Afar sjaldgæfur gestur á Vatnsnesi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 15:30 Þessi fugl var hinn rólegasti að narta í fræ og biðukollur við Ásbjarnastaði í vikunni. Mynd/Einar Ó. Þorsteinsson. Hinn sjaldgæfi erlendi gestur Víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnastaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum. Náttúrufræðingurinn Einar Ó. Þorleifsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra var kallaður til að greina fuglinn. Í samtali við Vísi segir hann að um karlfugl hafi verið að ræða en þeir eru fagurrauðir með hvítar rákir á dökum væng og minna að sögn Einars dálítið á lítinn páfafauk, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Einar náði af fuglinum.Víxlnefur er spörfugl af finkuætt og heldur sig helst til í barrskógum í Síberíu og norðurhluta-Ameríku en eiga það til að fara á flakk. Víxlnefur sást fyrst hér á landi í Stöðvarfirði árið 2009 ogsvo aftur á Suðurnesjum árið 2017.Að sögn Einars komu nokkrir fuglar af tegundinni við á Höfn og í Skaftártungu fyrr í sumar og svo þessi sem lét sjá sig á Vatnsnesi.„Þetta er auðgreindur fugl og þar var hann bara að bjarga sér á fræjum og biðukollum en þeir geta nú gripið í ýmislegt annað ef þeir komast ekki í köngla, annars lifa þeir á fræjum af greni, lerki og furu og svoleiðis,“ segir Einar sem segir fuglaáhugamenn vera spennta þegar fuglar sem ekki venja komu sína hingað til lands sækja landið heim. Væntanlega hingað kominn í leit að fæðu „Það er mjög spennandi og margir áhugamenn um fugla sem vilja sjá þessa sem að koma og svona. Menn lesa ýmislegt út úr þessu hvort það séu einhverjar breytingar á náttúrunni og lífríkinu en þetta tengist sumpart því sem er að gerast hér,“ segir Einar og vísar þar í aukna ræktun á barrskógum hér á landi.Fuglinn er litskrúðugur og minnir á páfagauk.Mynd/Einar Ó. Þorleifsson.Telur hann líklegt að rekja megi komu fuglanna hingað til lands til fæðuskorts í heimkynnum þeirra.„Ef að það er fæðuskortur fara þeir að leita fyrir sér annars staðar og þá geta þeir jafn vel numið ný lönd,“ segir Einar.„Maður getur aldrei útilokað að svona fuglar setjist að ef þeir finna réttu skilyrðin, menn eru farnir að rækta svo mikið af barrskógum hér á Íslandi að svona barrskógafuglar geta farið að setjast hérna að,“ segir Einar og bendir á að fugl af svipaðri tegund og Víxlnefur hafi sest hér að.„Við höfum séð að það hefur sest að hérna annar fugl sem er skildur þessum sem heitir Krossnefur og hann lifir líka á könglum af barrtrjám. Þannig að það er spurning hvað þessi gerir ef þeir eru nógu margir.“Að sögn Einars er þó miðað við að fuglategund hafi orpið hér á landi í tíu ár í röð til þess að hún geti talist hafa sest hér að, og því væntanlega langt í land að Víxlnefur öðlist þann sess. Dýr Húnaþing vestra Tengdar fréttir Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Hinn sjaldgæfi erlendi gestur Víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnastaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum. Náttúrufræðingurinn Einar Ó. Þorleifsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra var kallaður til að greina fuglinn. Í samtali við Vísi segir hann að um karlfugl hafi verið að ræða en þeir eru fagurrauðir með hvítar rákir á dökum væng og minna að sögn Einars dálítið á lítinn páfafauk, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Einar náði af fuglinum.Víxlnefur er spörfugl af finkuætt og heldur sig helst til í barrskógum í Síberíu og norðurhluta-Ameríku en eiga það til að fara á flakk. Víxlnefur sást fyrst hér á landi í Stöðvarfirði árið 2009 ogsvo aftur á Suðurnesjum árið 2017.Að sögn Einars komu nokkrir fuglar af tegundinni við á Höfn og í Skaftártungu fyrr í sumar og svo þessi sem lét sjá sig á Vatnsnesi.„Þetta er auðgreindur fugl og þar var hann bara að bjarga sér á fræjum og biðukollum en þeir geta nú gripið í ýmislegt annað ef þeir komast ekki í köngla, annars lifa þeir á fræjum af greni, lerki og furu og svoleiðis,“ segir Einar sem segir fuglaáhugamenn vera spennta þegar fuglar sem ekki venja komu sína hingað til lands sækja landið heim. Væntanlega hingað kominn í leit að fæðu „Það er mjög spennandi og margir áhugamenn um fugla sem vilja sjá þessa sem að koma og svona. Menn lesa ýmislegt út úr þessu hvort það séu einhverjar breytingar á náttúrunni og lífríkinu en þetta tengist sumpart því sem er að gerast hér,“ segir Einar og vísar þar í aukna ræktun á barrskógum hér á landi.Fuglinn er litskrúðugur og minnir á páfagauk.Mynd/Einar Ó. Þorleifsson.Telur hann líklegt að rekja megi komu fuglanna hingað til lands til fæðuskorts í heimkynnum þeirra.„Ef að það er fæðuskortur fara þeir að leita fyrir sér annars staðar og þá geta þeir jafn vel numið ný lönd,“ segir Einar.„Maður getur aldrei útilokað að svona fuglar setjist að ef þeir finna réttu skilyrðin, menn eru farnir að rækta svo mikið af barrskógum hér á Íslandi að svona barrskógafuglar geta farið að setjast hérna að,“ segir Einar og bendir á að fugl af svipaðri tegund og Víxlnefur hafi sest hér að.„Við höfum séð að það hefur sest að hérna annar fugl sem er skildur þessum sem heitir Krossnefur og hann lifir líka á könglum af barrtrjám. Þannig að það er spurning hvað þessi gerir ef þeir eru nógu margir.“Að sögn Einars er þó miðað við að fuglategund hafi orpið hér á landi í tíu ár í röð til þess að hún geti talist hafa sest hér að, og því væntanlega langt í land að Víxlnefur öðlist þann sess.
Dýr Húnaþing vestra Tengdar fréttir Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13