„Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:42 Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Ferðaþjónustuiðnaðurinn er frekur á starfsfólk, launakostnaði er haldið niðri og mikið er um réttindabrot gagnvart starfsfólki í greininni. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem segir að stéttarfélögin áætli að um 70% tíma þeirra sé varið í að berjast fyrir réttindum starfsfólks í ferðaþjónustu. Það skjóti því skökku við að stjórnvöld séu að móta stefnu í ferðaþjónustu til ársins 2030 án samráðs við vinnandi fólk í greininni. „Að móta stefnu í greininni án þess að eyða einni setningu í aðbúnað, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinnuna er einhvers konar met í afneitun,“ segir Drífa.Sjá nánar: Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Hún segir stéttarfélög um allt land hamast við að verja réttindi fólks í ferðaþjónustunni og að þar sé ekki allt fallegt sem þau sjái. Drífa tekur mið af umræðu um afnám sérleyfa í leigubílaakstri. „Flestar borgir þar sem til dæmis Uber hefur fest sig í sessi eru í tómum vandræðum einmitt vegna félagslegra undirboða og yfirvöld reyna af fremsta mætti að vinda ofan af þessari þróun. Þau sem keyra bílana eru langt fyrir neðan lágmarkslaun og arðurinn fer til fyrirtækja sem skráð eru í öðrum löndum,“ segir Drífa. Það sé ekki í boði að ræða breytingar á leigubílaakstri án þess að taka tillit til vinnandi fólks í greininni.„Það ríður enginn feitum hesti frá leigubílaakstri í dag og lækkun verðs á leigubílum þýðir launalækkun fyrir þá sem aka. Þetta er eitt skýrasta dæmi um deilihagkerfi og hvernig það getur snúist gegn vinnandi fólki þar sem einstaklingar eru í samkeppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðningarsambandi með þeim réttindum sem fylgir.“ Betra sé að fara varlega í sakirnar og ávallt krefjast þess stefnumótun til framtíðar sé ekki síst unnin út frá hagsmunum vinnandi fólks. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ferðaþjónustuiðnaðurinn er frekur á starfsfólk, launakostnaði er haldið niðri og mikið er um réttindabrot gagnvart starfsfólki í greininni. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem segir að stéttarfélögin áætli að um 70% tíma þeirra sé varið í að berjast fyrir réttindum starfsfólks í ferðaþjónustu. Það skjóti því skökku við að stjórnvöld séu að móta stefnu í ferðaþjónustu til ársins 2030 án samráðs við vinnandi fólk í greininni. „Að móta stefnu í greininni án þess að eyða einni setningu í aðbúnað, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinnuna er einhvers konar met í afneitun,“ segir Drífa.Sjá nánar: Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Hún segir stéttarfélög um allt land hamast við að verja réttindi fólks í ferðaþjónustunni og að þar sé ekki allt fallegt sem þau sjái. Drífa tekur mið af umræðu um afnám sérleyfa í leigubílaakstri. „Flestar borgir þar sem til dæmis Uber hefur fest sig í sessi eru í tómum vandræðum einmitt vegna félagslegra undirboða og yfirvöld reyna af fremsta mætti að vinda ofan af þessari þróun. Þau sem keyra bílana eru langt fyrir neðan lágmarkslaun og arðurinn fer til fyrirtækja sem skráð eru í öðrum löndum,“ segir Drífa. Það sé ekki í boði að ræða breytingar á leigubílaakstri án þess að taka tillit til vinnandi fólks í greininni.„Það ríður enginn feitum hesti frá leigubílaakstri í dag og lækkun verðs á leigubílum þýðir launalækkun fyrir þá sem aka. Þetta er eitt skýrasta dæmi um deilihagkerfi og hvernig það getur snúist gegn vinnandi fólki þar sem einstaklingar eru í samkeppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðningarsambandi með þeim réttindum sem fylgir.“ Betra sé að fara varlega í sakirnar og ávallt krefjast þess stefnumótun til framtíðar sé ekki síst unnin út frá hagsmunum vinnandi fólks.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00