Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 20:36 Hræin eru mörg illa útleikin, sem þykir benda til þess að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. Vísir/Elín margrét Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. Þá var fjallað um hvalrekann á vef breska ríkisútvarpsins í dag. Bandarískir ferðamenn í þyrluflugi komu auga á hvalina í gær. Ekki er ljóst hversu lengi hvalirnir hafa verið í fjörunni en ljóst þykir að a.m.k. nokkrir dagar séu síðan þá rak á land. Mörg hræin eru sprungin og innyflin tekin að leka út úr skrokkunum. Það var því ófögur sjón sem blasti við fréttamanni Stöðvar 2 á Löngufjörum í kvöld.Sjá einnig: Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Þar var jafnframt rætt við Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Borgarbyggð. Hann sagði vísindamenn frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun ekki hafa komist að hvölunum enn þá. Þá ítrekaði hann að allir grindhvalirnir væru á ábyrgð landeiganda. „Sveitarfélagið gerir ekkert í þessu máli. Þetta er á ábyrgð landeigenda. Við sitjum bara hjá og skoðum málið og bendum öllum vegfarendum að fara með gát og fara ekki þarna um nema með leiðsögn,“ sagði Ragnar. „Hvalreki er eitthvað sem landeigandi á, hvort sem það er gullkista eða hvalur sem úldnar. Þetta verður bara að skoða.“ Hvalirnir eru í landi Litla-Hrauns. Kristján Jón Arilíusson, bóndi á Stóra-Hrauni, nærliggjandi bæ, sagði í kvöldfréttum að sorglegt hefði verið að sjá hvalina liggja dauða í fjörunni.Nú er ekkert svo auðvelt að komast þarna að, hvað myndirðu ráðleggja þeim sem hefðu áhuga á að sjá þetta að hafa í huga?„Vera á vel búnum bílum og hafa leiðsögn.“Þá hafa fregnir af hvalrekanum ratað út fyrir landsteinana en fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar er rætt við David Schwarzhans, flugmanninn sem flaug þyrlu ferðamannanna í gær, og einnig vísað í mál Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings, sem áréttaði að grindhvalir væru hópdýr og því hefðu svo margir þeirra strandað í einu. BBC rifjar það einnig upp þegar 145 grindhvalir strönduðu á Stewart-eyju á Nýja-Sjálandi í nóvember í fyrra. Um helmingur hvalanna var þegar dauður þegar vegfarandi gekk fram á þá en hinn helmingurinn var aflífaður, þar sem of erfitt hefði verið að bjarga þeim. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hvalrekinn við Löngufjörur væri líklega sá stærsti hér á landi síðan árið 1986. Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. Þá var fjallað um hvalrekann á vef breska ríkisútvarpsins í dag. Bandarískir ferðamenn í þyrluflugi komu auga á hvalina í gær. Ekki er ljóst hversu lengi hvalirnir hafa verið í fjörunni en ljóst þykir að a.m.k. nokkrir dagar séu síðan þá rak á land. Mörg hræin eru sprungin og innyflin tekin að leka út úr skrokkunum. Það var því ófögur sjón sem blasti við fréttamanni Stöðvar 2 á Löngufjörum í kvöld.Sjá einnig: Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Þar var jafnframt rætt við Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Borgarbyggð. Hann sagði vísindamenn frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun ekki hafa komist að hvölunum enn þá. Þá ítrekaði hann að allir grindhvalirnir væru á ábyrgð landeiganda. „Sveitarfélagið gerir ekkert í þessu máli. Þetta er á ábyrgð landeigenda. Við sitjum bara hjá og skoðum málið og bendum öllum vegfarendum að fara með gát og fara ekki þarna um nema með leiðsögn,“ sagði Ragnar. „Hvalreki er eitthvað sem landeigandi á, hvort sem það er gullkista eða hvalur sem úldnar. Þetta verður bara að skoða.“ Hvalirnir eru í landi Litla-Hrauns. Kristján Jón Arilíusson, bóndi á Stóra-Hrauni, nærliggjandi bæ, sagði í kvöldfréttum að sorglegt hefði verið að sjá hvalina liggja dauða í fjörunni.Nú er ekkert svo auðvelt að komast þarna að, hvað myndirðu ráðleggja þeim sem hefðu áhuga á að sjá þetta að hafa í huga?„Vera á vel búnum bílum og hafa leiðsögn.“Þá hafa fregnir af hvalrekanum ratað út fyrir landsteinana en fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar er rætt við David Schwarzhans, flugmanninn sem flaug þyrlu ferðamannanna í gær, og einnig vísað í mál Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings, sem áréttaði að grindhvalir væru hópdýr og því hefðu svo margir þeirra strandað í einu. BBC rifjar það einnig upp þegar 145 grindhvalir strönduðu á Stewart-eyju á Nýja-Sjálandi í nóvember í fyrra. Um helmingur hvalanna var þegar dauður þegar vegfarandi gekk fram á þá en hinn helmingurinn var aflífaður, þar sem of erfitt hefði verið að bjarga þeim. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hvalrekinn við Löngufjörur væri líklega sá stærsti hér á landi síðan árið 1986.
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08