Fjölskyldu grunar að kattarmorðingi gangi laus í Vogum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2019 08:00 Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. Myndin er úr safni. vísir/getty Eitrað var fyrir átta mánaða gamalli læðu, Bellu, í Vogum á Vatnsleysuströnd í síðustu viku, með þeim afleiðingum að hún drapst. Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. „Hún var með ól og merki og fór sjaldan langt frá húsinu okkar. Hún finnst svo fyrir utan hjá okkur á föstudegi. Það kemur varla annað til greina en að eitrað hafi verið fyrir henni. Engir áverkar fundust á henni. Hún hefur náð að komast heim, en dáið fyrir utan,“ segir Hulda. Hulda segir að hana gruni að eitrað hafi verið fyrir henni því að frostlögur valdi alvarlegri nýrnabilun á skömmum tíma og svo stuttur tími leið frá því að Bella fór að heiman og þar til hún fannst dauð. Hún segist ekki skilja hvað liggi að baki slíkum verknaði. „Ég skil ekki þennan verknað. Við fjölskyldan erum í rusli yfir þessu. Ég fór með henni út á miðvikudagskvöldið og skildi ekkert af hverju hún hljóp í burtu, ég held hún hafi fundið lykt af fiski sem hefur verið sprautaður með frostlegi. Það hefur verið gert úti um allt land,“ segir Hulda og vísar þar til svipaðra mála sem hafa komið upp í Hveragerði, í Sandgerði og á höfuðborgarsvæðinu. Hulda segir að hún hafi ekki tilkynnt til lögreglu eða MAST en að hún hafi fengið ábendingu um að gott væri að láta kryfja hana hjá Keldum, rannsóknarstofu, en að kostnaðurinn við það sé 34 þúsund krónur. Þau ákváðu að sleppa því og jörðuðu hana sjálf. Hún segir að þó ekkert sé hægt að sanna, eins og staðan er núna, þá vill hún að aðrir íbúar í Vogum hugsi sig tvisvar um áður en þeir hleypi köttum sínum út. Nánar er rætt við Huldu á vef Fréttablaðsins, Frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Dýr Vogar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Eitrað var fyrir átta mánaða gamalli læðu, Bellu, í Vogum á Vatnsleysuströnd í síðustu viku, með þeim afleiðingum að hún drapst. Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. „Hún var með ól og merki og fór sjaldan langt frá húsinu okkar. Hún finnst svo fyrir utan hjá okkur á föstudegi. Það kemur varla annað til greina en að eitrað hafi verið fyrir henni. Engir áverkar fundust á henni. Hún hefur náð að komast heim, en dáið fyrir utan,“ segir Hulda. Hulda segir að hana gruni að eitrað hafi verið fyrir henni því að frostlögur valdi alvarlegri nýrnabilun á skömmum tíma og svo stuttur tími leið frá því að Bella fór að heiman og þar til hún fannst dauð. Hún segist ekki skilja hvað liggi að baki slíkum verknaði. „Ég skil ekki þennan verknað. Við fjölskyldan erum í rusli yfir þessu. Ég fór með henni út á miðvikudagskvöldið og skildi ekkert af hverju hún hljóp í burtu, ég held hún hafi fundið lykt af fiski sem hefur verið sprautaður með frostlegi. Það hefur verið gert úti um allt land,“ segir Hulda og vísar þar til svipaðra mála sem hafa komið upp í Hveragerði, í Sandgerði og á höfuðborgarsvæðinu. Hulda segir að hún hafi ekki tilkynnt til lögreglu eða MAST en að hún hafi fengið ábendingu um að gott væri að láta kryfja hana hjá Keldum, rannsóknarstofu, en að kostnaðurinn við það sé 34 þúsund krónur. Þau ákváðu að sleppa því og jörðuðu hana sjálf. Hún segir að þó ekkert sé hægt að sanna, eins og staðan er núna, þá vill hún að aðrir íbúar í Vogum hugsi sig tvisvar um áður en þeir hleypi köttum sínum út. Nánar er rætt við Huldu á vef Fréttablaðsins, Frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Vogar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira