Lýðræði í sóttkví Stefanía Reynisdóttir skrifar 15. apríl 2020 14:45 Á tímum heimsfaraldurs sökum nýrrar tegundar kórónaveiru hefur margt í okkar daglega lífi þurft að taka breytingum. Aðgerðir á sviði heilbrigðis- og efnahagsmála eru hvað helst eftirtektarverðar og því hafa fylgt takmarkanir á skólahaldi, starfsemi vinnustaða og öðrum samkomum samfélagsins. Aðgerðir þessar hafa miðað að því að bjarga lífum, vernda afkomu og efnahaginn. Annar þáttur sem þarfnast ekki síður verndar, er lýðræðið. Þegar neyðarúrræði eru rædd verða stjórnvöld að virða lýðræðislegar venjur um réttarríki og gagnsæi. Sérlega þegar setja á miklar takmarkanir á grunnfrelsi okkar verður þar að baki að standa breiður lýðræðislegur stuðningur. Því miður erum við strax að sjá sumar ríkisstjórnir heims nýta sér tækifærið í skugga kórónaveirunnar til að brjóta gegn þessum réttindum sem lýðræði tryggir okkur. Í skugga kórónaveiru Í Póllandi hyggst stjórnarflokkurinn Lög og Réttindi (PiS) misnota ástandið í landinu til að koma í gegn frumvarpi um bann á þungunarrofi, en löggjöf þess efnis í landinu er nú þegar ströng. Seinast þegar bann á þungunarrofi var rætt í þinginu urðu mikil mótmæli til þess að hætt var við bannið. Nú þegar strangar reglur eru um samkomubann sem hafa áhrif á skipulögð mótmæli fólks, hyggst ríkisstjórnin lauma banninu í gegn. Ríkisstjórn Póllands grefur enn frekar undan lýðræði með þeim áformum að halda forsetakosningar í maí, þegar almenningur hefur ekki greiðan aðgang að frambjóðendum hvað þá kjörstað. Ríkjandi forseti Andrzej Duda nýtir því ástandið til að styrkja eigin stöðu. Ríkisstjórnin breytti einnig kosningarlögum með minna en 6 mánaða fyrirvara og gerðist því sek um brot á stjórnarskrá Póllands. Í Ungverjalandi er svipuð saga upp á teningnum. Ungverska þingið hefur samþykkt neyðarlög sem færa forsætisráðherranum, Viktor Orbán, allt þingvald og þar með leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið. Lögin voru samþykkt af stjórnarmeirihluta Orbáns og fela í sér ákvæði um upplýsingafals sem vel geta verið notuð til að refsa fyrir gagnrýna fréttaumfjöllun. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda hefur einnig verið afnumið. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Orbán vegur að frjálslyndum öflum og réttindum í landinu. Þessar aðgerðir gera ekkert til að stöðva kórónaveirufaraldurinn, heldur stappa þær niður gagnrýnendur, andstöðu og tjáningarfrelsi. Þessar ríkisstjórnir ryðja veginn fyrir lögum og reglum sem víkja lýðræðislega kosnum þingum úr vegi. Þær þagga niður í andstæðingum sínum og fjarlæga mannréttindi um frjálsa fjölmiðlun. Stöndum vörð um frjálslyndi Þegar atlaga er gerð að frjálslyndum lýðræðislegum réttindum fólks í skjóli nætur er mikilvægt að við stöndum saman gagnvart þeim sem misnota aðstöðu sína á umbrotatímum. Við megum ekki sofna á verðinum. Lýðræði og mannréttindi geta ekki farið í sóttkví. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á tímum heimsfaraldurs sökum nýrrar tegundar kórónaveiru hefur margt í okkar daglega lífi þurft að taka breytingum. Aðgerðir á sviði heilbrigðis- og efnahagsmála eru hvað helst eftirtektarverðar og því hafa fylgt takmarkanir á skólahaldi, starfsemi vinnustaða og öðrum samkomum samfélagsins. Aðgerðir þessar hafa miðað að því að bjarga lífum, vernda afkomu og efnahaginn. Annar þáttur sem þarfnast ekki síður verndar, er lýðræðið. Þegar neyðarúrræði eru rædd verða stjórnvöld að virða lýðræðislegar venjur um réttarríki og gagnsæi. Sérlega þegar setja á miklar takmarkanir á grunnfrelsi okkar verður þar að baki að standa breiður lýðræðislegur stuðningur. Því miður erum við strax að sjá sumar ríkisstjórnir heims nýta sér tækifærið í skugga kórónaveirunnar til að brjóta gegn þessum réttindum sem lýðræði tryggir okkur. Í skugga kórónaveiru Í Póllandi hyggst stjórnarflokkurinn Lög og Réttindi (PiS) misnota ástandið í landinu til að koma í gegn frumvarpi um bann á þungunarrofi, en löggjöf þess efnis í landinu er nú þegar ströng. Seinast þegar bann á þungunarrofi var rætt í þinginu urðu mikil mótmæli til þess að hætt var við bannið. Nú þegar strangar reglur eru um samkomubann sem hafa áhrif á skipulögð mótmæli fólks, hyggst ríkisstjórnin lauma banninu í gegn. Ríkisstjórn Póllands grefur enn frekar undan lýðræði með þeim áformum að halda forsetakosningar í maí, þegar almenningur hefur ekki greiðan aðgang að frambjóðendum hvað þá kjörstað. Ríkjandi forseti Andrzej Duda nýtir því ástandið til að styrkja eigin stöðu. Ríkisstjórnin breytti einnig kosningarlögum með minna en 6 mánaða fyrirvara og gerðist því sek um brot á stjórnarskrá Póllands. Í Ungverjalandi er svipuð saga upp á teningnum. Ungverska þingið hefur samþykkt neyðarlög sem færa forsætisráðherranum, Viktor Orbán, allt þingvald og þar með leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið. Lögin voru samþykkt af stjórnarmeirihluta Orbáns og fela í sér ákvæði um upplýsingafals sem vel geta verið notuð til að refsa fyrir gagnrýna fréttaumfjöllun. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda hefur einnig verið afnumið. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Orbán vegur að frjálslyndum öflum og réttindum í landinu. Þessar aðgerðir gera ekkert til að stöðva kórónaveirufaraldurinn, heldur stappa þær niður gagnrýnendur, andstöðu og tjáningarfrelsi. Þessar ríkisstjórnir ryðja veginn fyrir lögum og reglum sem víkja lýðræðislega kosnum þingum úr vegi. Þær þagga niður í andstæðingum sínum og fjarlæga mannréttindi um frjálsa fjölmiðlun. Stöndum vörð um frjálslyndi Þegar atlaga er gerð að frjálslyndum lýðræðislegum réttindum fólks í skjóli nætur er mikilvægt að við stöndum saman gagnvart þeim sem misnota aðstöðu sína á umbrotatímum. Við megum ekki sofna á verðinum. Lýðræði og mannréttindi geta ekki farið í sóttkví. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun