PISA-kannanir ekki upphaf og endir alls Svandís Egilsdóttir skrifar 8. september 2020 15:31 Menntamálaráðherra leggur nú til breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla en tillöguna er að finna í Samráðsgáttinni. Í stuttu máli stendur til að fjölga tímum í íslensku og náttúrufræði á mið- og unglingastigi á kostnað valgreina. Þar kemur jafnframt fram að aðalhvatinn og áhyggjuefnið sé viðvarandi slakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunni og þannig samanburður á árangri íslenskra nemenda í alþjóðlegu samhengi. Það að efla nám í náttúrufræði og íslenskuhæfni nemenda, hugtakaskilning og málþroska er brýnt og tímabært verkefni ásamt því að efla allt skólastarf. Það er stöðugur ásetningur skólafólks og slíkum kröfum ber í sjálfu sér því að fagna. Hinsvegar er PISA könnunin líkt og margar aðrar samræmdar kannanir er mjög umdeildur mælikvarði á gæði skólastarfs og árangur nemenda og er alls ekki upphaf og endirinn í þeim efnum. Við erum á hreinlega villigötum ef við ætlum að meta árangur í skólastarfi fyrst og fremst í samhengi við PISA-kannanir. Þar að auki er vandinn sem við stöndum frammi fyrir ekki leystur alfarið með fleiri kennslustundum en þessi nálgun á lausn málsins lýsir að mínu mati of þröngu sjónarhorni á hvað við erum að fást við í skólum landsins. Við í skólunum erum flest að horfa til þess að efla marga þætti sem ná frá almennri velferð nemandans og einstaklingsbundnum þörfum hans, stöðu í námi og áhugamálum til markmiða um árangur í fjölmörgum greinum. Að hafa allt njörfað niður í greinar og mínútur setur möguleikum okkar miklar skorður. Við ættum frekar að vinna heildrænna að árangrinum saman, vinna meira saman að kennslunni og gleyma örlítið kappinu við klukkuna. Á unglingastigi er oftar en ekki boðið upp á nám í list- og verkgreinum í valtímum nemenda og þess vegna er hægt að staðhæfa að ef að valið er skert eykst hætta á að list- og verkgreinar skerðist. Að takmarka val nemenda eða nám nemenda í list- og verkgreinum enn frekar en nú er væri galin ákvörðun þegar við viljum byggja samfélagið okkar upp á fjölbreyttan hátt. Skapandi hugsun og verkþekking er mikilvægur grunnur sem nýtist í öllum greinum í raun og er jafnframt grunnur að frekara listnámi nemenda og þar með margvíslegri menningarstarfsemi og nýsköpun. Jafnvel enn verra er að með því að skerða hlut valgreina á unglingastigi tökum við frá nemendum nokkuð afskaplega dýrmætt, nefnilega möguleika þeirra á sjálfræði í skóladeginum. Við myndum skerða nemendalýðræðið og að tekið sé nægilega mikið tillit til einstaklingsbundinna þarfa nemandans og áhuga hans. Nemendur á unglingastigi eru á þeim stað í lífinu að þurfa sjálfir að fara að taka stærri ákvarðanir um hvert þau vilja stefna í námi. Og það er margt bogið við að skerða valfrelsi þeirra og þjálfun í að velja, rétt fyrir þau tímamót. Með valtímum ætlum við í skólunum að efla ábyrgð nemenda á námi, valdefla þau, auka eignarhald þeirra á námsleiðum sem þau velja sér og auka nemendalýðræði í skólunum okkar skv. aðalnámskrá. Þessari lausn verður því að mótmæla. Ég hvet alla sem láta sig málið varða að segja skoðun sína á Samráðsgáttinni. Höfundur er skólastjóri og situr í sjötta sæti á framboðslista VG á Austurlandi í komandi sveitarstjórnarkosningum 19.september í nýlega sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra leggur nú til breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla en tillöguna er að finna í Samráðsgáttinni. Í stuttu máli stendur til að fjölga tímum í íslensku og náttúrufræði á mið- og unglingastigi á kostnað valgreina. Þar kemur jafnframt fram að aðalhvatinn og áhyggjuefnið sé viðvarandi slakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunni og þannig samanburður á árangri íslenskra nemenda í alþjóðlegu samhengi. Það að efla nám í náttúrufræði og íslenskuhæfni nemenda, hugtakaskilning og málþroska er brýnt og tímabært verkefni ásamt því að efla allt skólastarf. Það er stöðugur ásetningur skólafólks og slíkum kröfum ber í sjálfu sér því að fagna. Hinsvegar er PISA könnunin líkt og margar aðrar samræmdar kannanir er mjög umdeildur mælikvarði á gæði skólastarfs og árangur nemenda og er alls ekki upphaf og endirinn í þeim efnum. Við erum á hreinlega villigötum ef við ætlum að meta árangur í skólastarfi fyrst og fremst í samhengi við PISA-kannanir. Þar að auki er vandinn sem við stöndum frammi fyrir ekki leystur alfarið með fleiri kennslustundum en þessi nálgun á lausn málsins lýsir að mínu mati of þröngu sjónarhorni á hvað við erum að fást við í skólum landsins. Við í skólunum erum flest að horfa til þess að efla marga þætti sem ná frá almennri velferð nemandans og einstaklingsbundnum þörfum hans, stöðu í námi og áhugamálum til markmiða um árangur í fjölmörgum greinum. Að hafa allt njörfað niður í greinar og mínútur setur möguleikum okkar miklar skorður. Við ættum frekar að vinna heildrænna að árangrinum saman, vinna meira saman að kennslunni og gleyma örlítið kappinu við klukkuna. Á unglingastigi er oftar en ekki boðið upp á nám í list- og verkgreinum í valtímum nemenda og þess vegna er hægt að staðhæfa að ef að valið er skert eykst hætta á að list- og verkgreinar skerðist. Að takmarka val nemenda eða nám nemenda í list- og verkgreinum enn frekar en nú er væri galin ákvörðun þegar við viljum byggja samfélagið okkar upp á fjölbreyttan hátt. Skapandi hugsun og verkþekking er mikilvægur grunnur sem nýtist í öllum greinum í raun og er jafnframt grunnur að frekara listnámi nemenda og þar með margvíslegri menningarstarfsemi og nýsköpun. Jafnvel enn verra er að með því að skerða hlut valgreina á unglingastigi tökum við frá nemendum nokkuð afskaplega dýrmætt, nefnilega möguleika þeirra á sjálfræði í skóladeginum. Við myndum skerða nemendalýðræðið og að tekið sé nægilega mikið tillit til einstaklingsbundinna þarfa nemandans og áhuga hans. Nemendur á unglingastigi eru á þeim stað í lífinu að þurfa sjálfir að fara að taka stærri ákvarðanir um hvert þau vilja stefna í námi. Og það er margt bogið við að skerða valfrelsi þeirra og þjálfun í að velja, rétt fyrir þau tímamót. Með valtímum ætlum við í skólunum að efla ábyrgð nemenda á námi, valdefla þau, auka eignarhald þeirra á námsleiðum sem þau velja sér og auka nemendalýðræði í skólunum okkar skv. aðalnámskrá. Þessari lausn verður því að mótmæla. Ég hvet alla sem láta sig málið varða að segja skoðun sína á Samráðsgáttinni. Höfundur er skólastjóri og situr í sjötta sæti á framboðslista VG á Austurlandi í komandi sveitarstjórnarkosningum 19.september í nýlega sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar