„Smitskömm er óþörf og getur jafnvel valdið skaða“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. janúar 2021 19:00 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort að smitskömm geri það að verkum að fólk gefi smitrakningateymi ekki nægjanlegar upplýsingar. Það sé engin ástæða til að hafa hana og afar mikilvægt að gefa greinargóðar upplýsingar. Vísir/Vilhelm Það tekur smitrakningateymi lengri tíma nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins að ná utan um smit og smitkeðjur en áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort smitskömm sé meiri nú en þá. Rögnvaldur Ólafsson brýndi fyrir fólki að gefa smitrakningarteymi ítarlegar upplýsingar um ferðir sínar ef það greinist með kórónuveirusmit. Það sé afar mikilvægt því þannig sé hægt að koma í veg fyrir að smit berist áfram út í þjóðfélagið. Það hafi hins vegar borið á því að fólk sé ekki að gefa eins greinargóðar upplýsingar um ferðir sínar og áður. „Það tekur núna lengri tíma en áður að ná utan um smit og smitkeðjur og við höfum velt fyrir okkur hvort að um smitskömm sé að ræða. Þá höfum við fundið að fólk veigri sér við að nefna að hafa verið á tilteknum stöðum af ótta við að senda fólk í sóttkví. Við hvetjum fólk til að halda alls ekki aftur að slíkum upplýsingum. Við þurfum að vera í samskiptum við alla þá sem voru innan ákveðinna marka frá smituðum einstakling. Ég ítreka eftir sem áður að það er engin ástæða til að hafa smitskömm. Hún er óþörf og getur jafnvel valdið skaða haldi fólk upplýsingum eftir. Það geta allir lent í því að smitast af veirunni,“ segir Rögnvaldur. Aðspurður um hvort að smitrakningarappið sem margir hafa í símum sínum virki ekki til að bæta við upplýsingum segir Rögnvaldur. „Smitrakningarappið bætir ekki miklu við þær upplýsingar sem við fáum frá fólki. Það sýnir t.d. ekki hverjir voru í kringum viðkomandi. Best væri ef það væri með bluetooth-tengingu sem tengdist þá sjálkrafa við aðra síma þannig að hægt væri að fá upplýsingar um hverjir voru nálægt viðkomandi. Það er verið að ræða við Google og aðra samfélagsrisa um hvort hægt sé að bæta við þessari lausn,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00 Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson brýndi fyrir fólki að gefa smitrakningarteymi ítarlegar upplýsingar um ferðir sínar ef það greinist með kórónuveirusmit. Það sé afar mikilvægt því þannig sé hægt að koma í veg fyrir að smit berist áfram út í þjóðfélagið. Það hafi hins vegar borið á því að fólk sé ekki að gefa eins greinargóðar upplýsingar um ferðir sínar og áður. „Það tekur núna lengri tíma en áður að ná utan um smit og smitkeðjur og við höfum velt fyrir okkur hvort að um smitskömm sé að ræða. Þá höfum við fundið að fólk veigri sér við að nefna að hafa verið á tilteknum stöðum af ótta við að senda fólk í sóttkví. Við hvetjum fólk til að halda alls ekki aftur að slíkum upplýsingum. Við þurfum að vera í samskiptum við alla þá sem voru innan ákveðinna marka frá smituðum einstakling. Ég ítreka eftir sem áður að það er engin ástæða til að hafa smitskömm. Hún er óþörf og getur jafnvel valdið skaða haldi fólk upplýsingum eftir. Það geta allir lent í því að smitast af veirunni,“ segir Rögnvaldur. Aðspurður um hvort að smitrakningarappið sem margir hafa í símum sínum virki ekki til að bæta við upplýsingum segir Rögnvaldur. „Smitrakningarappið bætir ekki miklu við þær upplýsingar sem við fáum frá fólki. Það sýnir t.d. ekki hverjir voru í kringum viðkomandi. Best væri ef það væri með bluetooth-tengingu sem tengdist þá sjálkrafa við aðra síma þannig að hægt væri að fá upplýsingar um hverjir voru nálægt viðkomandi. Það er verið að ræða við Google og aðra samfélagsrisa um hvort hægt sé að bæta við þessari lausn,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00 Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00
Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21
Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39