Skoðun

Þakkir til skóla­sam­fé­lagsins

Ragnheiður Davíðsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifar

Á undanförnum dögum og vikum hefur samfélagið okkar breyst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér. SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, vill þakka skólasamfélaginu öllu, kennurum, starfsfólki, stjórnendum, foreldrum og ekki síst nemendum fyrir það hversu vel þau hafa tekist á við þessar aðstæður.

Vinna skólanna hefur miðað að því að gera allt sem hægt er til að börn fái þá kennslu sem möguleg er miðað við tilmæli sóttvarnalæknis um fjöldatakmarkanir í skólunum. Megin markmiðið er að halda uppi skólastarfi eins lengi og mögulegt er. Það er ekki einfalt mál að láta það ganga upp að aldrei séu fleiri en 20 nemendur í sama rými og að börn blandist ekki á milli hópa. Við þurfum öll að hjálpast að við að láta þetta ganga upp, líka fyrir utan skólatíma.

Starfsfólk skólanna vann þrekvirki við að koma saman þessu skipulagi á gríðarlega stuttum tíma og vinnur nú með nemendum á miklum óvissutímum. Fyrir marga nemendur eru þessir tímar erfiðir og við vitum að kennarar eru að gera allt sem þau geta til að halda utan um nemendur sína á saman tíma og þau eru í sama óvissuástandi og við hin. Kennarar og starfsfólk skólanna er nú skilgreint sem framlínufólk og finnst okkur mikilvægt að koma á framfæri til þeirra þakklæti frá foreldrasamfélaginu.

Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, stjórn SAMFOK: Ragnheiður Davíðsdóttir formaður, Þórunn Steindórsdóttir, Áslaug Björk Eggertsdóttir, Hrefna Björk Jóhannsdóttir, Sonja Rúdólfsdóttir Jónsson, Björn Karlsson og Guðmundur Magnús Daðason.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×