Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2020 16:15 Lori Balton hefur það að atvinnu að finna tökustaðir fyrir stórmyndir. Hún hefur margoft komið til Íslands og hefur sannfært kvikmyndagerðarmenn að taka upp verkin sín hér á landi. Getty/ Robin L Marshall Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndagerðarfólk, að mati Lori Balton. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er um að ræða örugglega einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Balton er margverðlaunuð í sínu fagi en hún sérhæfir sig í að finna tökustaði fyrir hinar og þessar kvikmyndir. Balton hefur t.a.m. valið tökustaði fyrir stórmyndirnar Inception, Once Upon a Time…in Hollywood og Lion King - auk þess að hafa sannfært Darren Aronofsky um að taka upp kvikmyndina Noah á Íslandi, sem Balton hefur sjálf heimsótt margoft. Hún er spurð álits í grein Los Angeles Times um áhuga kvikmyndargerðarfólks á Íslandi á kórónuveirutímum, sem rekja má til yfirlýsinga yfirmanns hjá Netflix í liðinni viku. Þegar Ted Sarandos kynnti nýtt uppgjör streymisveitunnar fyrir fjárfestum sagði hann að Netflix ynni aðeins að þátta- og kvikmyndagerð á tveimur stöðum í heiminum þessa dagana; Íslandi og í Suður-Kóreu. Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Þar væri hægt að sinna slíkum verkefnum því löndin tvö hefðu staðið sig einna best í að skima fyrir kórónuveirunni og rekja smit. Sarandos sagði að Netflix myndi draga lærdóm af því sem fyrirtækið hefði lært í löndunum tveimur og nýta þá þekkingu við framleiðslu framtíðarinnar. Síminn stoppar ekki Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og forsvarsmaður verkefnisins Film in Iceland, segir í samtali við LA Times að símhringingunum hafi vart linnt síðan Sarandos dásamaði Ísland sem tökustað. Hann hafi tekið við ótal fyrirspurnum frá kvikmyndagerðarfólki í Los Angeles, New York og Evrópu sem reyni nú að kortleggja hvar það eigi fyrst að hefja störf á ný þegar fer að fjara undan kórónuveirufaraldrinum. Einar Hansen Tómasson fer fyrir verkefninu Film In Iceland. Eftir fjölmargar stórmyndir á síðustu árum; eins og fyrrnefnda Noah, Prometheus, Thor: The Dark World og þættina Game of Thrones, þyki Ísland aftur eftirsóknarverður tökustaður. Ekki aðeins hafi vel tekist í baráttunni við kórónuveiruna heldur sé hægt að ganga að innviðum, endurgreiðslum og reyndum mannauði sem þekki vel vinnuna á bak við kvikmyndagerð sem þessa. Engir ferðamenn og því rétti tíminn Íslandsvinurinn Lori Balton segir að þó svo að hún sé passasöm í þessu árferði uppfylli Ísland öll réttu skilyrðin þegar kemur að innviðum og heilsufarsúrræðum. Mikil óþreyja sé í kvikmyndagerðarfólki að hefja störf á ný og Ísland sé í hennar augum ákjósanlegur áfangastaður fyrir þennan geira. „Núna er rétti tíminn til að taka upp á Íslandi því það eru nákvæmlega engir ferðamenn þarna,“ segir Balton við LA Times. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er líklega um að ræða einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Ítarlega má fræðast um málið í grein Los Angeles Times þar sem nánar er rætt við Einar Hansen Tómasson. Þar ræðir hann meðal annars um þær útfærslur sem Film in Iceland hefur kynnt fyrir stjórnvöldum til að liðka megi fyrir komu erlends kvikmyndagerðarfólks. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndagerðarfólk, að mati Lori Balton. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er um að ræða örugglega einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Balton er margverðlaunuð í sínu fagi en hún sérhæfir sig í að finna tökustaði fyrir hinar og þessar kvikmyndir. Balton hefur t.a.m. valið tökustaði fyrir stórmyndirnar Inception, Once Upon a Time…in Hollywood og Lion King - auk þess að hafa sannfært Darren Aronofsky um að taka upp kvikmyndina Noah á Íslandi, sem Balton hefur sjálf heimsótt margoft. Hún er spurð álits í grein Los Angeles Times um áhuga kvikmyndargerðarfólks á Íslandi á kórónuveirutímum, sem rekja má til yfirlýsinga yfirmanns hjá Netflix í liðinni viku. Þegar Ted Sarandos kynnti nýtt uppgjör streymisveitunnar fyrir fjárfestum sagði hann að Netflix ynni aðeins að þátta- og kvikmyndagerð á tveimur stöðum í heiminum þessa dagana; Íslandi og í Suður-Kóreu. Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Þar væri hægt að sinna slíkum verkefnum því löndin tvö hefðu staðið sig einna best í að skima fyrir kórónuveirunni og rekja smit. Sarandos sagði að Netflix myndi draga lærdóm af því sem fyrirtækið hefði lært í löndunum tveimur og nýta þá þekkingu við framleiðslu framtíðarinnar. Síminn stoppar ekki Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og forsvarsmaður verkefnisins Film in Iceland, segir í samtali við LA Times að símhringingunum hafi vart linnt síðan Sarandos dásamaði Ísland sem tökustað. Hann hafi tekið við ótal fyrirspurnum frá kvikmyndagerðarfólki í Los Angeles, New York og Evrópu sem reyni nú að kortleggja hvar það eigi fyrst að hefja störf á ný þegar fer að fjara undan kórónuveirufaraldrinum. Einar Hansen Tómasson fer fyrir verkefninu Film In Iceland. Eftir fjölmargar stórmyndir á síðustu árum; eins og fyrrnefnda Noah, Prometheus, Thor: The Dark World og þættina Game of Thrones, þyki Ísland aftur eftirsóknarverður tökustaður. Ekki aðeins hafi vel tekist í baráttunni við kórónuveiruna heldur sé hægt að ganga að innviðum, endurgreiðslum og reyndum mannauði sem þekki vel vinnuna á bak við kvikmyndagerð sem þessa. Engir ferðamenn og því rétti tíminn Íslandsvinurinn Lori Balton segir að þó svo að hún sé passasöm í þessu árferði uppfylli Ísland öll réttu skilyrðin þegar kemur að innviðum og heilsufarsúrræðum. Mikil óþreyja sé í kvikmyndagerðarfólki að hefja störf á ný og Ísland sé í hennar augum ákjósanlegur áfangastaður fyrir þennan geira. „Núna er rétti tíminn til að taka upp á Íslandi því það eru nákvæmlega engir ferðamenn þarna,“ segir Balton við LA Times. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er líklega um að ræða einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Ítarlega má fræðast um málið í grein Los Angeles Times þar sem nánar er rætt við Einar Hansen Tómasson. Þar ræðir hann meðal annars um þær útfærslur sem Film in Iceland hefur kynnt fyrir stjórnvöldum til að liðka megi fyrir komu erlends kvikmyndagerðarfólks.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira