Sveitin verði mataráfangastaður á heimsvísu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2020 09:00 Karl Jónsson er verkefnastjóri Matarstígsins. Vísir/Tryggvi Páll Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu. Unnið er verkefni sen nefnist Matarstígur Helga magra og á hann að laða ferðamenn, innlenda sem erlenda, í sveitina. Verkefnið er nefnt eftir landnámsmanni Eyjafjarðar, og hefur verið í bígerð frá árinu 2015 í Eyjafjarðarsveit, en er nú að líta dagsins ljós. „Grunnpælingin er sú að við ætlum að sameina hér matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustuaðila í eitt verkefni og með þann tilgang að búa hér til mataráfangastað á heimsvísu,“ segir Karl Jónsson, verkefnastjóri Matarstígsins en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. Þannig eiga ferðamenn, íslenskir sem erlendir, að geta kynnst matarhefðum svæðisins. „Það væri í fyrsta lagi að þú gætir tekið hérna hring og þú gætir stoppað á skilgreindum þáttökustöðum í matarstígnum. Þú gætir fengið smakk á þessum stöðum, eitthvað úr sérstöðu viðkomandi staðar og ekki síst gætir þú í rauninni bara notið ferðaþjónustunnar í heild sinni hvort sem þú ert að fara á eigin vegum eða með skipulögðum hætti. Við stefnum á í sumar verði prufukeyrðar fastar matarstígshringferðir. Þá áttu að geta fengið að smakka á því helsta sem er framleitt hérna á veitingastöðunum, á búum og kaffihúsum,“ segir Karl. Með þessu er vonast til þess að hægt sé að fjölga ferðamönnum en kannski ekki síst að vænka hag bænda á svæðinu. „Síðan er kannski stóra markmiðið líka snýr að matvælaframleiðendum, kannski bændum, að við getum notað matarstíginn sem svona platform fyrir þá til að auka verðmæti sín og bæta sinn hag og svo náttúrulega bara að fjölga ferðamönnum, búa til vöru sem við getum selt ferðina,“ segir Karl. Innviðirnir eru þegar til staðar enda gróskumikil ferðaþjónusta í sveitinni, og mikil matvælaframleiðsla. „Hérna eru gríðarlegar matarhefðir og veitiingahúsaflóra sem við erum bara að ramma inn. Við höfum þá trú að ferðamennskan sé að breytast í ljósi ýmissa atburða, að fólk vilji dvelja lengur og það vilji njóta meira og betur þess sem hvert svæði hefur upp á að bjóða,“ segir Karl. „Við gerum það. Það er rosalega mikil samvinna og slagkraftur á meðal ferðaþjónustuaðila hérna ísveitinni. Einhvern veginn er það þannig að þegar eitthvað bjátar á eins og hefur gert undanfarið þá er eins og það komi einhver ofboðslega skemmtilegir frumkraftur og skemmtileg stemmning að rífa sig upp úr þessu og vera tilbúinn þegar opnast aftur.“ Fjallað var um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þá frétt má sjá hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eyjafjarðarsveit Matur Landbúnaður Veitingastaðir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu. Unnið er verkefni sen nefnist Matarstígur Helga magra og á hann að laða ferðamenn, innlenda sem erlenda, í sveitina. Verkefnið er nefnt eftir landnámsmanni Eyjafjarðar, og hefur verið í bígerð frá árinu 2015 í Eyjafjarðarsveit, en er nú að líta dagsins ljós. „Grunnpælingin er sú að við ætlum að sameina hér matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustuaðila í eitt verkefni og með þann tilgang að búa hér til mataráfangastað á heimsvísu,“ segir Karl Jónsson, verkefnastjóri Matarstígsins en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. Þannig eiga ferðamenn, íslenskir sem erlendir, að geta kynnst matarhefðum svæðisins. „Það væri í fyrsta lagi að þú gætir tekið hérna hring og þú gætir stoppað á skilgreindum þáttökustöðum í matarstígnum. Þú gætir fengið smakk á þessum stöðum, eitthvað úr sérstöðu viðkomandi staðar og ekki síst gætir þú í rauninni bara notið ferðaþjónustunnar í heild sinni hvort sem þú ert að fara á eigin vegum eða með skipulögðum hætti. Við stefnum á í sumar verði prufukeyrðar fastar matarstígshringferðir. Þá áttu að geta fengið að smakka á því helsta sem er framleitt hérna á veitingastöðunum, á búum og kaffihúsum,“ segir Karl. Með þessu er vonast til þess að hægt sé að fjölga ferðamönnum en kannski ekki síst að vænka hag bænda á svæðinu. „Síðan er kannski stóra markmiðið líka snýr að matvælaframleiðendum, kannski bændum, að við getum notað matarstíginn sem svona platform fyrir þá til að auka verðmæti sín og bæta sinn hag og svo náttúrulega bara að fjölga ferðamönnum, búa til vöru sem við getum selt ferðina,“ segir Karl. Innviðirnir eru þegar til staðar enda gróskumikil ferðaþjónusta í sveitinni, og mikil matvælaframleiðsla. „Hérna eru gríðarlegar matarhefðir og veitiingahúsaflóra sem við erum bara að ramma inn. Við höfum þá trú að ferðamennskan sé að breytast í ljósi ýmissa atburða, að fólk vilji dvelja lengur og það vilji njóta meira og betur þess sem hvert svæði hefur upp á að bjóða,“ segir Karl. „Við gerum það. Það er rosalega mikil samvinna og slagkraftur á meðal ferðaþjónustuaðila hérna ísveitinni. Einhvern veginn er það þannig að þegar eitthvað bjátar á eins og hefur gert undanfarið þá er eins og það komi einhver ofboðslega skemmtilegir frumkraftur og skemmtileg stemmning að rífa sig upp úr þessu og vera tilbúinn þegar opnast aftur.“ Fjallað var um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þá frétt má sjá hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eyjafjarðarsveit Matur Landbúnaður Veitingastaðir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira