Segir ekkert benda sterklega til að hvalaprump hafi slæm áhrif á umhverfið Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 12:24 Edda Magnúsdóttir, doktor í líffærði, svaraði áleitinni spurningu á Vísindavef Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktor í líffræði, hefur svarað áleitinni spurningu sem leitaði á Júlíus Ívarsson sem vildi fá svar við því hvort að hvalir prumpi og hvort það valdi mikilli losun metangass sem veldur hlýnun jarðar.Svarið birtist á Vísindavef Háskóla Íslands í dag en þar kemur fram að langflest spendýr og fjölmörg skriðdýr prumpa og ropa. Helstu lofttegundir í prumpi og ropi eru lyktarlausar; gastegundir eins og súrefni, nitur, koltvíoxíð, vetni og metan. Lyktin stafar helst af brennisteinssameindum sem tilteknar bakteríur mynda. Af þessum gastegundum er metan áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin. Í svari Eddu kemur fram að ekki sé vitað hversu mikið metan hvalir losa á tímaeiningu. Ástæðan fyrir því er sú að ekki er hlaupið að því að rannsaka vindgang hvala, enda dvelja dýrin neðansjávar stærsta hluta ævinnar og gaslosunin þar að auki alls ekki auðsjáanleg hjá hvölum. Þó óvissa sé enn þónokkur þykir engu að síður ljóst að skíðishvalir eru mun líklegri til að framleiða mikið metan heldur en tannhvalir. Líklega má rekja það til ólíkrar fæðu þar sem skíðishvalir þurfa margir að melta tormeltanlegar kítínskeljar átunnar, en til þess er gerjun mikilvæg, á meðan tannhvalir nærast mestmegnis á auðmeltanlegri fiski. Edda bendir þó á að þrátt fyrir mikla líkamsstærð sé ekkert sem bendi sterklega til þess að gaslosun hvala hafi slæm áhrif á umhverfið, enda er fjöldi flestra hvalategunda langtum minni en fyrir upphaf hvalveiða. „Fjölmargar dýrategundir, bæði meðal skriðdýra og spendýra, losa mikið metan samhliða meltingu fæðu sinnar. Sem dæmi losa krókódílar og risasnákar mikið af metani, einnig jarðsvín og mauraætur. Því er ljóst að metanlosun er hluti af eðlilegri hringrás kolefnis á jörðinni. Líklega eru áhrif þessara metanlosandi dýra hverfandi samanborið við þá gríðarlegu losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af nautgriparækt og jarðefnaeldsneytisbruna flugvéla, bíla og verksmiðja,“ segir í svari Eddu. Dýr Loftslagsmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktor í líffræði, hefur svarað áleitinni spurningu sem leitaði á Júlíus Ívarsson sem vildi fá svar við því hvort að hvalir prumpi og hvort það valdi mikilli losun metangass sem veldur hlýnun jarðar.Svarið birtist á Vísindavef Háskóla Íslands í dag en þar kemur fram að langflest spendýr og fjölmörg skriðdýr prumpa og ropa. Helstu lofttegundir í prumpi og ropi eru lyktarlausar; gastegundir eins og súrefni, nitur, koltvíoxíð, vetni og metan. Lyktin stafar helst af brennisteinssameindum sem tilteknar bakteríur mynda. Af þessum gastegundum er metan áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin. Í svari Eddu kemur fram að ekki sé vitað hversu mikið metan hvalir losa á tímaeiningu. Ástæðan fyrir því er sú að ekki er hlaupið að því að rannsaka vindgang hvala, enda dvelja dýrin neðansjávar stærsta hluta ævinnar og gaslosunin þar að auki alls ekki auðsjáanleg hjá hvölum. Þó óvissa sé enn þónokkur þykir engu að síður ljóst að skíðishvalir eru mun líklegri til að framleiða mikið metan heldur en tannhvalir. Líklega má rekja það til ólíkrar fæðu þar sem skíðishvalir þurfa margir að melta tormeltanlegar kítínskeljar átunnar, en til þess er gerjun mikilvæg, á meðan tannhvalir nærast mestmegnis á auðmeltanlegri fiski. Edda bendir þó á að þrátt fyrir mikla líkamsstærð sé ekkert sem bendi sterklega til þess að gaslosun hvala hafi slæm áhrif á umhverfið, enda er fjöldi flestra hvalategunda langtum minni en fyrir upphaf hvalveiða. „Fjölmargar dýrategundir, bæði meðal skriðdýra og spendýra, losa mikið metan samhliða meltingu fæðu sinnar. Sem dæmi losa krókódílar og risasnákar mikið af metani, einnig jarðsvín og mauraætur. Því er ljóst að metanlosun er hluti af eðlilegri hringrás kolefnis á jörðinni. Líklega eru áhrif þessara metanlosandi dýra hverfandi samanborið við þá gríðarlegu losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af nautgriparækt og jarðefnaeldsneytisbruna flugvéla, bíla og verksmiðja,“ segir í svari Eddu.
Dýr Loftslagsmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira