Reykjavík barnanna Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. janúar 2020 09:00 Í Reykjavík eiga öll börn að fá jöfn tækifæri til að öðlast sterka sjálfsmynd, trúa á eigin getu og ná árangri. Til þess að svo megi verða hefur staðið yfir heildarendurskoðun á allri þjónustu Reykjavíkurborgar við börn og barnafjölskyldur. Foreldrar eru lykilaðilar í lífi barns en það, að öll börn búi við öruggt heilsueflandi umhverfi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Velferðarráð hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur undanfarið ár með forvarnir og skjóta þjónustu að leiðarljósi. Farið hefur fram heildarendurskoðun á þeirri þjónustu sem velferðarsvið og þar með talið Barnavernd veitir börnum og fjölskyldum þeirra, í fjölþættu samráði við ýmsa aðila sem vinna að hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Þetta hefur skilað endurbótum, breyttu verklagi og aðgerðum til að efla þjónustuna enn frekar. Verndum börn Skipulagi Barnverndar hefur verið breytt og þjónustan styrkt og nú hefur Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnavernd til 2023 litið dagsins ljós. Þessi framkvæmdaáætlun ber með sér mjög miklar breytingar á barnaverndarstarfi til hins betra. Forgangsraðað er í þágu forvarna sem miða að valdeflingu barna og forsjáraðila, til að mynda með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun barna í félagsfærni og tilfinningastjórnun. Skjótt verði brugðist við á vettvangi barnsins þegar vandi steðjar að barni, það sé gert með samræmdum aðgerðum allra aðila hjá Reykjavíkurborg og í auknu samstarfi við önnur þjónustukerfi sem starfa á sama sviði. Aukin áhersla er á að árangur sé metinn og upplýsingar verði kynntar opinberlega. Samstarf um stuðningsþjónustu „Samstarfsnetið” er einnig nýtt verkefni á Velferðarsviði sem ætlað er að halda utan um öll stuðningsverkefni tengd börnum óháð fötlun eða ástæðu stuðningsþarfar. Meðal verkefna þess er persónuleg ráðgjöf, liðveisla, unglingasmiðjur, námskeið, og stuðningsfjölskyldur. Markmiðið er að þessi mikilvæga þjónusta, sem um 1100 börn og fjölskyldur þeirra njóta árlega, verði bæði betri og öflugri og að jafnt aðgengi að úrræðum sé tryggt um alla borg. Nýtt verklag og reglur um stuðningsþjónustu fyrir börn eru að líta dagsins ljós en ætlun okkar er að greiða leið notenda að fyrstu þjónustu og veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning í framhaldi. Fjölskyldur vita oftast best hvaða stuðning eða þjónustu þau þurfa til að geta nýtt styrkleika sína og látið drauma sína rætast. Okkur langar að nýta þá þekkingu meira inn í mat á þjónustuþörf í framtíðinni sem mun skila sér markvissari þjónustu og stuðla að nýsköpun og þróun í takt við þarfir og samfélagslegar aðstæður. „Betri borg fyrir börn“ Velferðarráð og Skóla og frístundaráð samþykktu á sameiginlegum fundi í haust að setja af stað sameiginlegt 2 ára verkefni í Breiðholti sem miðar að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Skólaþjónustan þarf að vera heiltæka og samhæfð og veitt eins fljótt og auðið er helst í sem mestu mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna. Með þessu styrkjum við einnig þjónustu við skóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og stuðlum um leið að auknum gæðum í starfi með börnum á leik- og grunnskólaaldri.Ef vel tekst til þá munum við innleiða breytt verklag með samhæfða skóla- og velferðarþjónustu í öllum borgarhlutum. Draumar rætast Reykjavíkurborg er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og við ætlum að tileinka okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Okkar sameiginlega markmið er að öll börn hafi jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Borgarstjórn Börn og uppeldi Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eiga öll börn að fá jöfn tækifæri til að öðlast sterka sjálfsmynd, trúa á eigin getu og ná árangri. Til þess að svo megi verða hefur staðið yfir heildarendurskoðun á allri þjónustu Reykjavíkurborgar við börn og barnafjölskyldur. Foreldrar eru lykilaðilar í lífi barns en það, að öll börn búi við öruggt heilsueflandi umhverfi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Velferðarráð hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur undanfarið ár með forvarnir og skjóta þjónustu að leiðarljósi. Farið hefur fram heildarendurskoðun á þeirri þjónustu sem velferðarsvið og þar með talið Barnavernd veitir börnum og fjölskyldum þeirra, í fjölþættu samráði við ýmsa aðila sem vinna að hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Þetta hefur skilað endurbótum, breyttu verklagi og aðgerðum til að efla þjónustuna enn frekar. Verndum börn Skipulagi Barnverndar hefur verið breytt og þjónustan styrkt og nú hefur Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnavernd til 2023 litið dagsins ljós. Þessi framkvæmdaáætlun ber með sér mjög miklar breytingar á barnaverndarstarfi til hins betra. Forgangsraðað er í þágu forvarna sem miða að valdeflingu barna og forsjáraðila, til að mynda með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun barna í félagsfærni og tilfinningastjórnun. Skjótt verði brugðist við á vettvangi barnsins þegar vandi steðjar að barni, það sé gert með samræmdum aðgerðum allra aðila hjá Reykjavíkurborg og í auknu samstarfi við önnur þjónustukerfi sem starfa á sama sviði. Aukin áhersla er á að árangur sé metinn og upplýsingar verði kynntar opinberlega. Samstarf um stuðningsþjónustu „Samstarfsnetið” er einnig nýtt verkefni á Velferðarsviði sem ætlað er að halda utan um öll stuðningsverkefni tengd börnum óháð fötlun eða ástæðu stuðningsþarfar. Meðal verkefna þess er persónuleg ráðgjöf, liðveisla, unglingasmiðjur, námskeið, og stuðningsfjölskyldur. Markmiðið er að þessi mikilvæga þjónusta, sem um 1100 börn og fjölskyldur þeirra njóta árlega, verði bæði betri og öflugri og að jafnt aðgengi að úrræðum sé tryggt um alla borg. Nýtt verklag og reglur um stuðningsþjónustu fyrir börn eru að líta dagsins ljós en ætlun okkar er að greiða leið notenda að fyrstu þjónustu og veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning í framhaldi. Fjölskyldur vita oftast best hvaða stuðning eða þjónustu þau þurfa til að geta nýtt styrkleika sína og látið drauma sína rætast. Okkur langar að nýta þá þekkingu meira inn í mat á þjónustuþörf í framtíðinni sem mun skila sér markvissari þjónustu og stuðla að nýsköpun og þróun í takt við þarfir og samfélagslegar aðstæður. „Betri borg fyrir börn“ Velferðarráð og Skóla og frístundaráð samþykktu á sameiginlegum fundi í haust að setja af stað sameiginlegt 2 ára verkefni í Breiðholti sem miðar að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Skólaþjónustan þarf að vera heiltæka og samhæfð og veitt eins fljótt og auðið er helst í sem mestu mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna. Með þessu styrkjum við einnig þjónustu við skóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og stuðlum um leið að auknum gæðum í starfi með börnum á leik- og grunnskólaaldri.Ef vel tekst til þá munum við innleiða breytt verklag með samhæfða skóla- og velferðarþjónustu í öllum borgarhlutum. Draumar rætast Reykjavíkurborg er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og við ætlum að tileinka okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Okkar sameiginlega markmið er að öll börn hafi jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun