Framhaldsskóli á krossgötum - í andbyr leynast tækifæri! Ólafur Haukur Johnson skrifar 7. apríl 2020 07:30 Þetta eru einkennilegir tímar í framhaldsskólunum. COVID-19 hefur truflað hefðbundið starf. Skólunum hefur verið lokað og því fer engin staðbundin kennsla þar fram þessa dagana. Ástandið er því vægast sagt dapurlegt. Bjarta hliðin er þó sú að þegar óviðriðinu slotar eru mikil tækifæri til farsælla og tímabærra breytinga á skólastarfinu. Í flestum framhaldsskólum er staðan sú að ólíklegt er að starfinu verði lokið með eðlilegum hætti þennan veturinn. Það á þó sem betur fer ekki við í öllum skólum enda eru möguleikarnir misgóðir til að takast á við vandann sem fylgir ástandinu. Ræðst það aðallega af stöðu tæknilausna sem teknar hafa verið upp. Einhverjir skólar standa vel og eru búnir nýjustu tækni. Aðrir skólar notast við ófullkomna og úrelta tækni til samskipta við nemendur eins og tölvupóst og námsumsjónarkerfi (Innu, Moodle). Aðrir nota fjarfundakerfi ýmis konar (Teams, Zoom) sem bjóða upp á persónulegri samskipti. Allar eru þessar lausnir þó fremur ófullkomnar enda ekki ætlaðar til samskipta í skólastarfi við aðstæður líkar þeim sem við búum við núna. Þeir skólar sem best standa höfðu fyrir lokun skólanna og fyrir COVID-19 tekið í notkun nútíma kennslustofuforrit (Google, Apple, Microsoft eða sambærilegar lausnir). Þessi forrit gera samskipti kennara og nemenda persónuleg og auðveld. Auk þess að auðvelda samskipti er einfalt að leggja verkefni fyrir nemendur og prófa kunnáttu þeirra. Þeir skólar sem nýta þessa einföldu tækni eru nú betur undir það búnir að ljúka skólastarfi vetrarins með (næstum!) eðlilegum hætti. Verknámskennsla líður meira fyrir ástandið en bóklegi hluti námsins og er því miður ekki auðleyst með þeim tækninýjungum sem hér hafa verið nefndar. Sú kennsla verður sem fyrr best leyst með viðeigandi aðstöðu á kennslusvæði undir handleiðslu kennara. Búið er að ákveða hvernig ljúka eigi verknámi með viðunandi hætti þetta vor. Vonandi gengur það farsællega eftir. Mikilvægt er að menntayfirvöld, skólastjórnendur og kennarar nýti þennan undarlega tíma í skólastarfinu til að líta í eigin barm og hugleiði það sem betur má fara. Það má ekki gerast, þegar þessu tímabili líkur, að þessir ábyrgðaraðilar snúi til fyrri vinnubragða og láti eins og ekkert hafi í skorist. Framhaldsskólinn má ekki lenda aftur í viðlíka vanda og hann er í nú. Til þess að forða því þarf að fara fram endurskoðun á kennsluháttum, kennsluaðferðum kennara og nýtingu tæknilegra lausna í skólastarfi. Þar má margt bæta. Vert er að hafa í huga að farsæl innleiðing nýjustu tækni, samhliða breytingum á kennsluháttum, mun auka afköst í öllu skólastarfi og gera það skemmtilegra til framtíðar. Það skiptir nemendur, þá sem málið snýst um að þjóna sem best, öllu máli. Það mun einnig gera starf kennara og skólastjórnenda viðráðanlegra og skemmtilegra. Allir vinna við þær mikilvægu breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Haukur Johnson Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þetta eru einkennilegir tímar í framhaldsskólunum. COVID-19 hefur truflað hefðbundið starf. Skólunum hefur verið lokað og því fer engin staðbundin kennsla þar fram þessa dagana. Ástandið er því vægast sagt dapurlegt. Bjarta hliðin er þó sú að þegar óviðriðinu slotar eru mikil tækifæri til farsælla og tímabærra breytinga á skólastarfinu. Í flestum framhaldsskólum er staðan sú að ólíklegt er að starfinu verði lokið með eðlilegum hætti þennan veturinn. Það á þó sem betur fer ekki við í öllum skólum enda eru möguleikarnir misgóðir til að takast á við vandann sem fylgir ástandinu. Ræðst það aðallega af stöðu tæknilausna sem teknar hafa verið upp. Einhverjir skólar standa vel og eru búnir nýjustu tækni. Aðrir skólar notast við ófullkomna og úrelta tækni til samskipta við nemendur eins og tölvupóst og námsumsjónarkerfi (Innu, Moodle). Aðrir nota fjarfundakerfi ýmis konar (Teams, Zoom) sem bjóða upp á persónulegri samskipti. Allar eru þessar lausnir þó fremur ófullkomnar enda ekki ætlaðar til samskipta í skólastarfi við aðstæður líkar þeim sem við búum við núna. Þeir skólar sem best standa höfðu fyrir lokun skólanna og fyrir COVID-19 tekið í notkun nútíma kennslustofuforrit (Google, Apple, Microsoft eða sambærilegar lausnir). Þessi forrit gera samskipti kennara og nemenda persónuleg og auðveld. Auk þess að auðvelda samskipti er einfalt að leggja verkefni fyrir nemendur og prófa kunnáttu þeirra. Þeir skólar sem nýta þessa einföldu tækni eru nú betur undir það búnir að ljúka skólastarfi vetrarins með (næstum!) eðlilegum hætti. Verknámskennsla líður meira fyrir ástandið en bóklegi hluti námsins og er því miður ekki auðleyst með þeim tækninýjungum sem hér hafa verið nefndar. Sú kennsla verður sem fyrr best leyst með viðeigandi aðstöðu á kennslusvæði undir handleiðslu kennara. Búið er að ákveða hvernig ljúka eigi verknámi með viðunandi hætti þetta vor. Vonandi gengur það farsællega eftir. Mikilvægt er að menntayfirvöld, skólastjórnendur og kennarar nýti þennan undarlega tíma í skólastarfinu til að líta í eigin barm og hugleiði það sem betur má fara. Það má ekki gerast, þegar þessu tímabili líkur, að þessir ábyrgðaraðilar snúi til fyrri vinnubragða og láti eins og ekkert hafi í skorist. Framhaldsskólinn má ekki lenda aftur í viðlíka vanda og hann er í nú. Til þess að forða því þarf að fara fram endurskoðun á kennsluháttum, kennsluaðferðum kennara og nýtingu tæknilegra lausna í skólastarfi. Þar má margt bæta. Vert er að hafa í huga að farsæl innleiðing nýjustu tækni, samhliða breytingum á kennsluháttum, mun auka afköst í öllu skólastarfi og gera það skemmtilegra til framtíðar. Það skiptir nemendur, þá sem málið snýst um að þjóna sem best, öllu máli. Það mun einnig gera starf kennara og skólastjórnenda viðráðanlegra og skemmtilegra. Allir vinna við þær mikilvægu breytingar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun