„Smitskömm er óþörf og getur jafnvel valdið skaða“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. janúar 2021 19:00 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort að smitskömm geri það að verkum að fólk gefi smitrakningateymi ekki nægjanlegar upplýsingar. Það sé engin ástæða til að hafa hana og afar mikilvægt að gefa greinargóðar upplýsingar. Vísir/Vilhelm Það tekur smitrakningateymi lengri tíma nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins að ná utan um smit og smitkeðjur en áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort smitskömm sé meiri nú en þá. Rögnvaldur Ólafsson brýndi fyrir fólki að gefa smitrakningarteymi ítarlegar upplýsingar um ferðir sínar ef það greinist með kórónuveirusmit. Það sé afar mikilvægt því þannig sé hægt að koma í veg fyrir að smit berist áfram út í þjóðfélagið. Það hafi hins vegar borið á því að fólk sé ekki að gefa eins greinargóðar upplýsingar um ferðir sínar og áður. „Það tekur núna lengri tíma en áður að ná utan um smit og smitkeðjur og við höfum velt fyrir okkur hvort að um smitskömm sé að ræða. Þá höfum við fundið að fólk veigri sér við að nefna að hafa verið á tilteknum stöðum af ótta við að senda fólk í sóttkví. Við hvetjum fólk til að halda alls ekki aftur að slíkum upplýsingum. Við þurfum að vera í samskiptum við alla þá sem voru innan ákveðinna marka frá smituðum einstakling. Ég ítreka eftir sem áður að það er engin ástæða til að hafa smitskömm. Hún er óþörf og getur jafnvel valdið skaða haldi fólk upplýsingum eftir. Það geta allir lent í því að smitast af veirunni,“ segir Rögnvaldur. Aðspurður um hvort að smitrakningarappið sem margir hafa í símum sínum virki ekki til að bæta við upplýsingum segir Rögnvaldur. „Smitrakningarappið bætir ekki miklu við þær upplýsingar sem við fáum frá fólki. Það sýnir t.d. ekki hverjir voru í kringum viðkomandi. Best væri ef það væri með bluetooth-tengingu sem tengdist þá sjálkrafa við aðra síma þannig að hægt væri að fá upplýsingar um hverjir voru nálægt viðkomandi. Það er verið að ræða við Google og aðra samfélagsrisa um hvort hægt sé að bæta við þessari lausn,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00 Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson brýndi fyrir fólki að gefa smitrakningarteymi ítarlegar upplýsingar um ferðir sínar ef það greinist með kórónuveirusmit. Það sé afar mikilvægt því þannig sé hægt að koma í veg fyrir að smit berist áfram út í þjóðfélagið. Það hafi hins vegar borið á því að fólk sé ekki að gefa eins greinargóðar upplýsingar um ferðir sínar og áður. „Það tekur núna lengri tíma en áður að ná utan um smit og smitkeðjur og við höfum velt fyrir okkur hvort að um smitskömm sé að ræða. Þá höfum við fundið að fólk veigri sér við að nefna að hafa verið á tilteknum stöðum af ótta við að senda fólk í sóttkví. Við hvetjum fólk til að halda alls ekki aftur að slíkum upplýsingum. Við þurfum að vera í samskiptum við alla þá sem voru innan ákveðinna marka frá smituðum einstakling. Ég ítreka eftir sem áður að það er engin ástæða til að hafa smitskömm. Hún er óþörf og getur jafnvel valdið skaða haldi fólk upplýsingum eftir. Það geta allir lent í því að smitast af veirunni,“ segir Rögnvaldur. Aðspurður um hvort að smitrakningarappið sem margir hafa í símum sínum virki ekki til að bæta við upplýsingum segir Rögnvaldur. „Smitrakningarappið bætir ekki miklu við þær upplýsingar sem við fáum frá fólki. Það sýnir t.d. ekki hverjir voru í kringum viðkomandi. Best væri ef það væri með bluetooth-tengingu sem tengdist þá sjálkrafa við aðra síma þannig að hægt væri að fá upplýsingar um hverjir voru nálægt viðkomandi. Það er verið að ræða við Google og aðra samfélagsrisa um hvort hægt sé að bæta við þessari lausn,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00 Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00
Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21
Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent