Helgi Magnússon kaupir helminginn í Fréttablaðinu Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2019 11:03 Helgi Magnússon ætlar að láta til sín taka í fjölmiðlabransanum og hefur nú eignast helminginn í Fréttablaðinu. FBL/GVA Helgi Magnússon athafnamaður hefur samkvæmt heimildum Vísis fest kaup á helmingi hlutafjár í Torgi ehf., eignarhaldsfyrirtæki Fréttablaðsins. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið er. Á dögunum var óvænt gengið frá ráðningu Davíðs Stefánssonar í ritstjórastól, en Davíð hefur lítil sem engin afskipti haft af fjölmiðlun eða blaðamennsku ef undan er skilin þáttagerð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Voru uppi vangaveltur um hvort sú ráðning tengdist breytingum á eignarhaldi blaðsins, sem hefur um árabil verið mest lesni prentmiðill landsins. Vísir hefur í dag og í gær reynt að ná tali af Helga. Hann var upptekinn á fundi í gær þegar fréttastofa náði af honum tali en sagðist myndu hringja þegar fundi lyki. Ekkert varð af því. Undir Torgi ehf. eru skráðir miðlarnir Fréttablaðið, frettabladid.is og Markaðurinn. Fyrirsvarsmaður er Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins ásamt Davíð er Ólöf Skaftadóttir, Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir er ritstjóri frettabladid.is.Fjölmiðlaáhugi blundað lengi með Helga Á vef fjölmiðlanefndar eru félög í eigu Ingibjargar S. Pálmadóttur skráð fyrir um 80 prósent eign í Torgi, félag í eigu Sigurður Bollasonar fyrir rétt tæpum 9 prósentum. Helgi hefur verið fyrirferðarmikill í íslensku viðskiptalífi. Hann hefur verið forstjóri Hörpu og Hörpu Sjafnar og undanfarin ár hluthafi og stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, hvar hann gegnir formennsku. Samkvæmt tilkynningu frá Torgi ehf. mun Helgi taka sæti í stjórn félagsins í framhaldinu og Ingibjörg Pálmadóttir tekur við stjórnarformennsku af Einari Þór Sverrissyni. Ingibjörg hefur gegnt starfi forstjóra síðustu ár.Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins. Þau hafa smátt og smátt verið að draga sig út úr fjölmiðlarekstri undanfarin árin.VÍSIR/VILHELMHelgi fagnaði nýlega sjötugs afmæli sínu og nýlega kom út bókin „Lífið í lit“, endurminningar Helga sem Björn Jón Bragason skráði. Þar segir af miklum fjölmiðlaáhuga Helga allt frá skólaárum hans. Helgi velti því fyrir sér að leggja fyrir sig nám í blaðamennsku í Bandaríkjunum en viðskiptafræðin varð fyrir valinu. Var ritstjóri Frjálsrar verslunar Blaðamennskudraumur Helga hefur þó ávallt blundað með honum og í „Lífinu í lit“ er allangur kafli sem greinir frá ritstjórnarferli hans á tímaritinu Frjáls verslun, en hann tók við starfi ritstjóra þar árið 1988 hvar hann fékk svalað blaðamennsku- og fjölmiðlaáhuga sínum. „Á þessum tíma varð sú breyting í fjölmiðlum víða um heim að umfjöllun um stjórnmál fór minnkandi en á móti var kastljósinu beint að atvinnulífi og efnahagsmálum. Viðskiptafréttir urðu æ fyrirferðarmeiri. Þessi breyting var komin til að vera eins og menn þekkja. Rekstur Frjálsrar verslunar gekk vel og ég naut þessa starfs mjög. Þarna rættist gamall draumur, enda hafði minnstu munað að ég legði fyrir mig nám í blaðamennsku að loknu stúdentsprófi eins og áður var nefnt,“ eins og segir meðal annars í bókinni. Helgi er þekktur fyrir að hafa blandast inn í hið örlagaríka Hafskipsmál, hvar hann var endurskoðandi og var handtekinn í tengslum við það mál, svo áfram sé vitnað í Lífið í lit. Helgi hefur haft nokkur afskipti af stjórnmálum, er einn af bakhjörlum Viðreisnar og ákafur stuðningsmaður Vals. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Helgi gefur út ævisögu sína Helgi Magnússon, sem hefur löngum verið áberandi í viðskiptalífinu og er stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, gefur út ævisögu í mánuðinum. 12. febrúar 2019 08:00 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Helgi Magnússon athafnamaður hefur samkvæmt heimildum Vísis fest kaup á helmingi hlutafjár í Torgi ehf., eignarhaldsfyrirtæki Fréttablaðsins. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið er. Á dögunum var óvænt gengið frá ráðningu Davíðs Stefánssonar í ritstjórastól, en Davíð hefur lítil sem engin afskipti haft af fjölmiðlun eða blaðamennsku ef undan er skilin þáttagerð á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Voru uppi vangaveltur um hvort sú ráðning tengdist breytingum á eignarhaldi blaðsins, sem hefur um árabil verið mest lesni prentmiðill landsins. Vísir hefur í dag og í gær reynt að ná tali af Helga. Hann var upptekinn á fundi í gær þegar fréttastofa náði af honum tali en sagðist myndu hringja þegar fundi lyki. Ekkert varð af því. Undir Torgi ehf. eru skráðir miðlarnir Fréttablaðið, frettabladid.is og Markaðurinn. Fyrirsvarsmaður er Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins ásamt Davíð er Ólöf Skaftadóttir, Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir er ritstjóri frettabladid.is.Fjölmiðlaáhugi blundað lengi með Helga Á vef fjölmiðlanefndar eru félög í eigu Ingibjargar S. Pálmadóttur skráð fyrir um 80 prósent eign í Torgi, félag í eigu Sigurður Bollasonar fyrir rétt tæpum 9 prósentum. Helgi hefur verið fyrirferðarmikill í íslensku viðskiptalífi. Hann hefur verið forstjóri Hörpu og Hörpu Sjafnar og undanfarin ár hluthafi og stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, hvar hann gegnir formennsku. Samkvæmt tilkynningu frá Torgi ehf. mun Helgi taka sæti í stjórn félagsins í framhaldinu og Ingibjörg Pálmadóttir tekur við stjórnarformennsku af Einari Þór Sverrissyni. Ingibjörg hefur gegnt starfi forstjóra síðustu ár.Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins. Þau hafa smátt og smátt verið að draga sig út úr fjölmiðlarekstri undanfarin árin.VÍSIR/VILHELMHelgi fagnaði nýlega sjötugs afmæli sínu og nýlega kom út bókin „Lífið í lit“, endurminningar Helga sem Björn Jón Bragason skráði. Þar segir af miklum fjölmiðlaáhuga Helga allt frá skólaárum hans. Helgi velti því fyrir sér að leggja fyrir sig nám í blaðamennsku í Bandaríkjunum en viðskiptafræðin varð fyrir valinu. Var ritstjóri Frjálsrar verslunar Blaðamennskudraumur Helga hefur þó ávallt blundað með honum og í „Lífinu í lit“ er allangur kafli sem greinir frá ritstjórnarferli hans á tímaritinu Frjáls verslun, en hann tók við starfi ritstjóra þar árið 1988 hvar hann fékk svalað blaðamennsku- og fjölmiðlaáhuga sínum. „Á þessum tíma varð sú breyting í fjölmiðlum víða um heim að umfjöllun um stjórnmál fór minnkandi en á móti var kastljósinu beint að atvinnulífi og efnahagsmálum. Viðskiptafréttir urðu æ fyrirferðarmeiri. Þessi breyting var komin til að vera eins og menn þekkja. Rekstur Frjálsrar verslunar gekk vel og ég naut þessa starfs mjög. Þarna rættist gamall draumur, enda hafði minnstu munað að ég legði fyrir mig nám í blaðamennsku að loknu stúdentsprófi eins og áður var nefnt,“ eins og segir meðal annars í bókinni. Helgi er þekktur fyrir að hafa blandast inn í hið örlagaríka Hafskipsmál, hvar hann var endurskoðandi og var handtekinn í tengslum við það mál, svo áfram sé vitnað í Lífið í lit. Helgi hefur haft nokkur afskipti af stjórnmálum, er einn af bakhjörlum Viðreisnar og ákafur stuðningsmaður Vals.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Helgi gefur út ævisögu sína Helgi Magnússon, sem hefur löngum verið áberandi í viðskiptalífinu og er stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, gefur út ævisögu í mánuðinum. 12. febrúar 2019 08:00 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29
Helgi gefur út ævisögu sína Helgi Magnússon, sem hefur löngum verið áberandi í viðskiptalífinu og er stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, gefur út ævisögu í mánuðinum. 12. febrúar 2019 08:00
Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45