Munaðarlaus andarungi lifir lúxuslífi í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2019 20:00 Andarunginn Tísti, sem lifir lúxuslífi í sveitinni á bænum Borgareyri í Rangárþingi eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Munaðarlaus andarungi lætur nú fara vel um sig í sveitinni á bænum Borgareyri undir Vestur Eyjafjöllum. Mamma ungans er týnd og keyrt var yfir þrjú systkini hans. Unginn hefur fengið nafnið Tísti því hann tístir svo mikið. Á Borgareyri býr Guðmundur Þór Jónsson, ásamt rússneskri eiginkonu og stjúpsyni. Fimm vikna munaðarlaus andarungi hefur nú bæst við fjölskylduna og lætur hann fara vel um sig á heimilinu þar sem hann fær fyrsta flokks þjónustu og nóg að éta. Skemmtilegast þykir honum að sulla í vatninu í balanum. „Það var þannig að tengdadóttir mín kom að bílslysi, það var keyrt yfir andafjölskyldu, fjórir ungar lágu eftir og öndin hljóp í burtu með fjóra. Svo þegar hún fer að skoða aðstæður lifnaði Tísti við, hinir voru dauðir. Þannig að hún tók hann að sér í fóstur og var með hann í tvær vikur. Nú er hún að fara að eiga tvíbura þannig að þetta var orðið aðeins og mikið fyrir heimilið svo öndin var send í sveitina“, segir Guðmundur Þór. Slysið varð í Grafarvoginum fyrir fimm vikum. Guðmundur segir að dekrað sé við öndina alla daga enda lifi hún lúxuslífi. „Hún vill mest vera inni hjá stráknum, svo syndir hún hér í tjörninni. Hann fór með hana niður á læk í gær, þá hljóp hún á vatninu, hún vildi alls ekki fara á lækinn“.Arsenij Kaganskij er vakinn og sofandi yfir andarunganum og hafa þeir Tísti orðið bestur félagar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Á nóttunni sefur Tísti í plastkassa inn í herbergi hjá Arsenjij Kaganskij. En hvað fær hann helst að éta í sveitinni? „Hann borðar brauð, gras, mjöl og orma“, segir Arsenjij. En hvað verður nú um Tísta? „Við ætlum að ná í einhverja aliönd, einhvern félaga fyrir hana svo hún sé ekki ein“, segir Guðmundur. Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Munaðarlaus andarungi lætur nú fara vel um sig í sveitinni á bænum Borgareyri undir Vestur Eyjafjöllum. Mamma ungans er týnd og keyrt var yfir þrjú systkini hans. Unginn hefur fengið nafnið Tísti því hann tístir svo mikið. Á Borgareyri býr Guðmundur Þór Jónsson, ásamt rússneskri eiginkonu og stjúpsyni. Fimm vikna munaðarlaus andarungi hefur nú bæst við fjölskylduna og lætur hann fara vel um sig á heimilinu þar sem hann fær fyrsta flokks þjónustu og nóg að éta. Skemmtilegast þykir honum að sulla í vatninu í balanum. „Það var þannig að tengdadóttir mín kom að bílslysi, það var keyrt yfir andafjölskyldu, fjórir ungar lágu eftir og öndin hljóp í burtu með fjóra. Svo þegar hún fer að skoða aðstæður lifnaði Tísti við, hinir voru dauðir. Þannig að hún tók hann að sér í fóstur og var með hann í tvær vikur. Nú er hún að fara að eiga tvíbura þannig að þetta var orðið aðeins og mikið fyrir heimilið svo öndin var send í sveitina“, segir Guðmundur Þór. Slysið varð í Grafarvoginum fyrir fimm vikum. Guðmundur segir að dekrað sé við öndina alla daga enda lifi hún lúxuslífi. „Hún vill mest vera inni hjá stráknum, svo syndir hún hér í tjörninni. Hann fór með hana niður á læk í gær, þá hljóp hún á vatninu, hún vildi alls ekki fara á lækinn“.Arsenij Kaganskij er vakinn og sofandi yfir andarunganum og hafa þeir Tísti orðið bestur félagar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Á nóttunni sefur Tísti í plastkassa inn í herbergi hjá Arsenjij Kaganskij. En hvað fær hann helst að éta í sveitinni? „Hann borðar brauð, gras, mjöl og orma“, segir Arsenjij. En hvað verður nú um Tísta? „Við ætlum að ná í einhverja aliönd, einhvern félaga fyrir hana svo hún sé ekki ein“, segir Guðmundur.
Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira