Arion banki í bulli Tómas Guðbjartsson skrifar 9. maí 2020 14:26 Það er eins og Arion banka sé fyrirmunað að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að kísilverinu í Helguvík. Nú hefur bankinn líst því yfir að hann vilji "blása lífi" í framkvæmdina og stækka verksmiðjuna umtalsvert. Þetta er gjörsamlega óskiljanleg ákvörðun og siðferðislega röng. Allir þekkja hörmunarsögu United Silicon, verksmiðjuhróaldi sem var plantað niður í Helguvík, nánast í íbúabyggð. Ekki nóg með að verksmiðjan væri sérlega ljót heldur gerði útblásturinn fjölda fólks, þar með talin börn, í Reykjanesbæ alvarlega veikt. Þetta reyndist svikamylla þar sem eftirlit brást algjörlega, eitthvað sem fjármögnunaraðilinn Arion banki getur ekki fyrrt sig ábyrgð á og hefur kostað bankann, lífeyrissjóði og kúnna hans tugi milljarða. Sem betur fer var verksmiðjunni lokað í september 2017 en síðan hefur bankinn reynt að selja óskapnaðinn úr landi. Skiljanlega er áhuginn á svona rusli takmarkaður og þvi hefur verðiið ítrekað verið fært niður í bókum bankans. En nú ætlar bankinn, sem fjármagnað hefur framkvæmdina að fullu, greinilega að nýta sér bágborið atvinnu ástandið í Reykjanesbæ vegna Covid-19 og ekki bara endurræsa heldur margfalda stærð verksmiðjunnar. Stækkuð mun verksmiðjan auka kolefnisspor Íslands um 10%! Ætla íbúar Reykjanesbæjar og Íslendingar að sætta sig við svona vinnubrögð? Arion banki kann greinilega ekki að skammast sín og gerir greinilega ráð fyrir að fólk og fyrirtæki haldi áfram viðskiptum við hann - óháð fjárfestingastefnu. Sem ég held að sé misskilningur árið 2020 - enda gullfiskaminnið ekki algjört. Á tyllidögum þykist Arionbanki nefnilega vera "umhverfisvænn banki" og á heimasíðu hans má lesa eftirfarandi: „Með því að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið og minnka losun gróðurhúsalofttegunda styður Arion banki við þrettánda Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum (e. climate action). Einnig styður bankinn með aðgerðum sínum viðmið sjö til níu sem snúa að umhverfismálum í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja, UN Global Compact, en Arion banki hefur verið aðili að sáttmálanum frá árslokum 2016.“ Þessi orð eru greinilega hjóm og gjörsamlega úr takti við við slysið í Helguvík - sem virðist ætla að sigla í stórslys. Í þessu sambandi er vert að hafa hörmungarsögu kísilversins á Bakka í huga - en sú verksmiðja hefur verið í öndunarvél og á gjörgæslu síðastliðin misseri. Á Bakka er ekkert bóluefni í augsýn við kísiliðjuvírusnum frekar en í Helguvík - og fáránlegt að fjölga verksmiðjum á gjörgæslu. Gjörgæslupláss á að nota í annað - og heilsa fólks og umhverfi á alltaf að vera í forgangi. Höfundur er hjartaskurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson United Silicon Reykjanesbær Umhverfismál Íslenskir bankar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er eins og Arion banka sé fyrirmunað að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að kísilverinu í Helguvík. Nú hefur bankinn líst því yfir að hann vilji "blása lífi" í framkvæmdina og stækka verksmiðjuna umtalsvert. Þetta er gjörsamlega óskiljanleg ákvörðun og siðferðislega röng. Allir þekkja hörmunarsögu United Silicon, verksmiðjuhróaldi sem var plantað niður í Helguvík, nánast í íbúabyggð. Ekki nóg með að verksmiðjan væri sérlega ljót heldur gerði útblásturinn fjölda fólks, þar með talin börn, í Reykjanesbæ alvarlega veikt. Þetta reyndist svikamylla þar sem eftirlit brást algjörlega, eitthvað sem fjármögnunaraðilinn Arion banki getur ekki fyrrt sig ábyrgð á og hefur kostað bankann, lífeyrissjóði og kúnna hans tugi milljarða. Sem betur fer var verksmiðjunni lokað í september 2017 en síðan hefur bankinn reynt að selja óskapnaðinn úr landi. Skiljanlega er áhuginn á svona rusli takmarkaður og þvi hefur verðiið ítrekað verið fært niður í bókum bankans. En nú ætlar bankinn, sem fjármagnað hefur framkvæmdina að fullu, greinilega að nýta sér bágborið atvinnu ástandið í Reykjanesbæ vegna Covid-19 og ekki bara endurræsa heldur margfalda stærð verksmiðjunnar. Stækkuð mun verksmiðjan auka kolefnisspor Íslands um 10%! Ætla íbúar Reykjanesbæjar og Íslendingar að sætta sig við svona vinnubrögð? Arion banki kann greinilega ekki að skammast sín og gerir greinilega ráð fyrir að fólk og fyrirtæki haldi áfram viðskiptum við hann - óháð fjárfestingastefnu. Sem ég held að sé misskilningur árið 2020 - enda gullfiskaminnið ekki algjört. Á tyllidögum þykist Arionbanki nefnilega vera "umhverfisvænn banki" og á heimasíðu hans má lesa eftirfarandi: „Með því að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið og minnka losun gróðurhúsalofttegunda styður Arion banki við þrettánda Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum (e. climate action). Einnig styður bankinn með aðgerðum sínum viðmið sjö til níu sem snúa að umhverfismálum í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja, UN Global Compact, en Arion banki hefur verið aðili að sáttmálanum frá árslokum 2016.“ Þessi orð eru greinilega hjóm og gjörsamlega úr takti við við slysið í Helguvík - sem virðist ætla að sigla í stórslys. Í þessu sambandi er vert að hafa hörmungarsögu kísilversins á Bakka í huga - en sú verksmiðja hefur verið í öndunarvél og á gjörgæslu síðastliðin misseri. Á Bakka er ekkert bóluefni í augsýn við kísiliðjuvírusnum frekar en í Helguvík - og fáránlegt að fjölga verksmiðjum á gjörgæslu. Gjörgæslupláss á að nota í annað - og heilsa fólks og umhverfi á alltaf að vera í forgangi. Höfundur er hjartaskurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar