Góður skólabragur verður ekki til af sjálfu sér Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 16:01 Þann 9. nóvember stóðu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, fyrir dagskrá á baráttudegi gegn einelti. Við hjá Heimili og skóla erum þakklát fyrir það traust sem Menntamálastofnun og Mennta- og menningamálaráðuneyti hafa sýnt samtökunum við að sjá um framkvæmd og undirbúning þessa dags en þetta er í annað sinn sem samtökin koma að undirbúningi dagsins sem haldinn var með breyttu sniði að þessu sinni í ljósi aðstæðna. Áttundi nóvember er dagurinn sem öllu jöfnu er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum landsins en tíu ár eru nú liðin frá því hann var fyrst haldinn hér á landi árið 2011. Barátta sem vinnst með samstöðu og samvinnu Á degi sem þessum er mikilvægt að skerpa á bæði fræðslu og forvörnum og hvetja til umræðu um einelti sem og að efla samstöðu og sýn innan raða allra þeirra sem mynda skólasamfélagið, þ.e. barnanna okkar, foreldra, kennara, skóla og nærsamfélags. Það skiptir miklu máli að við veltum því fyrir okkur hvar við stöndum og hvernig samfélag við viljum taka þátt í að skapa. Í gegnum árin hafa ýmsar leiðir verið farnar í baráttunni gegn einelti enda vandinn fjölþættur. Erfitt hefur reynst að útrýma einelti, enda um samfélagslegt mein að ræða þar sem ræturnar liggja víða. Barátta sem farsælast er að vinna gegn með samstöðu og samvinnu allra. Falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma Forvarnir, fræðsla, fyrirmyndir, fegurð fjölbreytileikans, falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma eru fræ sem við þurfum að sá og rækta til að uppskera. Þetta þarf ekki að vera flókið eða eins og segir í einu kvæði Einars Benediktssonar, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ef við ætlum að ná árangri gagnvart þeirri meinsemd sem einelti er þurfum við öll sem eitt að velta fyrir okkur, okkar hlutverki og samfélagslegri skyldu. Gullna reglan, að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur, getur sömuleiðis skilað okkur dýrmætum árangri. Því það að setja sig í spor annarra og láta sig vellíðan og velgengni annarra varða skiptir svo miklu máli. Til að við náum árangri í þessari baráttu verðum við öll að líta okkur nær og velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að fyrirbyggja og koma í veg fyrir einelti. Að því sögðu langar mig að árétta að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, í leik-, grunn- og framhaldsskólum ásamt nemendum, kennurum og skólastjórnendum, stöndum vörð um mikilvægt samstarf heimila og skóla. Við foreldrar viljum að börnin okkar eignist góða vini og að þeim líði vel og þau upplifi að þau öll, hvert og eitt þeirra, skipti máli. Stuðlum að jákvæðum skólabrag Góður skólabragur skiptir miklu máli í þessu samhengi enda hafa rannsóknir sýnt fram á að hann getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér. Hér sannast kannski hið forkveðna að við uppskerum eins og við sáum. Stjórnendum skóla, kennurum og öðru starfsfólki ber samkvæmt aðalnámskrá að stuðla að jákvæðum skólabrag með velferð nemenda að leiðarljósi. Að sama skapi höfum við foreldrar hlutverki að gegna. Það að skapa góðan bekkjaranda þar sem vinátta og virðing ríkir getur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara þar sem svo margt innan sem utan skóla hefur áhrif á daglegt líf nemenda og því erfitt að draga mörkin eingöngu við veggi skólastofunnar. Hér skiptir því hlutverk okkar foreldra og viðhorf ekki síður máli. Innan skólanna gefst okkur foreldrum einstakt tækifæri til að leggja okkar af mörkum við að gera gott skólasamfélag enn betra og taka virkan þátt í að móta og leiða gott og uppbyggilegt foreldra- og forvarnarstarf. Ásamt því að taka þátt í að skapa góðan bekkjaranda með því að huga að samveru og samstöðu bæði nemenda og foreldra. Að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi Með því að leggja góðan grunn að vináttu og vináttusamböndum með jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum og samverustundum leggjum við dýrmætan grunn sem byggja má á til framtíðar. Þannig búum við til skólasamfélag sem eflir og hvetur með samstöðu, samhug og jöfnuð að leiðarljósi eða eins og máltækið segir, að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þann 9. nóvember stóðu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, fyrir dagskrá á baráttudegi gegn einelti. Við hjá Heimili og skóla erum þakklát fyrir það traust sem Menntamálastofnun og Mennta- og menningamálaráðuneyti hafa sýnt samtökunum við að sjá um framkvæmd og undirbúning þessa dags en þetta er í annað sinn sem samtökin koma að undirbúningi dagsins sem haldinn var með breyttu sniði að þessu sinni í ljósi aðstæðna. Áttundi nóvember er dagurinn sem öllu jöfnu er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum landsins en tíu ár eru nú liðin frá því hann var fyrst haldinn hér á landi árið 2011. Barátta sem vinnst með samstöðu og samvinnu Á degi sem þessum er mikilvægt að skerpa á bæði fræðslu og forvörnum og hvetja til umræðu um einelti sem og að efla samstöðu og sýn innan raða allra þeirra sem mynda skólasamfélagið, þ.e. barnanna okkar, foreldra, kennara, skóla og nærsamfélags. Það skiptir miklu máli að við veltum því fyrir okkur hvar við stöndum og hvernig samfélag við viljum taka þátt í að skapa. Í gegnum árin hafa ýmsar leiðir verið farnar í baráttunni gegn einelti enda vandinn fjölþættur. Erfitt hefur reynst að útrýma einelti, enda um samfélagslegt mein að ræða þar sem ræturnar liggja víða. Barátta sem farsælast er að vinna gegn með samstöðu og samvinnu allra. Falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma Forvarnir, fræðsla, fyrirmyndir, fegurð fjölbreytileikans, falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma eru fræ sem við þurfum að sá og rækta til að uppskera. Þetta þarf ekki að vera flókið eða eins og segir í einu kvæði Einars Benediktssonar, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ef við ætlum að ná árangri gagnvart þeirri meinsemd sem einelti er þurfum við öll sem eitt að velta fyrir okkur, okkar hlutverki og samfélagslegri skyldu. Gullna reglan, að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur, getur sömuleiðis skilað okkur dýrmætum árangri. Því það að setja sig í spor annarra og láta sig vellíðan og velgengni annarra varða skiptir svo miklu máli. Til að við náum árangri í þessari baráttu verðum við öll að líta okkur nær og velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að fyrirbyggja og koma í veg fyrir einelti. Að því sögðu langar mig að árétta að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, í leik-, grunn- og framhaldsskólum ásamt nemendum, kennurum og skólastjórnendum, stöndum vörð um mikilvægt samstarf heimila og skóla. Við foreldrar viljum að börnin okkar eignist góða vini og að þeim líði vel og þau upplifi að þau öll, hvert og eitt þeirra, skipti máli. Stuðlum að jákvæðum skólabrag Góður skólabragur skiptir miklu máli í þessu samhengi enda hafa rannsóknir sýnt fram á að hann getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér. Hér sannast kannski hið forkveðna að við uppskerum eins og við sáum. Stjórnendum skóla, kennurum og öðru starfsfólki ber samkvæmt aðalnámskrá að stuðla að jákvæðum skólabrag með velferð nemenda að leiðarljósi. Að sama skapi höfum við foreldrar hlutverki að gegna. Það að skapa góðan bekkjaranda þar sem vinátta og virðing ríkir getur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara þar sem svo margt innan sem utan skóla hefur áhrif á daglegt líf nemenda og því erfitt að draga mörkin eingöngu við veggi skólastofunnar. Hér skiptir því hlutverk okkar foreldra og viðhorf ekki síður máli. Innan skólanna gefst okkur foreldrum einstakt tækifæri til að leggja okkar af mörkum við að gera gott skólasamfélag enn betra og taka virkan þátt í að móta og leiða gott og uppbyggilegt foreldra- og forvarnarstarf. Ásamt því að taka þátt í að skapa góðan bekkjaranda með því að huga að samveru og samstöðu bæði nemenda og foreldra. Að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi Með því að leggja góðan grunn að vináttu og vináttusamböndum með jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum og samverustundum leggjum við dýrmætan grunn sem byggja má á til framtíðar. Þannig búum við til skólasamfélag sem eflir og hvetur með samstöðu, samhug og jöfnuð að leiðarljósi eða eins og máltækið segir, að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun