Flugmaður sem missti vinnuna hjá Icelandair: „Að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 21:00 Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair í fimmtán ár. Hún er ein af þeim rúmlega 2000 starfsmönnum fyrirtækisins sem misstu vinnuna í gær. Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað hjá Icelandair síðan árið 2005. Hún er meðal þeirra 431 flugmanna sem missti stöðu sína hjá félaginu í gær en alls hafa 96% flugmanna misst vinnuna þar. Hún segir það gríðarlega erfitt að missa vinnuna, ekki hvað síst á þessum tíma árs þegar flugmenn eru vanalega að fara inn í mesta háannatímabilið í sínu starfi, sumarið. „Maður hélt að maður væri búinn með þetta tímabil á sínum starfsferli að vera að missa vinnuna. Við búumst við því að vera að missa vinnuna öðru hvoru fyrstu árin, okkur er kynnt það strax þegar við erum ráðin og þetta fyrirtæki býr náttúrulega við árstíðasveiflu, við þekkjum það. En þegar þú ert búin að vera lengur en fimm til tíu ár í starfi þá áttu að vera nokkuð öruggur þannig að þetta er óvænt. Við erum núna að sigla inn í það sem ætti að vera okkar háannatími þar sem við leggjumst öll á árarnar og vinnum mikið, við flugmenn vinnum mest á sumrin og það að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt, þetta tekur á, og þó svo við höfum vitað að þetta væri að koma þá fengum við held ég öll sting í hjartað í gær við að fá uppsagnarbréfið í hendurnar, það var mjög erfitt,“ segir Sara Hlín. Hún tekur undir að það sé nauðsynlegt að fá stuðning á tímum sem þessum og segir fyrirtækið bjóða starfsfólki stuðning. Þá sé stéttarfélag flugmanna, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, mjög sterkt og það býður upp á sálrænan stuðning nú eins og áður. Starfsfólkið sæki síðan mikinn stuðning í hvert annað. Aðspurð hvernig hljóðið sé í fólki varðandi framhaldið segir hún að það sé ekki gott. Óvissa fram undan sé svo mikil. „Við höfum getað leitað í það þegar það eru árstíðabundnar sveiflur að sækja vinnu annað en það er ekki hægt núna þar sem ástandið er slæmt í okkar geira alls staðar í heiminum. Flugið er bara eins og að æfa hlaup eða hjól, þú vilt halda þér í formi þannig að við viljum fljúga. Okkur líður best þegar við fljúgum mikið, þá erum við best í vinnunni þannig að við erum áhyggjufull,“ segir Sara en ítarlegra viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað hjá Icelandair síðan árið 2005. Hún er meðal þeirra 431 flugmanna sem missti stöðu sína hjá félaginu í gær en alls hafa 96% flugmanna misst vinnuna þar. Hún segir það gríðarlega erfitt að missa vinnuna, ekki hvað síst á þessum tíma árs þegar flugmenn eru vanalega að fara inn í mesta háannatímabilið í sínu starfi, sumarið. „Maður hélt að maður væri búinn með þetta tímabil á sínum starfsferli að vera að missa vinnuna. Við búumst við því að vera að missa vinnuna öðru hvoru fyrstu árin, okkur er kynnt það strax þegar við erum ráðin og þetta fyrirtæki býr náttúrulega við árstíðasveiflu, við þekkjum það. En þegar þú ert búin að vera lengur en fimm til tíu ár í starfi þá áttu að vera nokkuð öruggur þannig að þetta er óvænt. Við erum núna að sigla inn í það sem ætti að vera okkar háannatími þar sem við leggjumst öll á árarnar og vinnum mikið, við flugmenn vinnum mest á sumrin og það að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt, þetta tekur á, og þó svo við höfum vitað að þetta væri að koma þá fengum við held ég öll sting í hjartað í gær við að fá uppsagnarbréfið í hendurnar, það var mjög erfitt,“ segir Sara Hlín. Hún tekur undir að það sé nauðsynlegt að fá stuðning á tímum sem þessum og segir fyrirtækið bjóða starfsfólki stuðning. Þá sé stéttarfélag flugmanna, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, mjög sterkt og það býður upp á sálrænan stuðning nú eins og áður. Starfsfólkið sæki síðan mikinn stuðning í hvert annað. Aðspurð hvernig hljóðið sé í fólki varðandi framhaldið segir hún að það sé ekki gott. Óvissa fram undan sé svo mikil. „Við höfum getað leitað í það þegar það eru árstíðabundnar sveiflur að sækja vinnu annað en það er ekki hægt núna þar sem ástandið er slæmt í okkar geira alls staðar í heiminum. Flugið er bara eins og að æfa hlaup eða hjól, þú vilt halda þér í formi þannig að við viljum fljúga. Okkur líður best þegar við fljúgum mikið, þá erum við best í vinnunni þannig að við erum áhyggjufull,“ segir Sara en ítarlegra viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58
Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00
Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54