Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2020 08:45 Áhugafólk um kvikmyndir fer reglulega í Bíó Paradís. Vísir/Vilhelm Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri bíósins, við Vísi. Framundan er stjórnarfundur hjá Heimi kvikmyndanna klukkan níu þar sem staða bíósins verður til umræðu. Starfsfólk bíósins mun vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þess vegna er gert ráð fyrir því að starfsemin haldist óbreytt í febrúar, mars og apríl. Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 52 og er með húsnæðið á leigu. Húsnæðið er í eigu félagsins Karls Mikla ehf. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun hækkun á leigu hafa sett rekstur bíósins í uppnám. Karl Mikli ehf. er í eigu þriggja félaga: AH verkataka ehf., sem er í eigu Arnars Haukssonar og Hauks Halldórssonar. GPS Invest ehf., sem er í eigu PÁJ Invest ehf. sem svo er í eigu Péturs Árna Jónssonar. Ægis Invest ehf. sem svo er í eigu Gísla Haukssonar. Arnar og Gísli eru bræður sem voru lengi tengdir fjárfestingafélaginu GAMMA, rétt eins og Pétur Árni. Bíó Paradís var opnað í september 2010 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári. Þar var áður bíó sem hét Regnboginn en bíóið gekk í endurnýjun lífdaga. Lagt var upp með að bíóið hefði á dagskrá sinni nýjar áhugaverðar kvikmyndir víðsvegar að, auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsa kvikmyndahátíðir og standa fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. „Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópulöndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada,“ segir á heimasíðu bíósins. Nokkur umræða hefur skapast á Twitter vegna tíðinda. Ari Eldjárn, grínisti og mikill kvikmyndaáhugamaður, er miður sín. Leigan er að hækka. Leigusalar eru Gísli Hauks og félagar. Hér vantar lagaumgjörð sem ver leigjendur. Þetta er markaðurinn. Verði okkur að góðu. https://t.co/YN932WUukY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 30, 2020 What?!? Hvernig gat þetta gerst? Hvað er hægt að gera?— Ari Eldjárn (@arieldjarn) January 30, 2020 Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri bíósins, við Vísi. Framundan er stjórnarfundur hjá Heimi kvikmyndanna klukkan níu þar sem staða bíósins verður til umræðu. Starfsfólk bíósins mun vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þess vegna er gert ráð fyrir því að starfsemin haldist óbreytt í febrúar, mars og apríl. Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 52 og er með húsnæðið á leigu. Húsnæðið er í eigu félagsins Karls Mikla ehf. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun hækkun á leigu hafa sett rekstur bíósins í uppnám. Karl Mikli ehf. er í eigu þriggja félaga: AH verkataka ehf., sem er í eigu Arnars Haukssonar og Hauks Halldórssonar. GPS Invest ehf., sem er í eigu PÁJ Invest ehf. sem svo er í eigu Péturs Árna Jónssonar. Ægis Invest ehf. sem svo er í eigu Gísla Haukssonar. Arnar og Gísli eru bræður sem voru lengi tengdir fjárfestingafélaginu GAMMA, rétt eins og Pétur Árni. Bíó Paradís var opnað í september 2010 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári. Þar var áður bíó sem hét Regnboginn en bíóið gekk í endurnýjun lífdaga. Lagt var upp með að bíóið hefði á dagskrá sinni nýjar áhugaverðar kvikmyndir víðsvegar að, auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsa kvikmyndahátíðir og standa fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. „Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópulöndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada,“ segir á heimasíðu bíósins. Nokkur umræða hefur skapast á Twitter vegna tíðinda. Ari Eldjárn, grínisti og mikill kvikmyndaáhugamaður, er miður sín. Leigan er að hækka. Leigusalar eru Gísli Hauks og félagar. Hér vantar lagaumgjörð sem ver leigjendur. Þetta er markaðurinn. Verði okkur að góðu. https://t.co/YN932WUukY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 30, 2020 What?!? Hvernig gat þetta gerst? Hvað er hægt að gera?— Ari Eldjárn (@arieldjarn) January 30, 2020
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira