Nýtt sjúkrahús á Keldum Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 13. nóvember 2020 17:10 Undanfarið hefur verið aukinn þungi í umræðu um að reisa eigi nýtt sjúkrahús á besta stað. Í dag lagði ég fram tillögu þess efnis að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að framtíðaruppbyggingu þjóðarsjúkrahúss á Keldum í Reykjavík. Fyrir því eru nokkrar ástæður en einna helst má taka til þeirrar staðreyndar að núverandi staðsetning Landspítala við Hringbraut er ekki annað en skipulagsslys, ekkert þeirra umferðar- og skipulagsúrræða sem þar er reiknað með er í gildi núna. Aðgengi að sjúkrahúsinu er óviðunandi, sérstaklega vegna bráðatilvika. Einnig er nauðsynlegt að nefna að ekki er gert ráð fyrir að í núverandi viðbyggingu við Hringbraut verði ný geðdeild, heldur á að lagfæra það húsnæði sem fyrir er. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra ætlað að leggja fram þarfa- og kostnaðargreiningu, m.a. með tilliti til gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála, og hafi samráð við fagaðila við vinnslu hennar. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að núverandi staðsetning þjóðarsjúkrahússins mun ekki geta sinnt sínu hlutverki svo vel sé vegna staðsetningar og sérstaklega vegna þess að Hringbraut er ekki lengur miðja höfuðborgarsvæðisins þó sú staðsetning hafi þótt hentug fyrir einhverjum árum síðan en þessi tillaga sem nú er um að ræða kveður á um að samhliða undirbúningi á framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss verði kannaður fýsileiki þess að nýta byggingar við Hringbraut undir umdæmissjúkrahús eða hérðassjúkrahús, jafnvel mætti nýta húsnæðið undir heimili fyrir aldraða. Á árunum 2001 – 2008 voru skrifaðar nokkrar álitsgerðir af íslenskum og erlendum aðilum og í flestum þeirra var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á nýjum stað. Sérfræðingarnir sem sömdu álitin töldu hins vegar að ef ekki væri hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjum stað væri best að byggja við sjúkrahúsið í Fossvogi eða við gamla Landspítalann við Hringbraut, semsagt valinn var næst besti eða þriðji bestu kosturinn til uppbyggingar og niðurstaðan, að byggja við Landspítalann við Hringbraut, var byggð á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 en allar forsendur skipulagsins virðast brostnar og það verður ekki litið framhjá því að aðgengi að Hringbraut getur skapað óöryggi hjá þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Auk þessara álitsgerða var gefin út skýrsla sem unnin var af Háskólanum á Bifröst og Rannsóknastofnun atvinnulífsins fyrir Samtök atvinnulífsins, þessi skýrsla kom fram í nóvember 2015 og þar kom fram, m.a. fram að Hringbraut hentaði ekki sem framtíðarstaðsetning þjóðarsjúkrahúss og að fjárhagslegur ávinningur annarrar staðsetningar væri töluverður. Á þessi sjónarmið hafa stjórnvöld ekki hlustað, þau hlustuðu heldur ekki á Samtökin um betri spítala á betri stað þegar þau gáfu út skýrslu sama ár sem tók til að hagkvæmast væri að reisa nýjan spítala á öðrum stað og sérstaklega var tekið til þess að búsetumiðja höfuðborgarsvæðisins skipti máli ásamt aðgengi að meginumferðaræðum. Atburðir síðustu misserin hafa auk þess kallað á endurskoðun þess efnis að hafa bæði 2. stigs þjónustu og 3. stigs þjónustu á sama stað með tilheyrandi truflun á gangverkinu. Staðsetning sjúkrahússins snýst því ekki aðeins um skipulag og byggingar, sjúkrahús snúast líka um tilfinningar, líf og dauða, gleði og sorg og þess vegna er mikilvægt að vandað verði til verka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið aukinn þungi í umræðu um að reisa eigi nýtt sjúkrahús á besta stað. Í dag lagði ég fram tillögu þess efnis að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að framtíðaruppbyggingu þjóðarsjúkrahúss á Keldum í Reykjavík. Fyrir því eru nokkrar ástæður en einna helst má taka til þeirrar staðreyndar að núverandi staðsetning Landspítala við Hringbraut er ekki annað en skipulagsslys, ekkert þeirra umferðar- og skipulagsúrræða sem þar er reiknað með er í gildi núna. Aðgengi að sjúkrahúsinu er óviðunandi, sérstaklega vegna bráðatilvika. Einnig er nauðsynlegt að nefna að ekki er gert ráð fyrir að í núverandi viðbyggingu við Hringbraut verði ný geðdeild, heldur á að lagfæra það húsnæði sem fyrir er. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra ætlað að leggja fram þarfa- og kostnaðargreiningu, m.a. með tilliti til gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála, og hafi samráð við fagaðila við vinnslu hennar. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að núverandi staðsetning þjóðarsjúkrahússins mun ekki geta sinnt sínu hlutverki svo vel sé vegna staðsetningar og sérstaklega vegna þess að Hringbraut er ekki lengur miðja höfuðborgarsvæðisins þó sú staðsetning hafi þótt hentug fyrir einhverjum árum síðan en þessi tillaga sem nú er um að ræða kveður á um að samhliða undirbúningi á framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss verði kannaður fýsileiki þess að nýta byggingar við Hringbraut undir umdæmissjúkrahús eða hérðassjúkrahús, jafnvel mætti nýta húsnæðið undir heimili fyrir aldraða. Á árunum 2001 – 2008 voru skrifaðar nokkrar álitsgerðir af íslenskum og erlendum aðilum og í flestum þeirra var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á nýjum stað. Sérfræðingarnir sem sömdu álitin töldu hins vegar að ef ekki væri hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjum stað væri best að byggja við sjúkrahúsið í Fossvogi eða við gamla Landspítalann við Hringbraut, semsagt valinn var næst besti eða þriðji bestu kosturinn til uppbyggingar og niðurstaðan, að byggja við Landspítalann við Hringbraut, var byggð á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 en allar forsendur skipulagsins virðast brostnar og það verður ekki litið framhjá því að aðgengi að Hringbraut getur skapað óöryggi hjá þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Auk þessara álitsgerða var gefin út skýrsla sem unnin var af Háskólanum á Bifröst og Rannsóknastofnun atvinnulífsins fyrir Samtök atvinnulífsins, þessi skýrsla kom fram í nóvember 2015 og þar kom fram, m.a. fram að Hringbraut hentaði ekki sem framtíðarstaðsetning þjóðarsjúkrahúss og að fjárhagslegur ávinningur annarrar staðsetningar væri töluverður. Á þessi sjónarmið hafa stjórnvöld ekki hlustað, þau hlustuðu heldur ekki á Samtökin um betri spítala á betri stað þegar þau gáfu út skýrslu sama ár sem tók til að hagkvæmast væri að reisa nýjan spítala á öðrum stað og sérstaklega var tekið til þess að búsetumiðja höfuðborgarsvæðisins skipti máli ásamt aðgengi að meginumferðaræðum. Atburðir síðustu misserin hafa auk þess kallað á endurskoðun þess efnis að hafa bæði 2. stigs þjónustu og 3. stigs þjónustu á sama stað með tilheyrandi truflun á gangverkinu. Staðsetning sjúkrahússins snýst því ekki aðeins um skipulag og byggingar, sjúkrahús snúast líka um tilfinningar, líf og dauða, gleði og sorg og þess vegna er mikilvægt að vandað verði til verka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar