Mikilvægi tungumála í atvinnulífinu Birna Arnbjörnsdóttir skrifar 3. desember 2019 08:00 Fyrr á þessu ári kom út skýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um formlegt nám í ferðaþjónustu. Skýrslunni er ætlað að verða leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Einn þeirra fjölmörgu þátta sem koma til umfjöllunar í skýrslunni eru tungumálin. Minnst er á það að tungumálakunnátta og þekking á mismunandi menningu sé mikilvæg í ýmsum störfum. Þó hefði að ósekju mátt fjalla meira um mikilvægi tungumálakunnáttu í þjónustu við erlenda ferðamenn. Líkt og ráðherra ferðamála segir í inngangsávarpi sínu í skýrslunni byggist ferðaþjónustan nefnilega að mestu á samskiptum fólks. Þessi samskipti, sem eru grundvöllur greinarinnar, fara nánast öll fram á erlendum tungumálum. Tungumálakunnátta og menningarlæsi og -skilningur eru meðal mikilvægustu eiginleika starfsfólks í ferðaþjónustu. Skortur á hæfu starfsfólki hefur verið talinn meðal helstu áhættuþátta í greininni, og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni og sérhæfingu. Mála- og menningardeild HÍ vill mæta þörfum ferðaþjónustunnar með því að auka menntunarmöguleika starfsfólks í ferðaþjónustu með tilliti til eflingar samskiptafærni í erlendum tungumálum. Við Háskóla Íslands er nú hægt að stunda nám í þrettán tungumálum auk þess sem í deildinni er boðið upp á fjölda námskeiða um menningu þessara málsvæða. Mála- og menningardeild hefur jafnframt svarað kröfum um hagnýtt nám með því að þróa stutt en hnitmiðað diplómanám í öllum þessum tungumálum og þá með þarfir atvinnulífsins að sjónarmiði. Diplómanámið er til eins árs og er sérstaklega hugsað þannig að hægt sé að ná valdi á viðkomandi máli hratt og örugglega, öðlast lesskilning, byggja upp fagtengdan orðaforða og þjálfast í töluðu máli og orðræðu ákveðinna greina s.s. í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að taka námskeið sem hluta af öðru námi við Háskóla Íslands. Þá er starfrækt Tungumálamiðstöð í Háskóla Íslands, þar sem nemendur og starfsmenn geta stundað nemendastýrt nám í sjö tungumálum. Háskóli Íslands hefur einnig svarað kallinu hvað varðar íslenskukennslu fyrir innflytjendur, en fjöldi erlendra ríkisborgara starfar í ferðaþjónustu til skemmri og lengri tíma. Við Vigdísarstofnun í samvinnu við HÍ og Árnastofnun hafa verið þróuð íslenskunámskeið á vefnum Icelandic Online, þar sem útlendingar geta lært íslensku í gegnum netið, þeim að kostnaðarlausu. Icelandic Online hefur gerbylt aðgengi að íslenskukennslu um allan heim þ.á.m. fyrir innflytjendur og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Fagtengd tungumálakennsla og þarfir atvinnulífsins verða til umfjöllunar á málþingi í Veröld – húsi Vigdísar í dag, þriðjudaginn 3. desember kl. 16:30. Þar kemur saman fólk úr akademíunni og atvinnulífinu til að eiga samtal um þessi mál. Málþingið er öllum opið og áhugafólk um tungumál er hvatt til að taka þátt í samtalinu.Höfundur er deildarforseti Mála- og menningardeildar HÍ og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Íslenska á tækniöld Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári kom út skýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um formlegt nám í ferðaþjónustu. Skýrslunni er ætlað að verða leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Einn þeirra fjölmörgu þátta sem koma til umfjöllunar í skýrslunni eru tungumálin. Minnst er á það að tungumálakunnátta og þekking á mismunandi menningu sé mikilvæg í ýmsum störfum. Þó hefði að ósekju mátt fjalla meira um mikilvægi tungumálakunnáttu í þjónustu við erlenda ferðamenn. Líkt og ráðherra ferðamála segir í inngangsávarpi sínu í skýrslunni byggist ferðaþjónustan nefnilega að mestu á samskiptum fólks. Þessi samskipti, sem eru grundvöllur greinarinnar, fara nánast öll fram á erlendum tungumálum. Tungumálakunnátta og menningarlæsi og -skilningur eru meðal mikilvægustu eiginleika starfsfólks í ferðaþjónustu. Skortur á hæfu starfsfólki hefur verið talinn meðal helstu áhættuþátta í greininni, og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni og sérhæfingu. Mála- og menningardeild HÍ vill mæta þörfum ferðaþjónustunnar með því að auka menntunarmöguleika starfsfólks í ferðaþjónustu með tilliti til eflingar samskiptafærni í erlendum tungumálum. Við Háskóla Íslands er nú hægt að stunda nám í þrettán tungumálum auk þess sem í deildinni er boðið upp á fjölda námskeiða um menningu þessara málsvæða. Mála- og menningardeild hefur jafnframt svarað kröfum um hagnýtt nám með því að þróa stutt en hnitmiðað diplómanám í öllum þessum tungumálum og þá með þarfir atvinnulífsins að sjónarmiði. Diplómanámið er til eins árs og er sérstaklega hugsað þannig að hægt sé að ná valdi á viðkomandi máli hratt og örugglega, öðlast lesskilning, byggja upp fagtengdan orðaforða og þjálfast í töluðu máli og orðræðu ákveðinna greina s.s. í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að taka námskeið sem hluta af öðru námi við Háskóla Íslands. Þá er starfrækt Tungumálamiðstöð í Háskóla Íslands, þar sem nemendur og starfsmenn geta stundað nemendastýrt nám í sjö tungumálum. Háskóli Íslands hefur einnig svarað kallinu hvað varðar íslenskukennslu fyrir innflytjendur, en fjöldi erlendra ríkisborgara starfar í ferðaþjónustu til skemmri og lengri tíma. Við Vigdísarstofnun í samvinnu við HÍ og Árnastofnun hafa verið þróuð íslenskunámskeið á vefnum Icelandic Online, þar sem útlendingar geta lært íslensku í gegnum netið, þeim að kostnaðarlausu. Icelandic Online hefur gerbylt aðgengi að íslenskukennslu um allan heim þ.á.m. fyrir innflytjendur og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Fagtengd tungumálakennsla og þarfir atvinnulífsins verða til umfjöllunar á málþingi í Veröld – húsi Vigdísar í dag, þriðjudaginn 3. desember kl. 16:30. Þar kemur saman fólk úr akademíunni og atvinnulífinu til að eiga samtal um þessi mál. Málþingið er öllum opið og áhugafólk um tungumál er hvatt til að taka þátt í samtalinu.Höfundur er deildarforseti Mála- og menningardeildar HÍ og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun