunum umræddum, sem sjá má á myndbandinu sem sannarlega hefur vakið óhug, hefur verið sagt upp störfum. Valmundur segir að sér þyki það harkaleg viðbrögð, viðkomandi hljóti að sjá að sér og eigi kannski skilið annað tækifæri, en það hljóti þó að vera útgerðarinnar að ráða því. Viðbúið er að þetta mál skaði hana. „Þetta er sorglegt, að menn skuli haga sér svona. Og þetta er ekki almennt um sjómenn, að þeir hagi sér svona. Auðvitað koma upp atvik þar sem menn ráða ekki við aðstæður, hákarl í troll eða hvalur í net, en þá er yfirleitt reynt að koma þeim í sjó aftur. Nema þetta sé beinhákarl, sem er risastór. Þetta var Grænlandshákarl, sem hefði verið hægt að drepa og hirða, þess vegna, verið fínn á þorranum.“ En, hér er augljóslega um svæsið dýraníð að ræða?„Já, mér líst þannig á þetta. Já. Mér sýnist það á öllu að það hafi verið óþarfi að gera þetta.“ Gæti reynst erfitt fyrir mennina að finna pláss Sjómannadagurinn er á næsta leyti, hann verður haldinn komandi sunnudag og Valmundur vonar að þetta mál varpi ekki skugga sínum á þá gleði. „Við vonum það og reynum að skemmta okkur saman; taka á því í kappróðri og öðru. Vonandi að sjómenn láti sér þetta að kenningu verða. Þetta má ekki. Það er bara þannig. Við skulum strengja þess heit á sjómannadaginn að gera svona nokkuð ekki. Enginn.“ Sjómönnunum ólánsömu hefur verið sagt upp, en hvað með stöðu þeirra innan stéttarinnar? „Já, það verður að gefa mönnum séns, að sjá að sér. En allar athafnir hafa afleiðingar. Auðvitað getur reynst erfitt fyrir þessa stráka að fá pláss aftur,“ segir Valmundur og ljóst að honum er verulega brugðið vegna þessa atviks. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
„Þetta horfir illa við mér. Ég var á sjó í 33 ár og hef aldrei séð svona ógeð. Auðvitað erum við að drepa fisk alla daga, en við erum ekki að gera það að gamni okkar,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjómenn sem Vísir hefur rætt við vegna máls sem hefur vakið upp mikla reiði, sem er myndbandsbrot sem sýnir hvar sjómaður sker sporð af hákarli áður en honum er sleppt aftur í hafið, eru miður sín vegna málsins. Valmundur hefur sem aðrir fylgst með málinu og umræðunni á netinu. „Já, það er gríðarleg reiði. Ég gafst upp í gær að lesa, eða þegar ég sá í hvað stefndi. Það eru allir brjálaðir. Og sjómenn miður sín. Já, ég get sagt það, hef heyrt í nokkrum sem eru ekki par ánægðir með þetta." Valmundur tekur undir með sjómönnum sem Vísir hefur rætt við sem óttast að þetta mál stórskaði ímynd stéttarinnar. Hann segist ekki hissa á þeim viðbrögðum. „En, ég get fullyrt það að þetta er ekki stundað. Það er ekki þannig. Þetta er áfall fyrir sjómannastéttina, ég held ég geti alveg sagt það.Við viljum ekki fá það orð á okkur að við séum að drepa dýr að gamni okkar. Við erum atvinnumenn í fiskveiðum og drepum ekki okkur til gamans.“Svæsið dýraníð Sjómönnunum umræddum, sem sjá má á myndbandinu sem sannarlega hefur vakið óhug, hefur verið sagt upp störfum. Valmundur segir að sér þyki það harkaleg viðbrögð, viðkomandi hljóti að sjá að sér og eigi kannski skilið annað tækifæri, en það hljóti þó að vera útgerðarinnar að ráða því. Viðbúið er að þetta mál skaði hana. „Þetta er sorglegt, að menn skuli haga sér svona. Og þetta er ekki almennt um sjómenn, að þeir hagi sér svona. Auðvitað koma upp atvik þar sem menn ráða ekki við aðstæður, hákarl í troll eða hvalur í net, en þá er yfirleitt reynt að koma þeim í sjó aftur. Nema þetta sé beinhákarl, sem er risastór. Þetta var Grænlandshákarl, sem hefði verið hægt að drepa og hirða, þess vegna, verið fínn á þorranum.“ En, hér er augljóslega um svæsið dýraníð að ræða?„Já, mér líst þannig á þetta. Já. Mér sýnist það á öllu að það hafi verið óþarfi að gera þetta.“ Gæti reynst erfitt fyrir mennina að finna pláss Sjómannadagurinn er á næsta leyti, hann verður haldinn komandi sunnudag og Valmundur vonar að þetta mál varpi ekki skugga sínum á þá gleði. „Við vonum það og reynum að skemmta okkur saman; taka á því í kappróðri og öðru. Vonandi að sjómenn láti sér þetta að kenningu verða. Þetta má ekki. Það er bara þannig. Við skulum strengja þess heit á sjómannadaginn að gera svona nokkuð ekki. Enginn.“ Sjómönnunum ólánsömu hefur verið sagt upp, en hvað með stöðu þeirra innan stéttarinnar? „Já, það verður að gefa mönnum séns, að sjá að sér. En allar athafnir hafa afleiðingar. Auðvitað getur reynst erfitt fyrir þessa stráka að fá pláss aftur,“ segir Valmundur og ljóst að honum er verulega brugðið vegna þessa atviks.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42
Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09