Hreiðrið við Stekkjarbakka yfirgefið og tómt eftir árás máva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2019 15:45 Gæsin sést hér liggja á hreiðri sínu í síðustu viku. vísir/egill Svo virðist sem að gæsapar sem komið hafði sér upp hreiðri á hringtorgi við Stekkjarbakka í Breiðholti hafi yfirgefið hreiðrið í dag eftir að fjöldi máva réðst að hreiðrinu. Anton Magnússon sá þegar mávarnir réðust að hreiðrinu og segist í samtali við Vísi hafa séð þegar einn mávurinn át einn af ungunum sem voru í hreiðrinu. Hann vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt. Fjallað var um gæsina sem lá á hreiðrinu í fjölmiðlum í síðustu viku þar sem hún hafði vakið athygli vegfarenda fyrir að hvæsa á vegfarendur eða hreinlega ráðast til atlögu til að vernda hreiðrið sitt. Anton keyrir fram hjá hringtorginu daglega þar sem hann vinnur í nágrenninu. „Ég var búinn að fylgjast með þeim áður en fréttin um gæsina kom. Þau hafa verið þarna að dúlla sér og gaman að fylgjast með þeim vegna þess að gassinn var voða duglegur að passa sína frú. Hann leyfði ungum krökkum og fólki að labba þarna fram hjá en gat orðið grimmur út í hjólreiðamenn því þeir virka svo stórir fyrir hann,“ segir Anton.Sjá hér fyrir neðan frétt Stöðvar 2 um gæsina frá því í síðustu viku.Tugir máva á sveimi við hreiðrið Það var þó eitthvað allt annað í gangi við hreiðrið á hringtorginu um klukkan ellefu í morgun. „Þá sé ég í fyrsta lagi 30 til 40 máva og hamagang og læti. Svo sé ég þarna brauð eða kökur á grasinu fyrir framan gæsina og ísboxdollu með væntanlega vatni. Síðan horfi ég á þá þar sem þeir eru að éta brauðið eða kökuna og hamast áfram og í gæsinni sem er náttúrulega alveg brjáluð greyið. Ég sé þá ekki borða nema einn unga, ég sé bara einn mávinn koma með einn unga alveg brjálaður og hinir fara allir í hreiðrið,“ segir Anton. Eftir smástund hafi gæsaparið því farið í burtu en engir ungar á eftir þeim. Anton segist gera ráð fyrir því að mávarnir hafi étið hina ungana sem hafi væntanlega verið nýkomnir úr eggjunum. Anton segir að þeir sem hafi komið með brauðið og vatnið hafi auðvitað gert það í góðu. „En gassinn sér bara um sína frú og ef þau hefðu verið látin í friði þá hefði ekkert gerst vegna þess að hún er í felum af ástæðu. Hún vill bara í felum. Steggurinn er alltaf hinu megin við götuna, hann er ekki alveg við hreiðrið því hann vill ekki vekja athygli á frúnni og hreiðrinu. Þetta var agalega sorglegt,“ segir Anton sem hefur enga trú á að nokkrir ungar hafi lifað árás mávanna af. „Ég er búinn að fara þarna niður eftir einu sinni síðan og hreiðrið er yfirgefið og tómt og engir fuglar.“ Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega 5. júní 2019 20:30 Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Svo virðist sem að gæsapar sem komið hafði sér upp hreiðri á hringtorgi við Stekkjarbakka í Breiðholti hafi yfirgefið hreiðrið í dag eftir að fjöldi máva réðst að hreiðrinu. Anton Magnússon sá þegar mávarnir réðust að hreiðrinu og segist í samtali við Vísi hafa séð þegar einn mávurinn át einn af ungunum sem voru í hreiðrinu. Hann vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt. Fjallað var um gæsina sem lá á hreiðrinu í fjölmiðlum í síðustu viku þar sem hún hafði vakið athygli vegfarenda fyrir að hvæsa á vegfarendur eða hreinlega ráðast til atlögu til að vernda hreiðrið sitt. Anton keyrir fram hjá hringtorginu daglega þar sem hann vinnur í nágrenninu. „Ég var búinn að fylgjast með þeim áður en fréttin um gæsina kom. Þau hafa verið þarna að dúlla sér og gaman að fylgjast með þeim vegna þess að gassinn var voða duglegur að passa sína frú. Hann leyfði ungum krökkum og fólki að labba þarna fram hjá en gat orðið grimmur út í hjólreiðamenn því þeir virka svo stórir fyrir hann,“ segir Anton.Sjá hér fyrir neðan frétt Stöðvar 2 um gæsina frá því í síðustu viku.Tugir máva á sveimi við hreiðrið Það var þó eitthvað allt annað í gangi við hreiðrið á hringtorginu um klukkan ellefu í morgun. „Þá sé ég í fyrsta lagi 30 til 40 máva og hamagang og læti. Svo sé ég þarna brauð eða kökur á grasinu fyrir framan gæsina og ísboxdollu með væntanlega vatni. Síðan horfi ég á þá þar sem þeir eru að éta brauðið eða kökuna og hamast áfram og í gæsinni sem er náttúrulega alveg brjáluð greyið. Ég sé þá ekki borða nema einn unga, ég sé bara einn mávinn koma með einn unga alveg brjálaður og hinir fara allir í hreiðrið,“ segir Anton. Eftir smástund hafi gæsaparið því farið í burtu en engir ungar á eftir þeim. Anton segist gera ráð fyrir því að mávarnir hafi étið hina ungana sem hafi væntanlega verið nýkomnir úr eggjunum. Anton segir að þeir sem hafi komið með brauðið og vatnið hafi auðvitað gert það í góðu. „En gassinn sér bara um sína frú og ef þau hefðu verið látin í friði þá hefði ekkert gerst vegna þess að hún er í felum af ástæðu. Hún vill bara í felum. Steggurinn er alltaf hinu megin við götuna, hann er ekki alveg við hreiðrið því hann vill ekki vekja athygli á frúnni og hreiðrinu. Þetta var agalega sorglegt,“ segir Anton sem hefur enga trú á að nokkrir ungar hafi lifað árás mávanna af. „Ég er búinn að fara þarna niður eftir einu sinni síðan og hreiðrið er yfirgefið og tómt og engir fuglar.“
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega 5. júní 2019 20:30 Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00