Biðja almenning um að halda ró sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2020 17:03 Fulltrúar frá ríkislögreglustjóra, Landlækni, Landspítalanum auk sóttvarnalæknis sátu fyrir svörum á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Landlæknis, Landspítala og sóttvarnalæknis í Skógarhlíð í dag. Íslendingur á fimmtugsaldri hefur verið greindur með kórónuveiruna. Sá var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. „Áætlunin er óbreytt. Það eru allir á tánum og á varðbergi. Nota sömu skilmerki fyrir sýnatökum. Miða við áhættusvæði og annað. Við munum vinna úr þeim sýnum sem koma og bregðast við þeim niðurstöðum sem við fáum. Ég held að það plan muni halda áfram. Þurfum að leggja í mikla vinnu við smitrakningu þessa manns,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag. Aðspurður um skilaboð til almennings í ljósi nýjustu tíðinda sagði Þórólfur: „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Koma veirunnar til landsins setji þó hlutina í nýtt samhengi. „Svo verðum við að sjá hvort fleiri einstaklingar greinist, varðandi hvort nýjar leiðbeiningar þurfi að koma út. En við erum með ýmislegt í pokahorninu sem við munum koma með ef þörf reynist.“ Þeir geri ráð fyrir fleiri smitum en ómögulegt sé að segja hve mörg þau verði. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Landlæknis, Landspítala og sóttvarnalæknis í Skógarhlíð í dag. Íslendingur á fimmtugsaldri hefur verið greindur með kórónuveiruna. Sá var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. „Áætlunin er óbreytt. Það eru allir á tánum og á varðbergi. Nota sömu skilmerki fyrir sýnatökum. Miða við áhættusvæði og annað. Við munum vinna úr þeim sýnum sem koma og bregðast við þeim niðurstöðum sem við fáum. Ég held að það plan muni halda áfram. Þurfum að leggja í mikla vinnu við smitrakningu þessa manns,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag. Aðspurður um skilaboð til almennings í ljósi nýjustu tíðinda sagði Þórólfur: „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Koma veirunnar til landsins setji þó hlutina í nýtt samhengi. „Svo verðum við að sjá hvort fleiri einstaklingar greinist, varðandi hvort nýjar leiðbeiningar þurfi að koma út. En við erum með ýmislegt í pokahorninu sem við munum koma með ef þörf reynist.“ Þeir geri ráð fyrir fleiri smitum en ómögulegt sé að segja hve mörg þau verði. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00