Hver níðist á neytendum? Ólafur Arnarson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Sigmar Vilhjálmsson, nýr talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, gagnrýndi á dögunum harðlega innflytjendur á landbúnaðarafurðum. Honum finnst skrítið að verið sé að flytja inn vörur í „sama gæðaflokki“ og við Íslendingar getum framleitt sjálfir. Hver metur þessi gæði? Á að setja á fót Gæðaráð ríkisins sem ákveður hvað má flytja inn og hvað ekki? Á að banna allan innflutning á Parma-skinku ef Ali býður upp á vöru með sama nafni? Er þetta örugglega sama varan? Er ekki betra að láta neytendur um að meta gæði vörunnar? Þá sakar Sigmar innflytjendur um að hirða sjálfir allan ábata af tollfrjálsum innflutningi matvæla í stað þess að láta ábatann renna til neytenda. Innflytjendur flytji inn lélega vöru og það sé innanlandsframleiðslan sem haldi uppi gæðum á matvælum. Hann segir innflytjendur ávaxta kaupa annars flokks vöru og selja á fyrsta flokks verði því ávextir séu ekki framleiddir hér á landi. En hverjir níðast svona á íslenskum neytendum? Jú, í ljós kemur að félagsmenn í FESK flytja inn tæp 90 prósent tollkvótans af svínakjöti og helming kvótans af alifuglakjöti. Það eru sem sagt hans eigin félagsmenn sem níðast á neytendum. Og hverjir flytja inn ávextina? Einn stærsti innflytjandinn er Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og Fisks (Ali) og aðili að FESK. Mata fær kaldar kveðjur frá eigin talsmanni. Í framhaldi af þessu væri líka áhugavert að fá svör við því hvers vegna fyrirtæki innan FESK hafa ekki látið neytendur njóta endurgreiðslna frá ríkinu á ólögmætum gjöldum sem innheimt voru vegna útboða á tollkvótum á árunum 2009-2013. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um að gjaldtaka vegna útboða tollkvóta væri ólögleg endurgreiddi ríkið innflytjendum næstum 800 milljónir árið 2016. Drjúgur hluti þeirrar fjárhæðar rann til fyrirtækja innan FESK. Í hvaða vasa fóru þeir peningar? Ekki til neytenda, svo mikið er víst.Höfundur er hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Ólafur Arnarson Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, nýr talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, gagnrýndi á dögunum harðlega innflytjendur á landbúnaðarafurðum. Honum finnst skrítið að verið sé að flytja inn vörur í „sama gæðaflokki“ og við Íslendingar getum framleitt sjálfir. Hver metur þessi gæði? Á að setja á fót Gæðaráð ríkisins sem ákveður hvað má flytja inn og hvað ekki? Á að banna allan innflutning á Parma-skinku ef Ali býður upp á vöru með sama nafni? Er þetta örugglega sama varan? Er ekki betra að láta neytendur um að meta gæði vörunnar? Þá sakar Sigmar innflytjendur um að hirða sjálfir allan ábata af tollfrjálsum innflutningi matvæla í stað þess að láta ábatann renna til neytenda. Innflytjendur flytji inn lélega vöru og það sé innanlandsframleiðslan sem haldi uppi gæðum á matvælum. Hann segir innflytjendur ávaxta kaupa annars flokks vöru og selja á fyrsta flokks verði því ávextir séu ekki framleiddir hér á landi. En hverjir níðast svona á íslenskum neytendum? Jú, í ljós kemur að félagsmenn í FESK flytja inn tæp 90 prósent tollkvótans af svínakjöti og helming kvótans af alifuglakjöti. Það eru sem sagt hans eigin félagsmenn sem níðast á neytendum. Og hverjir flytja inn ávextina? Einn stærsti innflytjandinn er Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og Fisks (Ali) og aðili að FESK. Mata fær kaldar kveðjur frá eigin talsmanni. Í framhaldi af þessu væri líka áhugavert að fá svör við því hvers vegna fyrirtæki innan FESK hafa ekki látið neytendur njóta endurgreiðslna frá ríkinu á ólögmætum gjöldum sem innheimt voru vegna útboða á tollkvótum á árunum 2009-2013. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um að gjaldtaka vegna útboða tollkvóta væri ólögleg endurgreiddi ríkið innflytjendum næstum 800 milljónir árið 2016. Drjúgur hluti þeirrar fjárhæðar rann til fyrirtækja innan FESK. Í hvaða vasa fóru þeir peningar? Ekki til neytenda, svo mikið er víst.Höfundur er hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar