Gleðileg jól eða hvað... Bryndís Jónsdóttir skrifar 17. desember 2019 08:00 Jólafriður, jólakósý, jólakakó, jólalög, jólasmákökur og jólagleði. Krafan er einföld og skýr, allir eiga að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar, hafa það notalegt um jólin og umfram allt vera glaðir...alltaf. En hver er hinn blákaldi veruleiki? Desember er sennilega einn annasamasti mánuður ársins hjá mörgum fjölskyldum. Fullorðna fólkið hefur sína dagskrá.... jólahlaðborð með vinnunni, búa til karamellukransa, jólasaumaklúbburinn, aðventuferðin til Þýskalands, smakka jólabjórinn og Beaujolais Nouveau, jólaþrifin, heimsækja ættingjana sem búið er að vanrækja allt árið, kaupa jólagjafirnar nú eða föndra þær. Aðstoða jólasveininn við að útvega skógjafir og gera piparkökuhús. Jólakortaskrifin eru á undanhaldi en jólasmákökurnar baka sig ekki sjálfar þótt það sé nú reyndar orðið auðveldara að kaupa tilbúnar smákökur en áður. En þú mætir ekki í kökuskiptipartýið með kökur úr búð...þar fór það. Ef þú ert ekki á kafi í öllu þessu þá ertu kannski að vinna eins og skepna allan mánuðinn því herlegheitin kosta jú sitt og enginn má vera minni en næsti maður þegar kemur að jólaskreytingum, jólamat og huggulegum jólatónleikum sem kosta hálfan handlegg. Væntingarnar eru keyrðar upp í topp og þeir sem ekki geta eða vilja vera með í brjálæðinu sitja eftir með einhvers konar ófullnægjutilfinningu. Dagskrá barnanna Eins og þetta sé nú ekki nóg þá byrjar fjörið fyrst þegar jóladagskrá barnanna lítur dagsins ljós. Skólinn byrjar. Það á að mæta í jólapeysu þennan daginn....eins og það sé lögmál að allir eigi jólapeysu, litríkum sokkum næsta dag, koma með pening fyrir kaffihúsa- eða bíóferð þriðja daginn og smákökur í nesti hinn daginn og svo er skertur dagur í skólanum, helgileikur og jólaskemmtanir á tímum sem engan veginn henta vinnandi fólki. Hvernig í veröldinni eiga foreldrar að komast yfir að vita hvenær hver á að mæta hvar og með hvað ef mörg börn eru á heimilinu? Og svo eru það tómstundirnar og íþróttirnar. Það er jólamót í fótbolta, handbolta, fimleikum og sundi, danssýning og lúðrasveitartónleikar helgina fyrir jól en auðvitað þarf líka að hafa jólahitting og aukaæfingar. Of mikið í gangi Er nema von að margir foreldrar séu örmagna og börnin uppfull af kvíða og spennu þegar jólin loksins ganga í garð? Þurfum við ekki að bakka aðeins út úr þessum kröfum sem koma úr öllum áttum og skoða hvort þetta er allt alveg nauðsynlegt? Væri kannski ráð að hætta að hlaða öllum uppákomum á þennan tíma í desember, gefa fjölskyldum tíma til að njóta aðventunnar í raun og veru, hlúa hvert að öðru, gera minni kröfur til hvers annars og okkar sjálfra og finna aftur friðinn og kyrrðina innra með okkur? Breytum þessu og gerum það saman því bætt samfélag og betri líðan er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Skóla - og menntamál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Jólafriður, jólakósý, jólakakó, jólalög, jólasmákökur og jólagleði. Krafan er einföld og skýr, allir eiga að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar, hafa það notalegt um jólin og umfram allt vera glaðir...alltaf. En hver er hinn blákaldi veruleiki? Desember er sennilega einn annasamasti mánuður ársins hjá mörgum fjölskyldum. Fullorðna fólkið hefur sína dagskrá.... jólahlaðborð með vinnunni, búa til karamellukransa, jólasaumaklúbburinn, aðventuferðin til Þýskalands, smakka jólabjórinn og Beaujolais Nouveau, jólaþrifin, heimsækja ættingjana sem búið er að vanrækja allt árið, kaupa jólagjafirnar nú eða föndra þær. Aðstoða jólasveininn við að útvega skógjafir og gera piparkökuhús. Jólakortaskrifin eru á undanhaldi en jólasmákökurnar baka sig ekki sjálfar þótt það sé nú reyndar orðið auðveldara að kaupa tilbúnar smákökur en áður. En þú mætir ekki í kökuskiptipartýið með kökur úr búð...þar fór það. Ef þú ert ekki á kafi í öllu þessu þá ertu kannski að vinna eins og skepna allan mánuðinn því herlegheitin kosta jú sitt og enginn má vera minni en næsti maður þegar kemur að jólaskreytingum, jólamat og huggulegum jólatónleikum sem kosta hálfan handlegg. Væntingarnar eru keyrðar upp í topp og þeir sem ekki geta eða vilja vera með í brjálæðinu sitja eftir með einhvers konar ófullnægjutilfinningu. Dagskrá barnanna Eins og þetta sé nú ekki nóg þá byrjar fjörið fyrst þegar jóladagskrá barnanna lítur dagsins ljós. Skólinn byrjar. Það á að mæta í jólapeysu þennan daginn....eins og það sé lögmál að allir eigi jólapeysu, litríkum sokkum næsta dag, koma með pening fyrir kaffihúsa- eða bíóferð þriðja daginn og smákökur í nesti hinn daginn og svo er skertur dagur í skólanum, helgileikur og jólaskemmtanir á tímum sem engan veginn henta vinnandi fólki. Hvernig í veröldinni eiga foreldrar að komast yfir að vita hvenær hver á að mæta hvar og með hvað ef mörg börn eru á heimilinu? Og svo eru það tómstundirnar og íþróttirnar. Það er jólamót í fótbolta, handbolta, fimleikum og sundi, danssýning og lúðrasveitartónleikar helgina fyrir jól en auðvitað þarf líka að hafa jólahitting og aukaæfingar. Of mikið í gangi Er nema von að margir foreldrar séu örmagna og börnin uppfull af kvíða og spennu þegar jólin loksins ganga í garð? Þurfum við ekki að bakka aðeins út úr þessum kröfum sem koma úr öllum áttum og skoða hvort þetta er allt alveg nauðsynlegt? Væri kannski ráð að hætta að hlaða öllum uppákomum á þennan tíma í desember, gefa fjölskyldum tíma til að njóta aðventunnar í raun og veru, hlúa hvert að öðru, gera minni kröfur til hvers annars og okkar sjálfra og finna aftur friðinn og kyrrðina innra með okkur? Breytum þessu og gerum það saman því bætt samfélag og betri líðan er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar