Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur Háskóla Íslands - hvað er í boði? Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín Sverrisdóttir skrifar 20. september 2019 08:00 Í stefnu Háskóla Íslands 2016 - 2021 kemur fram að eitt af markmiðunum sé: „hvetjandi, umhverfisvænt og skemmtilegt starfsumhverfi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna og stúdenta“. Við í Háskóla Íslands erum meðvituð um að geðheilbrigði er einn af lykilþáttum góðrar heilsu og hefur gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verið í boði fyrir nemendur skólans í 30 ár. Sálfræðiþjónustan er hluti af víðtækri þjónustu sem er í boði hjá Náms- og starfsráðgjöf HÍ og fer eftirspurnin vaxandi. Okkar starf felst í að sinna, vekja athygli á og opna umræðuna um málefni tengd geðheilbrigði. Háskólaárin eru oft umbrotatímar þar sem mikilvægar lífsákvarðanir eru teknar og breytingar eiga sér stað. Samkvæmt gögnum frá embætti landlæknis þá fer geðheilsu ungmenna hrakandi en þar kemur m.a. fram að árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18- 24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. Í evrópskri samanburðarkönnun, Eurostundent VI, frá árinu 2018, kemur fram að 15% íslenskra háskólanema segjast glíma við andleg veikindi en meðaltalið í Evrópu er 4% og á Norðurlöndum 8%. Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi geðheilbrigðis óskuðu nemendur eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Háskóli Íslands hefur brugðist við því með stofnun þverfaglegs stýrihóps um geðheilbrigðismál þar sem forseti stúdentaráðs á einnig sæti. Í dag sinna tveir sálfræðingar sálfræðiþjónustunni í Náms- og starfsráðgjöf HÍ en það er á áætlun að ráða þann þriðja til starfa. Þá var gert sérstakt átak til að bæta þau fræðslu- og hópmeðferðarúrræði sem nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða. Öllum nemendum HÍ býðst gjaldfrjáls einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi þar sem vandi hvers og eins er kortlagður og mat lagt á hvaða sálfræðiþjónusta hentar viðkomandi best. Þar sem nemendur eru að glíma við fjölbreyttan vanda, þá er áhersla lögð á að bjóða upp á margvísleg úrræði, eins og t.d. einstaklingsviðtöl hjá okkur í sálfræðiþjónustunni, hópnámskeið og stutt fræðsluerindi. Á þessu skólaári verður m.a. boðið upp á námskeið við lágu sjálfsmati, streitustjórnun, prófkvíða, kvíða og þunglyndi. Auk þess býður Sálfræðiráðgjöf sálfræðinema á lokaári upp á einstaklings- og hópmeðferð fyrir háskólanemendur og börn þeirra undir handleiðslu reyndra klínískra sérfræðinga í sálfræði. Viðtöl sálfræðinema eru vikulega gegn vægu gjaldi. Einnig viljum við minnast á Hugrúnu sem er geðfræðslufélag háskólanema og sinnir forvörnum og geðfræðslu í sjálfboðastarfi. Með því að bjóða upp á fjölbreytta, einstaklingsmiðaða sálfræðiþjónustu þá styðjum við enn frekar við það markmið Háskólans að stuðla að heilbrigði og vellíðan stúdenta ásamt því að mennta fólk sem er hæft til að takast á við áskoranir samtímans. Dagana 24. - 26. september verður fjölbreytt fræðsludagskrá á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ með áherslu á erindi sem snúa að vellíðan og árangri í námi. Dagskráin verður opin öllum en erindin miðast að þörfum nemenda. Við hvetjum alla nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér þá þjónustu og stuðning sem er í boði á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Við hlökkum til samstarfsins.Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín SverrisdóttirSálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í stefnu Háskóla Íslands 2016 - 2021 kemur fram að eitt af markmiðunum sé: „hvetjandi, umhverfisvænt og skemmtilegt starfsumhverfi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan starfsmanna og stúdenta“. Við í Háskóla Íslands erum meðvituð um að geðheilbrigði er einn af lykilþáttum góðrar heilsu og hefur gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verið í boði fyrir nemendur skólans í 30 ár. Sálfræðiþjónustan er hluti af víðtækri þjónustu sem er í boði hjá Náms- og starfsráðgjöf HÍ og fer eftirspurnin vaxandi. Okkar starf felst í að sinna, vekja athygli á og opna umræðuna um málefni tengd geðheilbrigði. Háskólaárin eru oft umbrotatímar þar sem mikilvægar lífsákvarðanir eru teknar og breytingar eiga sér stað. Samkvæmt gögnum frá embætti landlæknis þá fer geðheilsu ungmenna hrakandi en þar kemur m.a. fram að árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18- 24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. Í evrópskri samanburðarkönnun, Eurostundent VI, frá árinu 2018, kemur fram að 15% íslenskra háskólanema segjast glíma við andleg veikindi en meðaltalið í Evrópu er 4% og á Norðurlöndum 8%. Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi geðheilbrigðis óskuðu nemendur eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Háskóli Íslands hefur brugðist við því með stofnun þverfaglegs stýrihóps um geðheilbrigðismál þar sem forseti stúdentaráðs á einnig sæti. Í dag sinna tveir sálfræðingar sálfræðiþjónustunni í Náms- og starfsráðgjöf HÍ en það er á áætlun að ráða þann þriðja til starfa. Þá var gert sérstakt átak til að bæta þau fræðslu- og hópmeðferðarúrræði sem nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða. Öllum nemendum HÍ býðst gjaldfrjáls einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi þar sem vandi hvers og eins er kortlagður og mat lagt á hvaða sálfræðiþjónusta hentar viðkomandi best. Þar sem nemendur eru að glíma við fjölbreyttan vanda, þá er áhersla lögð á að bjóða upp á margvísleg úrræði, eins og t.d. einstaklingsviðtöl hjá okkur í sálfræðiþjónustunni, hópnámskeið og stutt fræðsluerindi. Á þessu skólaári verður m.a. boðið upp á námskeið við lágu sjálfsmati, streitustjórnun, prófkvíða, kvíða og þunglyndi. Auk þess býður Sálfræðiráðgjöf sálfræðinema á lokaári upp á einstaklings- og hópmeðferð fyrir háskólanemendur og börn þeirra undir handleiðslu reyndra klínískra sérfræðinga í sálfræði. Viðtöl sálfræðinema eru vikulega gegn vægu gjaldi. Einnig viljum við minnast á Hugrúnu sem er geðfræðslufélag háskólanema og sinnir forvörnum og geðfræðslu í sjálfboðastarfi. Með því að bjóða upp á fjölbreytta, einstaklingsmiðaða sálfræðiþjónustu þá styðjum við enn frekar við það markmið Háskólans að stuðla að heilbrigði og vellíðan stúdenta ásamt því að mennta fólk sem er hæft til að takast á við áskoranir samtímans. Dagana 24. - 26. september verður fjölbreytt fræðsludagskrá á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ með áherslu á erindi sem snúa að vellíðan og árangri í námi. Dagskráin verður opin öllum en erindin miðast að þörfum nemenda. Við hvetjum alla nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér þá þjónustu og stuðning sem er í boði á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Við hlökkum til samstarfsins.Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín SverrisdóttirSálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar