Hvetur til skipaflutninga til að létta á þjóðvegakerfinu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2021 21:34 Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði. Egill Aðalsteinsson Framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis sunnanverðra Vestfjarða, segir galið að allir þungaflutningar landsins fari um þjóðvegakerfið. Hann hvetur til skipaferða og að ferjusiglingar yfir Breiðafjörð verði efldar. Kvartað er undan því að vegirnir frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal séu illa farnir vegna stóraukinna þungaflutninga. Megnið af afurðum svæðisins fer með trukkum, meðal annars frá Odda á Patreksfirði. Flutningabíl ekið frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Við erum mjög háðir landleiðinni núna þar sem engar skipakomur eru hérna á sunnanverða Vestfirði. Skipakomur þyrftu svo sannarlega að bætast hérna við þar sem framleiðsla á þessu svæði er orðin alveg gríðarlega mikil,“ segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Og það er náttúrlega í sjálfu sér alveg galið að flytja þetta allt eftir þjóðvegum landsins, sem eru engan veginn búnir undir þetta, og alls ekki hérna til okkar.“ Frá Patreksfjarðarhöfn.Egill Aðalsteinsson Bryggjur sem taka við flutningaskipum eru þegar til staðar en áætlað hefur verið að á þessu ári þurfa að flytja 25 þúsund tonn af vörum frá svæðinu. Þótt endurbætur séu hafnar á þjóðvegum, eins og til dæmis í Gufudalssveit, bendir Skjöldur á að langt sé í að þeim ljúki. „Við munum hins vegar alltaf skilja eftir hér erfiða fjallvegi, eins og Klettsháls.“ Frá Bíldudalshöfn.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir að í sínum huga sé langmikilvægast að treysta ferjusiglingar yfir Breiðafjörð með Baldri. „Hann er algerlega forsendan fyrir því að það sé hægt að stunda hér fiskvinnslu, hvort sem það er lax eða hvítfiskur, í þessari samkeppni. Því að afhendingaröryggið er það sem er númer eitt, tvö og þrjú. Og það getum við ekki uppfyllt með því að treysta á það að það sé alltaf fært yfir erfiðustu hálsana hérna á leiðinni suður,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Vesturbyggð Tálknafjörður Reykhólahreppur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Teigsskógur Tengdar fréttir Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Lýsa yfir þungum áhyggjum af samgönguöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af samgönguöryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 19. nóvember 2020 23:47 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Kvartað er undan því að vegirnir frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal séu illa farnir vegna stóraukinna þungaflutninga. Megnið af afurðum svæðisins fer með trukkum, meðal annars frá Odda á Patreksfirði. Flutningabíl ekið frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Við erum mjög háðir landleiðinni núna þar sem engar skipakomur eru hérna á sunnanverða Vestfirði. Skipakomur þyrftu svo sannarlega að bætast hérna við þar sem framleiðsla á þessu svæði er orðin alveg gríðarlega mikil,“ segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Og það er náttúrlega í sjálfu sér alveg galið að flytja þetta allt eftir þjóðvegum landsins, sem eru engan veginn búnir undir þetta, og alls ekki hérna til okkar.“ Frá Patreksfjarðarhöfn.Egill Aðalsteinsson Bryggjur sem taka við flutningaskipum eru þegar til staðar en áætlað hefur verið að á þessu ári þurfa að flytja 25 þúsund tonn af vörum frá svæðinu. Þótt endurbætur séu hafnar á þjóðvegum, eins og til dæmis í Gufudalssveit, bendir Skjöldur á að langt sé í að þeim ljúki. „Við munum hins vegar alltaf skilja eftir hér erfiða fjallvegi, eins og Klettsháls.“ Frá Bíldudalshöfn.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir að í sínum huga sé langmikilvægast að treysta ferjusiglingar yfir Breiðafjörð með Baldri. „Hann er algerlega forsendan fyrir því að það sé hægt að stunda hér fiskvinnslu, hvort sem það er lax eða hvítfiskur, í þessari samkeppni. Því að afhendingaröryggið er það sem er númer eitt, tvö og þrjú. Og það getum við ekki uppfyllt með því að treysta á það að það sé alltaf fært yfir erfiðustu hálsana hérna á leiðinni suður,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Vesturbyggð Tálknafjörður Reykhólahreppur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Teigsskógur Tengdar fréttir Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Lýsa yfir þungum áhyggjum af samgönguöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af samgönguöryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 19. nóvember 2020 23:47 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19
Lýsa yfir þungum áhyggjum af samgönguöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af samgönguöryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 19. nóvember 2020 23:47
Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32
Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00