„Svona truflanir hafa áhrif“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 16. júlí 2019 22:00 Hópur aðgerðasinna mótmælti neyslu dýraafurða í Krónunni á Granda í dag. Mótmælin voru svipuð þeim sem fram fóru í Hagkaup í Skeifunni í gær og voru það grænkerarnir Natasha Katherine Cuculovski og Luca Padalini sem stóðu fyrir mótmælunum. Hópurinn stillti sér upp fyrir framan kjötkæla í versluninni með svart límband yfir munninum og skilti sem vöktu athygli á þjáningum dýra í matvælaiðnaði. Þá spiluðu þau hljóðbúta sem tekin eru upp í sláturhúsum og heyra mátti sársaukafull hljóð dýranna óma um ganga verslunarinnar.Sjá einnig: Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Mótmælin fóru friðsamlega fram bæði í dag og í gær en þó var kallað til lögreglu við mótmælin í Hagkaup í gær. Lögreglan hafði ekki afskipti af fólkinu þar sem það yfirgaf verslunina fljótlega.Fólkið stillti sér upp fyrir framan kjötkæla.VísirFlestir vita hvaðan dýraafurðirnar koma Vigdís Þórðardóttir, ein þeirra sem tók þátt í mótmælunum, segist vera sannfærð um að mótmælin skili árangri. Það eitt að vekja athygli á málstaðnum vekji fólk til umhugsunar enda þarf oft lítið til. „Flestir eru þannig að þeir mæta bara út í stórmarkaði, eins og ég gerði, og kaupa sína vöru án þess að hugsa og fara heim og elda hana og pæla ekkert meira þó þau viti hvaðan þetta kemur,“ segir Vigdís. Vigdís segir söguna sýna að slíkar truflanir hafa töluverð áhrif þegar kemur að réttindabaráttu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Hún segir mótmælin vera til þess fallin að skapa umfjöllun og aðspurð hvort hún telji slíkar aðgerðir bera árangur er svarið einfalt: „Við erum í kvöldfréttunum svo ég myndi segja það.“ Dýr Matur Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Tengdar fréttir Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hópur aðgerðasinna mótmælti neyslu dýraafurða í Krónunni á Granda í dag. Mótmælin voru svipuð þeim sem fram fóru í Hagkaup í Skeifunni í gær og voru það grænkerarnir Natasha Katherine Cuculovski og Luca Padalini sem stóðu fyrir mótmælunum. Hópurinn stillti sér upp fyrir framan kjötkæla í versluninni með svart límband yfir munninum og skilti sem vöktu athygli á þjáningum dýra í matvælaiðnaði. Þá spiluðu þau hljóðbúta sem tekin eru upp í sláturhúsum og heyra mátti sársaukafull hljóð dýranna óma um ganga verslunarinnar.Sjá einnig: Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Mótmælin fóru friðsamlega fram bæði í dag og í gær en þó var kallað til lögreglu við mótmælin í Hagkaup í gær. Lögreglan hafði ekki afskipti af fólkinu þar sem það yfirgaf verslunina fljótlega.Fólkið stillti sér upp fyrir framan kjötkæla.VísirFlestir vita hvaðan dýraafurðirnar koma Vigdís Þórðardóttir, ein þeirra sem tók þátt í mótmælunum, segist vera sannfærð um að mótmælin skili árangri. Það eitt að vekja athygli á málstaðnum vekji fólk til umhugsunar enda þarf oft lítið til. „Flestir eru þannig að þeir mæta bara út í stórmarkaði, eins og ég gerði, og kaupa sína vöru án þess að hugsa og fara heim og elda hana og pæla ekkert meira þó þau viti hvaðan þetta kemur,“ segir Vigdís. Vigdís segir söguna sýna að slíkar truflanir hafa töluverð áhrif þegar kemur að réttindabaráttu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Hún segir mótmælin vera til þess fallin að skapa umfjöllun og aðspurð hvort hún telji slíkar aðgerðir bera árangur er svarið einfalt: „Við erum í kvöldfréttunum svo ég myndi segja það.“
Dýr Matur Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Tengdar fréttir Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35