Opið bréf til norrænna þingmanna um norrænt samstarf um vinnumarkað og velferð Valgerður Pálmadóttir skrifar 8. september 2020 14:00 Á heimasíðu Norrænu Ráðherranefndarinnar kemur eftirfarandi fram um norrænt samstarf varðandi vinnumál: Góður vinnumarkaður gegnir mikilvægu hlutverki í þróun norrænna velferðasamfélagsins, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklingana. Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi. Af þessum orðum mætti draga þá ályktun að Norðurlöndin hafi gert með sér samninga eða búið til verkferla til að auðvelda fólki að vinna í tveimur löndum samtímis, eða búa í einu Norðurlandi en vinna í öðru. Því fer fjarri, eins og ég hef komist að raun um síðustu mánuði, sem hafa einkennst af einhverju sem mætti lýsa sem algjörri skriffinnskumartröð. Fjöldi fólks er í þeirri stöðu að tengjast tveimur Norðurlöndum vegna náms eða vinnu en lendir milli kerfa, missir félagsleg réttindi og endar í því sem kalla má „tryggingasjálfheldu“. Ég hef spurnir af fjölmörgum í sömu stöðu en sem ekki hafa haft orku eða vilja til að taka málið lengra. Ég ætla því að segja mína sögu sem á margan hátt er dæmigerð og óska eftir viðbrögðum. Ég hef verið búsett í Svíþjóð um átta ára skeið þar sem ég hef framfleytt mér og borgað skyldur og skatta. Í árslok 2018 kláraði ég doktorspróf frá sænskum háskóla og hef síðan unnið tímabundna verkefnavinnu í báðum löndum eins og þýðingar, fyrirlestra, greinaskrif og kennslu. Meðfram þessu hef ég aflað rannsóknarstyrkja og hlaut ég einn slíkan frá íslenskum sjóði árið 2019. Styrkurinn var vistaður hjá Háskóla Íslands og ég fékk tímabundna ráðningu í tæpt ár og styrkinn greiddan út sem laun en ég var skattlögð í Svíþjóð í krafti tvísköttunarsamnings. Um allt þetta hafði ég ráðfært mig við sænsk skattayfirvöld því ég átti von á barni og vildi tryggja félagsleg réttindi mín. Í apríl síðastliðnum, mánuði áður en barn mitt fæðist, fæ ég hins vegar þann úrskurð frá viðkomandi yfirvöldum í Svíþjóð að ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum vegna þess að ég hef verið að vinna á Íslandi og ég eigi að leita réttar míns þar. Hjá Fæðingarorlofssjóði Íslands fæ ég þau svör eftir mikla eftirgangsmuni að ég eigi að vera tryggð í Svíþjóð sökum búsetu minnar þar. Eftir ótalmörg símtöl við starfsfólk sænskra og íslenskra tryggingayfirvalda fæ ég þá niðurstöðu að mál mitt sé líklega í „tryggingasjálfheldu.“ Hún lýsir sér í því að tryggingayfirvöld landanna geta ekki tekið afstöðu til þess hvar ég sé tryggð. Svíarnir geta ekki metið mál mitt vegna þess að þau vita ekki hver réttur minn á Íslandi er, og öfugt. Enginn virðist geta svarað því hvar ég er tryggð. Ég hef greitt skyldur og skatta af öllum launum og styrkjum eftir bestu samvisku og ráðleggingum yfirvalda, en virðist hvergi eiga rétt til fæðingarorlofs. Barnið mitt er nýlega orðið 4 mánaða. Ég hef engar fæðingarorlofsgreiðslur fengið. Hins vegar hef ég fengið „glaðning“ frá skattayfirvöldum beggja landa, þ.e. rukkun um aukagreiðslur. Fólk í þessari stöðu lendir nefnilega gjarnan í því að persónuafsláttur lendir líka milli kerfa, „skattasjálfheldu“? Nýjast í þessari sögu er tilkynning sænskra tryggingayfirvalda um að þau muni hætta að greiða mér barnabætur – í ljósi þess að þeim hafa borist upplýsingar um að ég sé að vinna á Íslandi. Niðurstaðan virðist vera sú að mér beri skattar og skyldur í tveimur Norðurlöndum en njóti þó engra félagslegra réttinda. Því spyr ég: Eru Norðurlöndin með „sameiginlegan vinnumarkað“ og eða er þetta marklaust hjal til að flagga í hátíðarræðum? Höfundur er nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Svíþjóð Félagsmál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu Norrænu Ráðherranefndarinnar kemur eftirfarandi fram um norrænt samstarf varðandi vinnumál: Góður vinnumarkaður gegnir mikilvægu hlutverki í þróun norrænna velferðasamfélagsins, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklingana. Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi. Af þessum orðum mætti draga þá ályktun að Norðurlöndin hafi gert með sér samninga eða búið til verkferla til að auðvelda fólki að vinna í tveimur löndum samtímis, eða búa í einu Norðurlandi en vinna í öðru. Því fer fjarri, eins og ég hef komist að raun um síðustu mánuði, sem hafa einkennst af einhverju sem mætti lýsa sem algjörri skriffinnskumartröð. Fjöldi fólks er í þeirri stöðu að tengjast tveimur Norðurlöndum vegna náms eða vinnu en lendir milli kerfa, missir félagsleg réttindi og endar í því sem kalla má „tryggingasjálfheldu“. Ég hef spurnir af fjölmörgum í sömu stöðu en sem ekki hafa haft orku eða vilja til að taka málið lengra. Ég ætla því að segja mína sögu sem á margan hátt er dæmigerð og óska eftir viðbrögðum. Ég hef verið búsett í Svíþjóð um átta ára skeið þar sem ég hef framfleytt mér og borgað skyldur og skatta. Í árslok 2018 kláraði ég doktorspróf frá sænskum háskóla og hef síðan unnið tímabundna verkefnavinnu í báðum löndum eins og þýðingar, fyrirlestra, greinaskrif og kennslu. Meðfram þessu hef ég aflað rannsóknarstyrkja og hlaut ég einn slíkan frá íslenskum sjóði árið 2019. Styrkurinn var vistaður hjá Háskóla Íslands og ég fékk tímabundna ráðningu í tæpt ár og styrkinn greiddan út sem laun en ég var skattlögð í Svíþjóð í krafti tvísköttunarsamnings. Um allt þetta hafði ég ráðfært mig við sænsk skattayfirvöld því ég átti von á barni og vildi tryggja félagsleg réttindi mín. Í apríl síðastliðnum, mánuði áður en barn mitt fæðist, fæ ég hins vegar þann úrskurð frá viðkomandi yfirvöldum í Svíþjóð að ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum vegna þess að ég hef verið að vinna á Íslandi og ég eigi að leita réttar míns þar. Hjá Fæðingarorlofssjóði Íslands fæ ég þau svör eftir mikla eftirgangsmuni að ég eigi að vera tryggð í Svíþjóð sökum búsetu minnar þar. Eftir ótalmörg símtöl við starfsfólk sænskra og íslenskra tryggingayfirvalda fæ ég þá niðurstöðu að mál mitt sé líklega í „tryggingasjálfheldu.“ Hún lýsir sér í því að tryggingayfirvöld landanna geta ekki tekið afstöðu til þess hvar ég sé tryggð. Svíarnir geta ekki metið mál mitt vegna þess að þau vita ekki hver réttur minn á Íslandi er, og öfugt. Enginn virðist geta svarað því hvar ég er tryggð. Ég hef greitt skyldur og skatta af öllum launum og styrkjum eftir bestu samvisku og ráðleggingum yfirvalda, en virðist hvergi eiga rétt til fæðingarorlofs. Barnið mitt er nýlega orðið 4 mánaða. Ég hef engar fæðingarorlofsgreiðslur fengið. Hins vegar hef ég fengið „glaðning“ frá skattayfirvöldum beggja landa, þ.e. rukkun um aukagreiðslur. Fólk í þessari stöðu lendir nefnilega gjarnan í því að persónuafsláttur lendir líka milli kerfa, „skattasjálfheldu“? Nýjast í þessari sögu er tilkynning sænskra tryggingayfirvalda um að þau muni hætta að greiða mér barnabætur – í ljósi þess að þeim hafa borist upplýsingar um að ég sé að vinna á Íslandi. Niðurstaðan virðist vera sú að mér beri skattar og skyldur í tveimur Norðurlöndum en njóti þó engra félagslegra réttinda. Því spyr ég: Eru Norðurlöndin með „sameiginlegan vinnumarkað“ og eða er þetta marklaust hjal til að flagga í hátíðarræðum? Höfundur er nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar