
Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur Háskóla Íslands - hvað er í boði?
Háskólaárin eru oft umbrotatímar þar sem mikilvægar lífsákvarðanir eru teknar og breytingar eiga sér stað. Samkvæmt gögnum frá embætti landlæknis þá fer geðheilsu ungmenna hrakandi en þar kemur m.a. fram að árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18- 24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. Í evrópskri samanburðarkönnun, Eurostundent VI, frá árinu 2018, kemur fram að 15% íslenskra háskólanema segjast glíma við andleg veikindi en meðaltalið í Evrópu er 4% og á Norðurlöndum 8%.
Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi geðheilbrigðis óskuðu nemendur eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Háskóli Íslands hefur brugðist við því með stofnun þverfaglegs stýrihóps um geðheilbrigðismál þar sem forseti stúdentaráðs á einnig sæti. Í dag sinna tveir sálfræðingar sálfræðiþjónustunni í Náms- og starfsráðgjöf HÍ en það er á áætlun að ráða þann þriðja til starfa. Þá var gert sérstakt átak til að bæta þau fræðslu- og hópmeðferðarúrræði sem nemendum við Háskóla Íslands stendur til boða.
Öllum nemendum HÍ býðst gjaldfrjáls einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi þar sem vandi hvers og eins er kortlagður og mat lagt á hvaða sálfræðiþjónusta hentar viðkomandi best. Þar sem nemendur eru að glíma við fjölbreyttan vanda, þá er áhersla lögð á að bjóða upp á margvísleg úrræði, eins og t.d. einstaklingsviðtöl hjá okkur í sálfræðiþjónustunni, hópnámskeið og stutt fræðsluerindi. Á þessu skólaári verður m.a. boðið upp á námskeið við lágu sjálfsmati, streitustjórnun, prófkvíða, kvíða og þunglyndi. Auk þess býður Sálfræðiráðgjöf sálfræðinema á lokaári upp á einstaklings- og hópmeðferð fyrir háskólanemendur og börn þeirra undir handleiðslu reyndra klínískra sérfræðinga í sálfræði. Viðtöl sálfræðinema eru vikulega gegn vægu gjaldi. Einnig viljum við minnast á Hugrúnu sem er geðfræðslufélag háskólanema og sinnir forvörnum og geðfræðslu í sjálfboðastarfi.
Með því að bjóða upp á fjölbreytta, einstaklingsmiðaða sálfræðiþjónustu þá styðjum við enn frekar við það markmið Háskólans að stuðla að heilbrigði og vellíðan stúdenta ásamt því að mennta fólk sem er hæft til að takast á við áskoranir samtímans.
Dagana 24. - 26. september verður fjölbreytt fræðsludagskrá á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ með áherslu á erindi sem snúa að vellíðan og árangri í námi. Dagskráin verður opin öllum en erindin miðast að þörfum nemenda.
Við hvetjum alla nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér þá þjónustu og stuðning sem er í boði á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Við hlökkum til samstarfsins.
Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín Sverrisdóttir
Sálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands
Skoðun

Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Jarðhiti jafnar leikinn
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Skipbrot Reykjavíkurborgar
Davíð J. Arngrímsson skrifar

Stóra klúður Íslands í raforkumálum
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina?
Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar

Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar
Karl Arnar Arnarson skrifar

Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist
Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar

Græðgin, vísindin og spilakassarnir
Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Kjöt og krabbamein
Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar

Rektorskjör HÍ
Soffía Auður Birgisdóttir skrifar

Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Evrópusambandið og upplýsingalæsi
Ægir Örn Arnarson skrifar

Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun
Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar

Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Af hverju veljum við Silju Báru?
Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar

Við erum ekki Rússland
Sigmar Guðmundsson skrifar

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands
Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar

Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar