Ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi komist í samt horf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 14:34 Það er mun minna að gera hjá Icelandair en áður, eins og hjá mörgum flugfélögum um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi muni komast aftur í samt horf. Ísland mun taka þátt í framlengingu á lokun ytri landamæra ESB til 15. maí. Ferðaþjónustan kallar eftir svörum um það hvort settar verði einhvers konar hömlur á komu ferðamanna til landsins þegar landið opnast að nýju. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Eftir 4 .maí verður rýmkað á ýmsum skilyrðum bannsins en enn á eftir að taka fjölmörg skref þangað til banninu verður endanlega aflétt. Meðal þess sem rætt var um á fundinum var áhrif faraldursins á ferðaþjónustuna hér á landi en í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur kom fram að stjórnvöldum hér á landi hafi borist tillaga frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um áframhaldandi lokun ytri landamæra, til 15. maí „Við ætlum að taka þátt í því,“ sagði Áslaug Arna og bætti við að þó að útlit væri fyrir að faraldurinn væri á niðurleið hér í landi kæmi staða annarra ríkja inn í myndina varðandi ferðalög til og frá Íslandi. „Við erum auðvitað undir því komin hvernig önnur lönd bregðast við og hvar þau eru stödd í ferlinu. Það eru mörg önnur lönd á eftir okkur. Við sjáum að í morgun var Frakkland að lengja útgöngubann fram í miðjan maí þannig að við erum að sjá það að við erum undir þessu komin,“ sagði Áslaug Arna. „Tekjulaus fyrirtæki geta ekki verið í rekstri“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við fréttastofu að það sé jákvætt að verið sé að stíga skref í átt að því að afnema samkomubannið. Ferðaþjónustan bíði þó helst eftir því að fá upplýsingar um hvort settar verði einhvers konar hömlur á komu ferðamanna hingað til lands þegar Ísland opnast á ný. „Þetta er heilmikil óvissa fyrir okkur. Verði settar á umtalsverðar hömlur þá er það alveg ljóst þá gerir það alveg út um möguleika ferðaþjónustunar að ná inn einhverju tekjum á þessari háönn í sumar. Þá á meðan slíkar hömlur gilda,“ segir Jóhannes. Þannig væri mikilvægt að fá úr því skorið sem fyrst svo að aðgerðir stjórnvalda geti tekið mið af því, svo halda mætti lífi í ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. „Það er fjöldi fyrirtækja sem bíður eftir þessum upplýsingum. Framtíð fyrirtækjana veltur á því hvernig aðgerðir stjórnvalda koma til með að líta út vegna þess að ferðaþjónustan sem grein, ólíkt flestum öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum á landinu, er 100% tekjulaus næstu mánuði,“ segir Jóhannes. Slíkar aðstæður séu ekki lífvænlegar fyrir atvinnustarfsemi. „Tekjulaus fyrirtæki geta ekki verið í rekstri, þau geta ekki borgað laun, þau geta ekki borgað fastan kostnað, þau fara einfaldlega á hausinn ef ekki koma til aðgerðir sem halda í þeim lífinu á einhvern máta,“ segir Jóhannes. Því væri mikilvægt að tryggja það að þessi fyrirtæki geti lifað af erfiðustu tímana því að ferðaþjónustan sé mikilvægt vopnabúr svo efnahagurinn geti náð vopnum sínum á nýjan leik. „Þar sem ferðaþjónustan er kannski eins og við höfum séð á undanförnum áratug, kvikasta leiðin til að ná okkur upp úr þessum skurði, þessum efnahagslega skurði, sem þessi veirufaraldur hefur grafið okkur ofan í. Þá væri það mikið skynsemsiskref ef hægt er að búa þannig um hnútana með samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda þannig að þessi fyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtækin, geti verið jafnkvik upp á fæturna aftur þegar möguleikarnir opnast á því“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi muni komast aftur í samt horf. Ísland mun taka þátt í framlengingu á lokun ytri landamæra ESB til 15. maí. Ferðaþjónustan kallar eftir svörum um það hvort settar verði einhvers konar hömlur á komu ferðamanna til landsins þegar landið opnast að nýju. Fyrstu skrefin í átt að því að aflétta samkomubanni og aðgerðum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi voru kynnt í dag á sérstökum blaðamannafundi. Eftir 4 .maí verður rýmkað á ýmsum skilyrðum bannsins en enn á eftir að taka fjölmörg skref þangað til banninu verður endanlega aflétt. Meðal þess sem rætt var um á fundinum var áhrif faraldursins á ferðaþjónustuna hér á landi en í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur kom fram að stjórnvöldum hér á landi hafi borist tillaga frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um áframhaldandi lokun ytri landamæra, til 15. maí „Við ætlum að taka þátt í því,“ sagði Áslaug Arna og bætti við að þó að útlit væri fyrir að faraldurinn væri á niðurleið hér í landi kæmi staða annarra ríkja inn í myndina varðandi ferðalög til og frá Íslandi. „Við erum auðvitað undir því komin hvernig önnur lönd bregðast við og hvar þau eru stödd í ferlinu. Það eru mörg önnur lönd á eftir okkur. Við sjáum að í morgun var Frakkland að lengja útgöngubann fram í miðjan maí þannig að við erum að sjá það að við erum undir þessu komin,“ sagði Áslaug Arna. „Tekjulaus fyrirtæki geta ekki verið í rekstri“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við fréttastofu að það sé jákvætt að verið sé að stíga skref í átt að því að afnema samkomubannið. Ferðaþjónustan bíði þó helst eftir því að fá upplýsingar um hvort settar verði einhvers konar hömlur á komu ferðamanna hingað til lands þegar Ísland opnast á ný. „Þetta er heilmikil óvissa fyrir okkur. Verði settar á umtalsverðar hömlur þá er það alveg ljóst þá gerir það alveg út um möguleika ferðaþjónustunar að ná inn einhverju tekjum á þessari háönn í sumar. Þá á meðan slíkar hömlur gilda,“ segir Jóhannes. Þannig væri mikilvægt að fá úr því skorið sem fyrst svo að aðgerðir stjórnvalda geti tekið mið af því, svo halda mætti lífi í ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. „Það er fjöldi fyrirtækja sem bíður eftir þessum upplýsingum. Framtíð fyrirtækjana veltur á því hvernig aðgerðir stjórnvalda koma til með að líta út vegna þess að ferðaþjónustan sem grein, ólíkt flestum öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum á landinu, er 100% tekjulaus næstu mánuði,“ segir Jóhannes. Slíkar aðstæður séu ekki lífvænlegar fyrir atvinnustarfsemi. „Tekjulaus fyrirtæki geta ekki verið í rekstri, þau geta ekki borgað laun, þau geta ekki borgað fastan kostnað, þau fara einfaldlega á hausinn ef ekki koma til aðgerðir sem halda í þeim lífinu á einhvern máta,“ segir Jóhannes. Því væri mikilvægt að tryggja það að þessi fyrirtæki geti lifað af erfiðustu tímana því að ferðaþjónustan sé mikilvægt vopnabúr svo efnahagurinn geti náð vopnum sínum á nýjan leik. „Þar sem ferðaþjónustan er kannski eins og við höfum séð á undanförnum áratug, kvikasta leiðin til að ná okkur upp úr þessum skurði, þessum efnahagslega skurði, sem þessi veirufaraldur hefur grafið okkur ofan í. Þá væri það mikið skynsemsiskref ef hægt er að búa þannig um hnútana með samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda þannig að þessi fyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtækin, geti verið jafnkvik upp á fæturna aftur þegar möguleikarnir opnast á því“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira