Sjö hross felld vegna nýs taugasjúkdóms á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 13:17 Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Vísir/Getty Áunninn fjöltaugakvilli í hrossum (acquired equine polyneuropathy, AEP) sem þekktur er í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, hefur nú greinst í fyrsta sinn hér á landi. Sjúkdómurinn uppgötvaðist í Skandinavíu fyrir nær 25 árum en þrátt fyrir víðtækar rannsóknir er orsökin ekki þekkt. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar en þar segir að ekki sé um smitsjúkdóm að ræða og ekkert bendi til að hann sé arfgengur. Sjö hross hafa verið felld hér á landi og eitt fannst dautt. Fyrstu tilfellin uppgötvuðust á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra Tengist að líkindum rúlluheyi Sjúkdómurinn tengist líklega rúlluheyi, því hrossin sem veikjast hafa alla jafna verið fóðruð á rúlluheyi af sama slætti á sama túni. Þó veikjast ekki öll hrossin sem fengið hafa sama hey og því kemur líklega fleira til. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt upp seinni hluta vetrar og fram í maí en fá tilfelli eru skráð utan þess tíma. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að oftast eru mörg tilfelli á hverjum bæ og tilfellin svæðisbundin. Yfirleitt er um ung hross að ræða en þó ekki folöld. Fjöltaugakvilli vísar til sjúkdóms í mörgum taugum líkamans, einkum í úttaugum sem leiða niður í fætur hestsins. Helsta einkennið er vöðvaslappleiki í afturhluta líkamans sem leiðir til þess að hestarnir missa öðru hverju undan sér afturfæturna, niður á afturfótakjúkurnar. Hestarnir eru með fullri meðvitund, hafa góða matarlyst og sýna eðlilegt atferli að mestu leyti. Í alvarlegum tilfellum leggjast hrossin fyrir og nauðsynlegt getur verið að aflífa þau. Meirihluti þeirra hrossa sem fá einkenni sjúkdómsins læknast af sjálfu sér með hvíld og nýju fóðri en samkvæmt tölum frá Noregi og Svíþjóð þarf að aflífa hross í allt að 30 prósent tilfella. Greinileg einkenni í 22 hrossum Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Greinileg einkenni hafa komið fram í 22 hrossum á aldrinum 2-7 vetra. Þar af hafa 7 verið felld og eitt fundist dautt. Mögulega eru fleiri trippi á bænum með væg einkenni. Ekki hefur frést af því að sjúkdómurinn hafi komið upp á fleiri stöðum og ætla má að hættan sé að mestu gengin yfir á þessu ári þar sem flest unghross eru nú komin á beit. Til framtíðar litið er þó hætta á að sjúkdómurinn komi upp víðar, enda hafa þær aðstæður sem valda honum augljóslega skapast hér á landi. Þar sem um nýjan sjúkdóm er að ræða, sem mikilvægt er að fá yfirlit yfir, óskar Matvælastofnun eftir upplýsingum um öll tilfelli þar sem grunur leikur á sjúkdómnum eða hann er staðfestur. Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Áunninn fjöltaugakvilli í hrossum (acquired equine polyneuropathy, AEP) sem þekktur er í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, hefur nú greinst í fyrsta sinn hér á landi. Sjúkdómurinn uppgötvaðist í Skandinavíu fyrir nær 25 árum en þrátt fyrir víðtækar rannsóknir er orsökin ekki þekkt. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar en þar segir að ekki sé um smitsjúkdóm að ræða og ekkert bendi til að hann sé arfgengur. Sjö hross hafa verið felld hér á landi og eitt fannst dautt. Fyrstu tilfellin uppgötvuðust á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra Tengist að líkindum rúlluheyi Sjúkdómurinn tengist líklega rúlluheyi, því hrossin sem veikjast hafa alla jafna verið fóðruð á rúlluheyi af sama slætti á sama túni. Þó veikjast ekki öll hrossin sem fengið hafa sama hey og því kemur líklega fleira til. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt upp seinni hluta vetrar og fram í maí en fá tilfelli eru skráð utan þess tíma. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að oftast eru mörg tilfelli á hverjum bæ og tilfellin svæðisbundin. Yfirleitt er um ung hross að ræða en þó ekki folöld. Fjöltaugakvilli vísar til sjúkdóms í mörgum taugum líkamans, einkum í úttaugum sem leiða niður í fætur hestsins. Helsta einkennið er vöðvaslappleiki í afturhluta líkamans sem leiðir til þess að hestarnir missa öðru hverju undan sér afturfæturna, niður á afturfótakjúkurnar. Hestarnir eru með fullri meðvitund, hafa góða matarlyst og sýna eðlilegt atferli að mestu leyti. Í alvarlegum tilfellum leggjast hrossin fyrir og nauðsynlegt getur verið að aflífa þau. Meirihluti þeirra hrossa sem fá einkenni sjúkdómsins læknast af sjálfu sér með hvíld og nýju fóðri en samkvæmt tölum frá Noregi og Svíþjóð þarf að aflífa hross í allt að 30 prósent tilfella. Greinileg einkenni í 22 hrossum Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Greinileg einkenni hafa komið fram í 22 hrossum á aldrinum 2-7 vetra. Þar af hafa 7 verið felld og eitt fundist dautt. Mögulega eru fleiri trippi á bænum með væg einkenni. Ekki hefur frést af því að sjúkdómurinn hafi komið upp á fleiri stöðum og ætla má að hættan sé að mestu gengin yfir á þessu ári þar sem flest unghross eru nú komin á beit. Til framtíðar litið er þó hætta á að sjúkdómurinn komi upp víðar, enda hafa þær aðstæður sem valda honum augljóslega skapast hér á landi. Þar sem um nýjan sjúkdóm er að ræða, sem mikilvægt er að fá yfirlit yfir, óskar Matvælastofnun eftir upplýsingum um öll tilfelli þar sem grunur leikur á sjúkdómnum eða hann er staðfestur.
Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira