Fengu 20 stunda fyrirvara um að leikskólinn opni viku eftir áætlun Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 16:33 Leikskólinn Langholt verður lokaður í tæpa viku til viðbótar. ja.is Opnun leikskólans Langholts við Sólheima í Reykjavík hefur verið frestað um sex daga. Til stóð að leikskólinn myndi opna klukkan 13 á morgun en sökum þess að framkvæmdir í húsnæðinu drógust á langinn er stefnt að opnun á mánudag í næstu vikum. Foreldri barns á Langholti sem fréttastofa ræddi við segir þessa breytingu koma illa við sig. Fyrirvarinn sé stuttur, aðeins um 20 klukkustundir, og þar að auki séu foreldrarnir báðir í hópi þeirra sem eru búin með sumarleyfið sitt. Framkvæmdirnar hófust fyrir sumarfrí og fyrir vikið þurfti hluti barnanna að vera í færanlegum kennslustofum á tímabili, en alls eru um 160 börn á Langholti. Stefnt var að því að framkvæmdum lyki áður en skólastarfið hæfist aftur núna í þessari viku - „en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf eins og gert er ráð fyrir,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir skólastjóri í bréfi til foreldra nú síðdegis. „Gert í algjörri neyð“ „Þrátt fyrir mikla vinnu og vilja þeirra sem að framkvæmdunum komu er þeim ekki lokið. Upp kom í ferlinu að það þyrfti að gera meira en áætlað var í upphafi,“ skrifar Valborg. Meðal þess sem er útistandandi séu framkvæmdir við starfsmannasalerni og starfsmannarými sem bæði sé ónothæft. Fyrir vikið sé ekki hægt að opna leikskólann á morgun, 11. ágúst, eins og til stóð heldur verður Langholt þess í stað opnað að morgni mánudagsins 17. ágúst. Valborg segir að sé þyki mjög leitt að þessar upplýsingar skuli berast svona seint, aðeins degi fyrir að foreldrar höfðu áætlað að leikskólastarf hæfist að nýju. „Við vildum gera allt sem hægt væri áður en gripið yrði til þess að fresta opnun,“ skrifar Valborg. „Nú um helgina var t.d. áætlað að vinna ákveðna verkþætti sem því miður gengu ekki eftir og því varð þetta ekki að fullu ljóst fyrr en í dag.“ Þá hafi komið upp sú hugmynd að flytja öll börnin 160 í Langholtsskóla, en það hafi ekki verið talið vænlegt. Þar að auki setji kórónuveiran strik í reikninginn. Núverandi aðstæður voru ekki taldar geta boðið upp á viðunandi sóttvarnir eða geta tryggt fjarlægðarmörk á milli fólks. „Þetta er gert í algjörri neyð og eftir mikla yfirlegu, ég lofa ykkur því,“ skrifar Valborg til foreldra. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Opnun leikskólans Langholts við Sólheima í Reykjavík hefur verið frestað um sex daga. Til stóð að leikskólinn myndi opna klukkan 13 á morgun en sökum þess að framkvæmdir í húsnæðinu drógust á langinn er stefnt að opnun á mánudag í næstu vikum. Foreldri barns á Langholti sem fréttastofa ræddi við segir þessa breytingu koma illa við sig. Fyrirvarinn sé stuttur, aðeins um 20 klukkustundir, og þar að auki séu foreldrarnir báðir í hópi þeirra sem eru búin með sumarleyfið sitt. Framkvæmdirnar hófust fyrir sumarfrí og fyrir vikið þurfti hluti barnanna að vera í færanlegum kennslustofum á tímabili, en alls eru um 160 börn á Langholti. Stefnt var að því að framkvæmdum lyki áður en skólastarfið hæfist aftur núna í þessari viku - „en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf eins og gert er ráð fyrir,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir skólastjóri í bréfi til foreldra nú síðdegis. „Gert í algjörri neyð“ „Þrátt fyrir mikla vinnu og vilja þeirra sem að framkvæmdunum komu er þeim ekki lokið. Upp kom í ferlinu að það þyrfti að gera meira en áætlað var í upphafi,“ skrifar Valborg. Meðal þess sem er útistandandi séu framkvæmdir við starfsmannasalerni og starfsmannarými sem bæði sé ónothæft. Fyrir vikið sé ekki hægt að opna leikskólann á morgun, 11. ágúst, eins og til stóð heldur verður Langholt þess í stað opnað að morgni mánudagsins 17. ágúst. Valborg segir að sé þyki mjög leitt að þessar upplýsingar skuli berast svona seint, aðeins degi fyrir að foreldrar höfðu áætlað að leikskólastarf hæfist að nýju. „Við vildum gera allt sem hægt væri áður en gripið yrði til þess að fresta opnun,“ skrifar Valborg. „Nú um helgina var t.d. áætlað að vinna ákveðna verkþætti sem því miður gengu ekki eftir og því varð þetta ekki að fullu ljóst fyrr en í dag.“ Þá hafi komið upp sú hugmynd að flytja öll börnin 160 í Langholtsskóla, en það hafi ekki verið talið vænlegt. Þar að auki setji kórónuveiran strik í reikninginn. Núverandi aðstæður voru ekki taldar geta boðið upp á viðunandi sóttvarnir eða geta tryggt fjarlægðarmörk á milli fólks. „Þetta er gert í algjörri neyð og eftir mikla yfirlegu, ég lofa ykkur því,“ skrifar Valborg til foreldra.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira