Að borga próf, eða borga ekki próf Heimir Hannesson skrifar 26. maí 2020 11:00 Í dag mælist atvinnuleysi í tveggja stafa tölu í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins. Þar sem atvinnulíf hefur byggst upp á ferðaþjónustu eins og í Vík í Mýrdal, mælist það allt að 46%, 34% í Skaftárhreppi og 27% í einu stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjanesbæ! Þessu ástandi, þótt tímabundið sé, verður að sjálfsögðu að linna. Við getum ekki lokkað loðnuna í landhelgina, en við getum laðað ferðamenn að og með því endurreist eina sterkustu efnahagsstoð landsins. Hver dagur sem líður í þessu ástandi kostar milljarða. Rætt hefur verið um markaðsherferð til þess að auka áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastað. Hugmyndin virkaði áður og líklegt að virki aftur. En áður en ferðamanni er sagt hversu fallegur Seljalandsfoss er verður að fullvissa hann um að hann komist á leiðarenda án veigamikilla farartálma, eins og tveggja vikna sóttkví. Ef planið er að prófa alla ferðamenn fyrir veirunni við komuna til landsins verða stjórnvöld að gefa það út. Þau verða að gefa út hver mun bera kostnaðinn af því og ef ferðamaðurinn, hvað mun það kosta hann? Þetta þarf að auðvitað að skýrast strax fyrir okkur hér heima og fyrir tilvonandi ferðamönnum. Hvað prófin varðar er sjálfsagt best að hið opinbera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferðamenn margalda þá upphæð eftir sig. Þess utan er Ísland nógu dýr áfangastaður án kórónuveiruprófs sem aðgöngumiða. Til gagns má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaðamót. Fyrir það hljóta að fást talsvert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niðurgreiða allan ferðakostnað ferðamanna. Ennfremur er staðan hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sú að um 90% af útgjöldum þeirra er launakostnaður. Það gefur því augaleið að atvinnuleysisskrá myndi þynnast ört með hverri fullri flugvél, enda rennur afgangurinn eftir skatta nánast óskiptur í vasa launþega sem margir hverjir þiggja sín laun í dag frá hinu opinbera. Fyrir að gera ekki neitt. Heimurinn er að opna. Spánn hefur gefið út júní, Ítalía júlí. Ferðamenn heimsins hafa verið læstir heima hjá sér og bíða eftir tækifærinu til þess að komast af stað. Þessa bylgju verður að fanga hingað heim því samkeppnin um hana verður hörð! Athuga þarf að í þessu gildir að engin ákvörðun er verri en röng ákvörðun. Þessa og aðrar veigamiklar ákvarðanir, er varða regluverk og framkvæmd ferðamennsku á Íslandi í “post-Covid” heimi, verður að taka. Um hana má ekki vera nein óvissa. Þær þarf að birta á öllum heimsins tungumálum og gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þá yfirlýsingu í sínum markaðsherferðum. Ísland hefur alla burði til þess að leiða örugga og skynsamlega opnun heimsins eftir afburðaárangur þríeykisins og heilbrigðisstéttarinnar. Nú skuldum við þeim, skattgreiðendum og launþegum landsins að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma hjólunum aftur af stað! Höfundur er fjármálastjóri Tröllaferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag mælist atvinnuleysi í tveggja stafa tölu í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins. Þar sem atvinnulíf hefur byggst upp á ferðaþjónustu eins og í Vík í Mýrdal, mælist það allt að 46%, 34% í Skaftárhreppi og 27% í einu stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjanesbæ! Þessu ástandi, þótt tímabundið sé, verður að sjálfsögðu að linna. Við getum ekki lokkað loðnuna í landhelgina, en við getum laðað ferðamenn að og með því endurreist eina sterkustu efnahagsstoð landsins. Hver dagur sem líður í þessu ástandi kostar milljarða. Rætt hefur verið um markaðsherferð til þess að auka áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastað. Hugmyndin virkaði áður og líklegt að virki aftur. En áður en ferðamanni er sagt hversu fallegur Seljalandsfoss er verður að fullvissa hann um að hann komist á leiðarenda án veigamikilla farartálma, eins og tveggja vikna sóttkví. Ef planið er að prófa alla ferðamenn fyrir veirunni við komuna til landsins verða stjórnvöld að gefa það út. Þau verða að gefa út hver mun bera kostnaðinn af því og ef ferðamaðurinn, hvað mun það kosta hann? Þetta þarf að auðvitað að skýrast strax fyrir okkur hér heima og fyrir tilvonandi ferðamönnum. Hvað prófin varðar er sjálfsagt best að hið opinbera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferðamenn margalda þá upphæð eftir sig. Þess utan er Ísland nógu dýr áfangastaður án kórónuveiruprófs sem aðgöngumiða. Til gagns má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaðamót. Fyrir það hljóta að fást talsvert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niðurgreiða allan ferðakostnað ferðamanna. Ennfremur er staðan hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sú að um 90% af útgjöldum þeirra er launakostnaður. Það gefur því augaleið að atvinnuleysisskrá myndi þynnast ört með hverri fullri flugvél, enda rennur afgangurinn eftir skatta nánast óskiptur í vasa launþega sem margir hverjir þiggja sín laun í dag frá hinu opinbera. Fyrir að gera ekki neitt. Heimurinn er að opna. Spánn hefur gefið út júní, Ítalía júlí. Ferðamenn heimsins hafa verið læstir heima hjá sér og bíða eftir tækifærinu til þess að komast af stað. Þessa bylgju verður að fanga hingað heim því samkeppnin um hana verður hörð! Athuga þarf að í þessu gildir að engin ákvörðun er verri en röng ákvörðun. Þessa og aðrar veigamiklar ákvarðanir, er varða regluverk og framkvæmd ferðamennsku á Íslandi í “post-Covid” heimi, verður að taka. Um hana má ekki vera nein óvissa. Þær þarf að birta á öllum heimsins tungumálum og gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þá yfirlýsingu í sínum markaðsherferðum. Ísland hefur alla burði til þess að leiða örugga og skynsamlega opnun heimsins eftir afburðaárangur þríeykisins og heilbrigðisstéttarinnar. Nú skuldum við þeim, skattgreiðendum og launþegum landsins að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma hjólunum aftur af stað! Höfundur er fjármálastjóri Tröllaferða.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun