Sjötugur unglingur Tómas Guðbjartsson skrifar 6. mars 2020 15:00 Það var vel til fundið hjá Fréttablaðinu að hafa forsíðumynd frá 70 ára afmælistónleikum Sinfó í gær. Hvílíkir tónleikar þar sem Augustin Hadelich fór á kostum í fiðlukonsert Sibelíusar og aukalagið eftir gítarsnillinginn Fransico Tarrega í fiðluútfærslu með þeim betri sem ég hef heyrt. Mahler 1 var líka frábær undir stjórn Eva Ollikainen og Páll Ísólfsson spennandi. Sinfó er klárlega eitt af því sem lífgar upp á tilveru okkar Íslendinga og maður er stoltur af því hversu góð hljómsveitin er. Sama á við um Hörpu sem opnaði 2011 og er forsenda þess að hljómsveitin geti haldið sér í hópi þeirra bestu. Því er mikilvægt að stjórnvöld og Borgin tryggi rekstrargrundvöll Hörpu og lækki fasteignagjöldin sem eru að sliga þetta mikilvæga menningarmusteri. Sem betur fer fækkar þeim röddum sem bölsótast út í Hörpu og Sinfó - en merkilegt nokk skýtur umræðan þó alltaf upp kollinum af og til - líkt og gagnrýni á sjálfsögð listamannalaun. Þetta er skammsýn gagnrýni sem lækkar flugið þegar listamenn eins og Hildur Guðnadóttir og Andri Snær Magnason, sem þegið hafa slík laun, skila verkum sem vekja heimsathygli. Sama á við um fyrirbæri eins og Sinfó sem endurtekið vekur verðskuldaða athygli erlendis - hljómsveit sem aldrei getur, og á ekki, að standa undir sér fjárhagslega. Því eins og kemur fram í vandaðri afmælistónleikaskrá Árna Heimis Ingólfssonar þá var skrifað í eitt Reykjavíkurblaðanna 1951 í tilefni af gagnrýni á kostnað við stofnun Sinfó: „Það eru þó, þegar á allt er litið, fyrst og fremst menningarleg og listræn afrek íslensku þjóðarinnar, sem hafa skipað henni virðingarsess á meðal þjóðanna, en ekki baráttan fyrir munni og maga, svo nauðsynleg sem hún er". Þetta á ekki síður við í dag. Höfundur er hjartaskurðlæknir og umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Menning Tónlist Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það var vel til fundið hjá Fréttablaðinu að hafa forsíðumynd frá 70 ára afmælistónleikum Sinfó í gær. Hvílíkir tónleikar þar sem Augustin Hadelich fór á kostum í fiðlukonsert Sibelíusar og aukalagið eftir gítarsnillinginn Fransico Tarrega í fiðluútfærslu með þeim betri sem ég hef heyrt. Mahler 1 var líka frábær undir stjórn Eva Ollikainen og Páll Ísólfsson spennandi. Sinfó er klárlega eitt af því sem lífgar upp á tilveru okkar Íslendinga og maður er stoltur af því hversu góð hljómsveitin er. Sama á við um Hörpu sem opnaði 2011 og er forsenda þess að hljómsveitin geti haldið sér í hópi þeirra bestu. Því er mikilvægt að stjórnvöld og Borgin tryggi rekstrargrundvöll Hörpu og lækki fasteignagjöldin sem eru að sliga þetta mikilvæga menningarmusteri. Sem betur fer fækkar þeim röddum sem bölsótast út í Hörpu og Sinfó - en merkilegt nokk skýtur umræðan þó alltaf upp kollinum af og til - líkt og gagnrýni á sjálfsögð listamannalaun. Þetta er skammsýn gagnrýni sem lækkar flugið þegar listamenn eins og Hildur Guðnadóttir og Andri Snær Magnason, sem þegið hafa slík laun, skila verkum sem vekja heimsathygli. Sama á við um fyrirbæri eins og Sinfó sem endurtekið vekur verðskuldaða athygli erlendis - hljómsveit sem aldrei getur, og á ekki, að standa undir sér fjárhagslega. Því eins og kemur fram í vandaðri afmælistónleikaskrá Árna Heimis Ingólfssonar þá var skrifað í eitt Reykjavíkurblaðanna 1951 í tilefni af gagnrýni á kostnað við stofnun Sinfó: „Það eru þó, þegar á allt er litið, fyrst og fremst menningarleg og listræn afrek íslensku þjóðarinnar, sem hafa skipað henni virðingarsess á meðal þjóðanna, en ekki baráttan fyrir munni og maga, svo nauðsynleg sem hún er". Þetta á ekki síður við í dag. Höfundur er hjartaskurðlæknir og umhverfisverndarsinni.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar